DCIM100MEDIADJI_0898.JPG

Úlfljótsvatn fyrir Landsmót skáta 2016

Aðalfundur kýs einn fulltrúa í Úlfljótsvatsráð til tveggja ára. Úlfljótsvatnsráð hefur umsjón með rekstri og uppbyggingu á Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni. Stjórn SSR skipar einnig 2 aðila í Úlfjótsvatnsráð

Í ráðinu sitja

Þröstur Ríkarðsson (kosin á aðalfundi 2017 til tveggja ára)

Arthúr Pétursson (kosin á aðalfundi 2018 til tveggja ára)

 

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni er í eigu skátahreyfingarinnar.

Útilífsmiðstöð skáta er í eigu Bandalags íslenskra skáta og Skátasambands Reykjavíkur. Miðstöðin stendur á landi sem er að hálfu í eigu þessara aðila og að hálfu í eigu Skógræktarfélags Íslands.

Smelltu hér til að sjá staðsetningu Útilífsmiðstöðvarinnar á korti.

Miðstöðin á sér langa sögu en hún hefur verið í stöðugri uppbyggingu síðan 1941. Síðustu árin hefur starfsemi hennar snúið að rekstri tjaldsvæðis á sumrin ásamt sumarbúðum og skólabúðum á veturna. Í dag tekur miðstöðin á móti þúsundum gesta allt árið. Gestir miðstöðvarinnar eru bæði skátar og almenningur, innlendir og erlendir.

Á Úlfljótsvatni eru haldnir margvíslegir viðburðir á vegum skáta s.s. námskeiðahald, ráðstefnur, æfingar, oþh. Skátar fara með útilegur á Úlfljótsvatn stórar sem smáar, í skálana yfir veturinn og í tjaldútilegur á sumrin. Þá halda þeir reglulega skátamót á svæðinu og var síðasta Landsmót skáta haldið þar 2012 með um 4000 þátttakendum. Staðurinn er með alla aðstöðu til að þjónusta þennan fjölda. Skátar hafa byggt útilífsmiðstöðina upp með það í huga að unnt sé að halda þar fjölmenn útilífsmót (tjaldmót) fyrir þúsundir þátttakenda með nauðsynlegum tjaldflötum, hreinlætisaðstöðu og margvíslegri afþreyingu.

Útilífsmiðstöðin býður almenningi einnig að njóta aðstöðunnar og er staðurinn leigður út til margvíslegra viðburða fyrir smærri og stærri hópa. Jafnframt er boðið upp á margvíslega þjónustu til hópa s.s. að skipuleggja ýmsa dagskrá, annast mat fyrir hópa, ferðir ofl. Gjarnan er um að ræða Óvissuferðir, hvataferðir, fjölskyldudaga, starfsmannadaga, hvataferðir og áfram má telja – allt fer þetta vel á Úlfljótsvatni. Þannig hafa fjölmörg fyrirtæki komið árlega í hvata, hópeflis – og skemmtiferðir á Úlfljótsvatn. Já það eru allir velkomnir!

TJALDSVÆÐIÐ ER OPIÐ ALMENNINGI!

Við fullyrðum að tjaldsvæðið á Úlfljótsvatni sé eitt það al fullkomnasta tjaldsvæði landsins og hefur það náð ***** fimm stjörnu markinu. Tjaldsvæðið er opið almenningi allt sumarið og er ávallt unnt að finna tjaldflöt fyrir fjölskylduna, eða jafnvel alla ættina og sé hópurinn ekki þeim mun fjölmennari þarf ekki að boða komu sína – bara mæta á svæðið eins og á öðrum tjaldsvæðum landsins. Og á staðnum er nóg við að vera fyrir unga sem aldna.

 

Verið hjartanlega velkomin á Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni!