Tækifæri til kynningar fyrir Skátafélög

923427_730621493629320_1230261409_n

Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 29. apríl til 4. maí 2014. Þar verður að finna fjölda viðburða sem börn og fullorðnir, í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu út um alla borg!

Dagskrá Barnamenningarhátíðar inniheldur viðburði frá menningar- og listastofnunum, listhópum, listamönnum, félagasamtökum, listaskólum, grunnskólum, leikskólum og frístundaheimilum.

Dæmi um dagskrá.

 

Þetta er kjörið tækifæri fyrir skátafélög í Reykjavík til þess að sýna sig og sanna.

Hægt er að vera með kvöldvökur eða ratleik í skólum í hverfinu.