Aðalfundur Landnema

Aðalfundur Landnema 2015…
…var haldinn fimmtudaginn 5. mars s.l. í Háuhlíð 9. Félagsforinginn,Arnlaugur Guðmundsson setti

fundinn og var Haukur Haraldsson kosinn fundarstjóri og Fríða Björk Gunnarsdóttir fundarritari.

Aðalfundarstörfin fóru fram samkvæmt lögum félagsins; skýrsla stjórnar og reikningar afgreiddir en engar lagabreytingar lágu fyrir. Fundurinn var allvel sóttur og þótt hann hafi ekki verið átakamikill er hugur í Landnemum. – Enda bauð félagið fundarmönnum upp á pizzu til í fundarhléi!

 

Stjórn Landnema skipa nú: Arnlaugur Guðmundsson félagsforingi, Kári Brynjarsson aðstoðarfélagsforingi, Elmar Orri Gunnarsson gjaldkeri, Halldóra Hinriksdóttir og Jónas Grétar Sigurðsson meðstjórnendur.

– Kraftur í Landnemum enda hillir í Landnemamótið í Viðey seinnipartinn í júní, en mótsstjórnin hefur hafið störf fyrir all-löngu.

 

 

 

Hvetjum skátafélögin í Reykjavík til þess að senda inn upplýsingar frá aðalfundum sínum ásamt mynd og texta til þess að birta á ssr.is

Hamar á fullu skriði.

Allt er komið á flúgandi ferð hjá Skátafélaginu Hamri í Grafarvogi.

Aðalfundur félagsins var haldinn 12. mars s.l. í skátaheimilinu við Logafold. Góð mæting var á fundinum, góð blanda af starfandi skátum, eldri félögum og foreldrum skáta. Formaður og aðrir stjórnarmenn Skátasambands Reykjavíkur mættu líka sem gestir. Hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram samkvæmt lögum félagsins og ný stjórn félagsins var kjörin. Hana skipa nú: Hulda Lárusdóttir félagsforingi, Ágúst Arnar Þráinsson aðstoðarfélagsforingi, Guðrún Lárusdóttir ritari, Sigríður Gerða Guðmundsdóttir gjaldkeri og Gunnar Örn Angantýsson meðstjórnandi. Auk þeirra voru kjörnar Kristín Áskelsdóttir og Írena Játvarðsdóttir sem deildarforingjar. Birta Baldursdóttir var kjörin endurskoðandi reikninga. Þessi glæsilegi hópur tekur við af stjórn Skátasambands Reykjavíkur en hún sat sem stjórn Hamars samkvæmt ósk fráfarandi stjórnar félagsins.

Að loknum kosningum tók Hrönn Þormóðsdóttir formaður SSR til máls og sæmdi þær stöllur Kristínu, Birtu og Írenu heiðursmerki Skátasambands Reykjavíkur úr bronsi fyrir óeigingjarnt starf fyrir skátastarf í Hamri. Einnig var Hulda Lárusdóttir nýr félagsforingi sæmd heiðursmerki SSR úr bronsi, til hvatningar í hinu nýja starfi sínu til bjartra tíma í skátastarfinu. Var ánægjulegum aðalfundi þá lokið en fundarstjóri var Júlíus Aðalsteinsson, félagsmálastjóri BÍS.

 

Stjórn SSR þakkar öllum þeim sem komu að skátastarfi í Hamri og undirbúningi þessa fundar fyrir ánægjulegt samstarf og óskar nýrri stjórn Hamars og skátastarfinu öllu velferðar og hlakkar til að eiga gott samstarf við félagið í framtíðinni. Áfram Hamar!

 

Hvetjum skátafélögin í Reykjavík til þess að senda inn upplýsingar frá aðalfundum sínum ásamt mynd og texta til þess að birta á ssr.is