Sunnudaginn 15. júlí síðastliðinn skrifaði Bandalag íslenskra skáta (BÍS) og Skátasamband Reykjavíkur (SSR) undir samning varðandi Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni.
BÍS mun kaupa hlut SSR í ÚSÚ og verður þá BÍS eini eigandi ÚSÚ.
Allir aðilar eru ánægðir með samninginn og mikil gleði ríkir fyrir framtíðinni.

 

Við hvetjum auðvitað alla skáta landsins til þess að nýta svæðið á Úlfljótsvatni í útilegur og dagsferðir.

(frétt af www.skatamal.is)