Vetrarmót Reykjavíkur var haldið í fjórða sinn um síðustu helgi í skátaparadísinni á Úlfljótsvatni. Rúmlega 150 skátar úr öllum átta skátafélögunum í Reykjavík tóku þátt og má með sanni segja að sannur skátaandi hafi ríkt á mótinu. Skátarnir tókust á við fjölbreytt verkefni við hæfi aldurstigsins; Fálkaskátarnir fóru meðal annars í klifurturninn, lærðu skyndihjálp og renndu sér á því sem hendi var næst niður brekkurnar. Dróttskátarnir fóru í krefjandi gönguferð um svæðið þar sem þau fengu að læra á snjóflóðaýli ásamt því að rata um í náttúrunni. Rekkaskátarnir fóru í Gönguferð inn í Reykjadal þar sem skellt var sér í lækinn sem þau voru alveg rosalega ánægð með og foringjarnir stóðu sig frábærlega við að keyra skemmtilega dagskrá fyrir skemmtilegu skátanna.
Að venju þá gistu Róverskátarnir úti í tjaldi sem er útbúið kamínu sem hélt góðum hita þegar mannskapurinn fór í háttinn en í morgunsárið fór kuldinn að segja til sín þegar glóðin í eldinum voru búin og þá kom sér vel að kíkja inn í skála og vekja yngri skátanna.
Helstu markmiðin með þessum viðburði er að efla vetrarútivist skáta í Reykjavík, auka samstarf milli skátafélaganna í Reykjavík sem og setja upp skemmtileg og krefjandi verkefni fyrir skátanna. Við slitin afhenti mótstjórinn skátunum mótsmerki fyrir vel unnin störf um helgina og voru skátarnir sammála um að vel hafi tekist. Að lokum er vert að þakka öllum þeim sem tóku þátt í undirbúningi og framkvæmd mótsins og þá sérstaklega foringjum og einnig sjálboðaliðunum félaganna. Að þessu sinni kom skátaflokkurinn Hrefnunar og aðstoðaði okkur í eldhúsinu en í flokknum eru konur sem voru virkir skátar á árum áður. Það er mikilsvirði að eiga að fá svona hóp til aðstoðar á svona móti. Við fengum einnig góðan stuðning frá Hjálpasveit skáta í Reykjavík með bíla og búnað. Að lokum viljum við þakka INNES fyrir að gefa okkur kakó og Skátaland fyrir flutning á búnaði á mótið.