Félagsforingjafundur 29.jan

 Félagsforingjafundur verður haldinn 29.janúar í skátaheimili Hamars við Logafold 106 í Grafarvogi klukkan 20:00.

Dagskrá verður send út á félagsforingja þegar nær dregur fundinum.

Skráning fer fram á Viðburðarskráningu skáta

Mikilbægt er að félögin sendi 1-2 fulltrúa á fundinn.

 

 

Róverskátar sameinast í helli með Ragnarökum

Síðustu helgi ræddi Sigurgeir málin ofanjarðar. Nú vill hann fara á dýptina og býður til hellisumræðu með Ragnarökum.

Róversveitin Ragnarök byrjar nýja árið á hellaferð í Raufarhólshelli næsta sunnudag og þau bjóða öllum róverskátum, 19 – 22 ára, að slást í för.

Þeir sem ætla að koma með er bent á að taka með sér hjálm, höfuðljós, vatnsbrúsa og vera vel skóaðir. Einnig mega skátarnir grípa með sér smá aur til að greiða bílstjórum fyrir bensínið, segir í tilkynningu á skátadagatalinu. Eftir hellaferðina verður síðan haldið á einhvern matsölustað og hópurinn snæðir saman.

Mæting er í Skátamiðstöð í Hraunbæ 123 klukkan 17:30 en þar verður sameinað í bíla og keyrt í hellin. Áætlað er að gangan inn í hellinum taki um 2 klst.
Sigurgeir B. Þórisson í Ragnarökum segir að ofan í hellinum verði rætt örstutt um starfsemi sveitarinnar á komandi önn.Tengt efni:

Um starf róverskáta 19 – 22 ára
Viðburður í skátadagatali

Endurmat í Skjöldungaheimili

Endurmat fyrir Vetrarmót Reykjavíkurskáta fer fram í kvöld klukkan 20:00 í skátaheimili Skjöldunga í Sólheimum 21a. Öllum er velkomið að mæta sem hafa eitthvað til málanna að leggja sem varðar Vetrarmótið.

 

Hlakka til að sjá ykkur í kvöld

-Jón Andri

Á norðurslóð milli jóla og nýárs

„Þú ræður,“ er þema dróttskátahátiðarinnar Á norðurslóð sem haldin verður milli jóla og nýárs á Úlfljótsvatni. Dróttskátar á aldrinum 13 – 15 ára fá hér kærkomið tækifæri til að hittast þegar jólasteikin og fjölskylduboðin eru búin.
Á norðurslóð er eins og góð helgi, nema bara ekki um helgi. Enginn ætti því að fá alvarleg ofdekursfráhvörf og komið er í bæinn daginn fyrir gamlársdag. Boðið er upp á rútuferð frá Reykjavík klukkan 17:00 sunnudaginn 28. desember og aftur í bæinn klukkan 13:00 þriðjudaginn 30. desember.

Smíða dagskrána sjálf
Guðmundur Finnbogason á Úlfljótsvatni segir að þetta sé frábært tækifæri fyrir dróttskáta að eiga afslappaða daga saman þar sem áherslan er á að njóta þess sem Úlfljótsvatn hefur upp á að bjóða yfir vetrarmánuðina.

Dagskrá námskeiðsins er að miklu leiti í höndum þátttakenda sem að smíða hana í samstarfi við starfsfólk Úlfljótsvatns. Viðfangsefnin munu meðal annars hafa beina tengingu við daglegt líf og framtíð íslenskra unglinga, auk þess sem þátttakendur fá tækifæri til að hefja undirbúning á evrópsku ungmennaskiptaverkefni.

Gleði og hugmyndaflug velkomið
Guðmundur segir möguleikana vera óteljandi og aðeins þarf að koma með gleði og hugmyndaflug austur fyrir utan svefnpoka og fatnað fyrir allan tíman. Sérstaklega þarf að koma með föt til útiveru miðað veður og tíma námskeiðsins. Gist er innandyra, nema þátttakendur ákveði annað.

Ekki er æskilegt að koma með mat eða sælgæti og betra er að skilja dýr raftæki eftir heima enda er engin ábyrgð tekin á þeim.

Allt innifalið í verði
Þátttökugjald í Á norðurslóð er 10.900 kr. og innifalið í því er fjölmargt:

Rúta til og frá Reykjavík (brottför klukkan 17:00 þann 28. desember frá Reykjavík frá Hraunbæ 123 og komið til baka í bæinn klukkan 13:00 þann 30. desember)
Allur matur frá kvöldmat þann 28. til og með morgunmaat þann 30. desember.
Öll […]

Við mælum með þessum jólagjöfum

Eru skátar og útivistarfólk í fjölskyldunni eða vinahópnum? Ertu algjörlega strand þegar kemur að því að finna góða jólagjöf handa þeim? Engar áhyggjur, útilífsskátarnir á Úlfljótsvatni koma til bjargar!

Starfsfólk Útilísmiðstöðvarinnar Úlfljótsvatni hefur sett saman hugmyndalista yfir jólagjafir handa skátum og öðru útivistarfólki. Gjafirnar eru á breiðu verðbili, en eiga það allar sameiginlegt að koma sér afskaplega vel í útivist og skátastarfi.

Smelltu hér til að sækja jólagjafahugmyndalista ÚSÚ

Við erum sannfærð um að allar þessar gjafir muni hitta beint í mark, og eflaust eru margar þeirra nú þegar á óskalista skáta og útivistarfólks sem þú þekkir.

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni – hjálpar þér með jólaundirbúninginn.

Lan kvöld í hjá D.S Pegasus

Borgarferð í helgarpakka í Árbæinn – gerist ekki betra með snakki og dippi

Klifjuð tölvum, netsnúrum, svefnpokum og matarbirgðum mættu nítján dróttskátar og foringjar í skátaheimili Árbúa um helgina. Tilefnið var LAN- og spilahelgi sem dróttskátasveitin Pegasus stóð fyrir.

Heiður hlýtur núna að vera í guðatölu hjá dróttskátum

Heiður Dögg Sigmarsdóttir, sveitarforingi Ds.Pegasus segir Árbúa duglega við að gista í skátaheimilinu og eru slíkir viðburðir ávallt vinsælir.
Því besta pakkað á eina helgi
„Þegar við skipulögðum veturinn núna í haust að þá voru þrír hlutir sem krakkana langaði mest að gera; gista í skátaheimilinu, lana og spila Magic the Gathering spilið. Við foringjarnir ákváðum því að það væri lítið mál að skella öllum þessum hlutum saman og gera góða helgi úr þessu,“ segir Heiður.

Allskonar tölvuleikir birtust á skjám krakkana, allt frá penguin club og the sims yfir í hinn gamla góða Duck Hunt sem spilaður var á aldraða Nintendo vél.

Víruð

Netskátar
 Alveg geðveikt fjör
„Við spiluðum MineCraft þangað til klukkan var orðin fjögur um nótt. Það var alveg geðveikt fjör og ég myndi vilja gera það aftur,“ sagði Magnús Atli, 14 ára dróttskáti, sáttur með að hafa fengið að vaka svona lengi.

Fyrri nóttin var töluvert fjörug þar sem fyrstu skátarnir fóru að sofa rétt eftir miðnætti en þeir allra hörðustu slökktu ekki á tölvunum fyrr en um sólarupprás. Seinni nóttin var svipuð en þó örlítið rólegri. Þrátt fyrir að tölvuleikirnir væru aðal dagskrárefni helgarinnar var ýmislegt annað brallað.

„Við horfðum á fullt af anime og spjölluðum saman um tölvuleikina og allskonar annað,“ sagði Dagbjört, 13 ára.
 Hjálpsamir skátar í netheimum
Aðspurð hví þau ákváðu að halda tölvulan frekar en að fara í hefðbundna skátaútilegu bentu krakkarnir á að það væri alveg jafn  gaman að gista í skátaheimilinu þar sem þau geta verið öll saman að leika sér.

„Það […]

Vetraskátamót Skátafélga í Reykjavík

Á félagsforingjafundi skátafélaga í Reykjavík sem haldin var 25.september var tekin ákvörðun um að haldin verði sameiginleg vetrarútilega Skátafélaganna í Reykjavík á Úlfljótsvatni þann 16.-18. janúar n.k. Hverju skátafélagi sem hyggst taka þátt í mótinu ber að skipa einn fulltrúa í undirbúningsnefnd sem sér um kynningu, dagskrá, og aðra tækilega þætti útilegunnar.

Fyrsti undirbúningsfundur verður haldinn 9. október kl 20:00 í Skátahorni( Rými skátasambandsins á fyrstu hæð skátamiðstöðvarinnar Hraunbæ 123. 

 

Skráning á undirbúningsfundinn er í viðburðarskráningu skáta

 

 

Lærdómsrík útivist

Lærdómsrík útivist og ævintýri var fyrirsögn greinar í Morgunblaðinu um Skólabúðirnar á Úlfljótsvatni.

Skólabúðirnar sem Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni annast fyrir eldri deildir grunnskóla voru til umfjöllunar í Morgunblaðinu á föstudag.

Guðmundur Finnbogason er kennari að mennt.

Rætt er við Guðmund Finnbogason, framkvæmdastjóra útilífsmiðstöðvarinnar sem segir útivistina notaða sem grunn að starfinu. „Í skólabúðunum vinnum við til dæmis með grunnþætti menntunar eins og þeir eru skilgreindir í aðalnámskrá grunnskóla, en notum útivistina og athafnanám í staðinn fyrir bækur og tússtöflur. Það er í raun það sem hin svokallaða skátaaðferð gengur út á. Þannig getum við bæði komið með nýja nálgun á mörg viðfangsefni og tekið fyrir önnur sem erfiðara væri að ná utan um í hefðbundnum skólastofum,“ segir Guðmundur í viðtalinu.
Fá náttúruna beint í æð
Allar bekkjadeildir sem koma í skólabúðirnar byrja á því að fara í fjallgöngu og má því segja að þær fái náttúruna beint í æð. Eftir það er vinsælt að fara í hópefli, rathlaup, frisbígolf, klifur eða læra um skyndihjálp eða útieldun. Einnig gefst tími til að vinna verkefni að vali kennara, og fara þau oft eftir því hvar bekkurinn er staddur í náttúrugreinum.

Guðmundur upplýsir að í vetur bjóðist nemendum skólabúðanna að spreyta sig á bogfimi í fyrsta sinn. „Það hefur orðið mikil aukning í áhuga á bogfimi undanfarna mánuði og krökkum finnst mjög spennandi að spreyta sig á henni. Það krefst mikils aga og sjálfsstjórnar að skjóta vel af boga og hingað hafa komið nokkrir sem gefa Katniss Everdeen lítið eftir,“ hefur Morgunblaðið eftir Guðmundi þar sem hann og vísar til aðalpersónunnar í Hungurleikunum.

Guðmundur leggur áherlsu á að þó skólabúðirnar séu skemmtilegar og mikið ævintýri séu þær langt frá því að vera bara afþreying. Þær eru virkur þáttur í menntun nemendanna, á óhefðbundinn hátt, […]

Ný vefsíða hjá Skjöldungum

„>

Ný heimasíða Skjöldunga

Skjöldungar hafa nú flutt heimasíðu sína yfir til 1984.is og tekið einnig upp sama viðmót og t.d. www.skatarnir.is.

 

Einnig eru Skjöldungar komnir með nýja Facebook síðu https://www.facebook.com/skatafelagidskjoldungar. Endilega kíkið smella á like hjá Skjöldungum

 

Skilaboð til allra sem eru að fara í skóla