Aðalfundur SSR var haldinn 28.mars 2019 í skátamiðstöðinni Hraunbæ 123.  Fundurinn fór fram samkvæmt lögum SSR og var hann vel sóttur af fulltrúm skátafélaganna í Reykjavík. Að venju voru ársskýrsla, ársreikningar og fjárhagsáætlun samþykkt á fundinum og kosið í stjórn, ráð og nefndir SSR. Þeir sem hlutu kjör á aðalfundi 2019 eru eftirfarandi

Stjórn SSR

Formaður stjórnar – Benedikt Þorgilsson, Garðbúum

Gjaldkeri – Baldur Árnason, Segli

Meðstjórnandi – Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Landnemum

Meðstjórnandi – Eðvald Einar Stefánsson, Segli

Uppstilllingarnefnd

Haukur Haraldsson, Landnemum

Daði Björnsson, Árbúum

Þóhallur Helgason, Segli

Minjanefnd

Sigrún Sigurgestsdóttir, Landnemum

Hafravatnsráð

Guðmundur Pétursson, Skjöldungum

Ása Jóhannsdóttir, Árbúum

Á aðalfundinum voru gerðar breytingar á lögum SSR á þann veg að ekki er lengur kosið í Úlfljótsvatnráð og Laganefnd. Þeir sem sátu í þessum embættum sem og öðrum er þakkað fyrir góð störf í þágu skátastarfs í Reykjavík.

 

Eftirtaldir aðilar fengu afhent heiðursmerki SSR á aðalfundinum.

Silfurmerki SSR

Sif Pétursdóttir Skjöldungar
Sigríður Hálfdánardóttir Árbúar

Bronsmerki SSR

Jóhanna Guðmundsdóttir Hamar
Helga Rós Einarsdóttir Ægisbúar
Helga Þórey Júlíusdóttir Skjöldungar

 

 

 

 

 

 

 

 

Hægt er að lesa fundargerð fundarins  ásamt skýrslu stjórnar undir Gagnasafn