Jólagjafahugmyndir-ÚSÚ-2014-700x357

Eru skátar og útivistarfólk í fjölskyldunni eða vinahópnum? Ertu algjörlega strand þegar kemur að því að finna góða jólagjöf handa þeim? Engar áhyggjur, útilífsskátarnir á Úlfljótsvatni koma til bjargar!

Starfsfólk Útilísmiðstöðvarinnar Úlfljótsvatni hefur sett saman hugmyndalista yfir jólagjafir handa skátum og öðru útivistarfólki. Gjafirnar eru á breiðu verðbili, en eiga það allar sameiginlegt að koma sér afskaplega vel í útivist og skátastarfi.

Smelltu hér til að sækja jólagjafahugmyndalista ÚSÚ

Við erum sannfærð um að allar þessar gjafir muni hitta beint í mark, og eflaust eru margar þeirra nú þegar á óskalista skáta og útivistarfólks sem þú þekkir.

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni – hjálpar þér með jólaundirbúninginn.