Á félagsforingjafundi skátafélaga í Reykjavík sem haldin var 25.september var tekin ákvörðun um að haldin verði sameiginleg vetrarútilega Skátafélaganna í Reykjavík á Úlfljótsvatni þann 16.-18. janúar n.k. Hverju skátafélagi sem hyggst taka þátt í mótinu ber að skipa einn fulltrúa í undirbúningsnefnd sem sér um kynningu, dagskrá, og aðra tækilega þætti útilegunnar.
Fyrsti undirbúningsfundur verður haldinn 9. október kl 20:00 í Skátahorni( Rými skátasambandsins á fyrstu hæð skátamiðstöðvarinnar Hraunbæ 123.
Skráning á undirbúningsfundinn er í viðburðarskráningu skáta