Síðastliðna helgi fór fram á Úlfljótsvatni 5. skref Gilwell-leiðtogaþjálfunar, Leiðtogi í eigin lífi.

19 skátar luku þar með Gilwell-vegferðinni og útskrifuðust sem Gilwell-skátar við hátíðlega athöfn í Gilwell-skálanum í gær.

Ragnheiður E. Stefánsdóttir kenndi skátunum að vera Leiðtoagar í eigin lífi

Helgin einkenndist af fræðslu og umræðum um hvað einkennir góðan leiðtoga og hvernig leiðtogar þroskast og vaxa. Ragnheiður E. Stefánsdóttir Gilwell-skáti og mannauðsstjóri hélt fyrirlestur um að vera leiðtogi í eigin lífi og Jón Lárusson Gilwell-skáti og markþjálfi kynnti fyrir okkur Markþjálfun og skátastarf.

 

 

 

 

Grunngildi skátahreyfingarinnar og hlutverk sjálfboðaliða voru einnig til umræðu ásamt hæfilegum skammti af

Björgvin stjórnar kvöldvöku

ígrundun og samveru.

Að sjálfsögðu var einnig hátíðarkvöldverður og kvöldvaka sem Björgvin Magnúss DCC stjórnaði eins og honum einum er lagið.

Leiðbeinendur og stjórnendur námskeiðsins voru sammála um að hér var einstaklega skemmtilegur hópur skáta að útskrifast og væntum við þess að sjá mikið af þeim í fjölbreyttum verkefnum fyrir skátahreyfinguna á næstum árum.

 

 

Gilwell-skólinn óskar nemendum innilega til hamingju með áfangann.

 

 

:: Hér má kynna sér meira um Gilwell-leiðtogaþjálfun