Aðalfundur SSR 2017

 

Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur 2017 verður haldinn í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 , fimmtudaginn 23. mars 2017. Dagskrá hefst kl 19:30 með heiðursmerkja afhendingu og að henni lokinni hefst aðalfundur SSR.

Dagskrá fundarins eru skv. lögum SSR gr: 2.6.

Kosning fundarstjóra og ritara.
Lögð fram skýrsla stjórnar. Umræður.
Lagðir fram endurskoðaðir reikningar og fjárhagsáætlun til eins árs. Umræður.
Tillögur um lagabreytingar kynntar. Umræður.
Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga, skýrslu stjórnar, reikninga og fjárhagsáætlunar.
Kosning stjórnar, sbr. ákvæði 2.7. Kosið skal í hvert embætti fyrir sig.
Kosning tveggja skoðunarmanna.
Kosning þriggja manna í laganefnd og þriggja manna í uppstillingarnefnd fyrir næsta aðalfund og skal formaður kosinn sérstaklega. Kjósa skal sérstaklega um hvern mann.
Kosning eins fulltrúa af tveimur í eftirtalin ráð og nefndir: Minjanefnd, Úlfljótsvatnsráð og Hafravatnsráð. Kosningin er til tveggja ára.
Önnur mál.

 

Gögn fyrir aðalfund

Tillögur uppstillingarnefndar 2017

2017-Lagabreytingartillaga grein 3.2

Tillaga vegna Úlfljótsvatns- Baldur, Benedikt & Jón Andri

Lög SSR  má finna á http://ssr.is/gagnasafn/

Glæsilegt Vetrarmótsmerki

Eins og síðust ár fá þátttakendur Vetrarmótsins veglegt mótsmerki í lok til þess að setja á skátabúninginn sinn. Merkið í ár er einstaklega glæsilegt og hannað líkt af Hauki Haraldssyni varaformanni SSR eins og síðust tvö merki. Merkið að þessu sinni er með tveimur snjóhúsum undir stjörnubjörtu tunglsljósi og guli borðinn táknar sólina sem mun geisla á Vetrarmótinu eins og hún hefur gert svo skemmtilega á Vetrarmótunum.

Skráning er í fullum gangi á https://skatar.felog.is/ og gengur mjög vel. Við minnum á að þátttökugjaldið hækkar 20. janúar um 1.000 kr

Aðalfundur SSR 23.mars 2017

Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur 2017 verður haldinn í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 , fimmtudaginn 23. mars 2017

Dagskrá fundarins eru skv. lögum SSR gr: 2.6.

Kosning fundarstjóra og ritara.
Lögð fram skýrsla stjórnar. Umræður.
Lagðir fram endurskoðaðir reikningar og fjárhagsáætlun til eins árs. Umræður.
Tillögur um lagabreytingar kynntar. Umræður.
Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga, skýrslu stjórnar, reikninga og fjárhagsáætlunar.
Kosning stjórnar, sbr. ákvæði 2.7. Kosið skal í hvert embætti fyrir sig.
Kosning tveggja skoðunarmanna.
Kosning þriggja manna í laganefnd og þriggja manna í uppstillingarnefnd fyrir næsta aðalfund og skal formaður kosinn sérstaklega. Kjósa skal sérstaklega um hvern mann.
Kosning eins fulltrúa af tveimur í eftirtalin ráð og nefndir: Minjanefnd, Úlfljótsvatnsráð og Hafravatnsráð. Kosningin er til tveggja ára.
Önnur mál.

Laga- og uppstillingarnefnd

Tillögur frá aðilum SSR um menn í stjórn og endurskoðendur, svo og tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist viðkomandi nefndum í síðasta lagi tveim vikum fyrir aðalfund. Á aðalfundi er heimilt að bera upp tillögur um menn í hvert það embætti sem kjósa skal um, en minnst fimm fulltrúar verða að standa að tilnefningunni. Leggja skal fram skriflegt samþykki með tilnefningum þeirra sem ekki eru staddir á fundinum.

Í laganefnd eru: Þorsteinn Sigurðsson Garðbúum, Arnlaugur Guðmundssson Landnemum, Sigurjón Einarsson Segli.

Í uppstillingarnefnd eru: Elmar Orri Gunnarsson Landnemum, Liljar Már Þorbjörnsson Segli, Ágúst Arnar Þráinsson Hamri.

Myndir frá aðalfundi 2016

Vetrarmót Reykjavíkurskáta 2017 (staðfest)

Vetrarmót Reykjavíkurskáta 2017 (staðfest)

Það er mikil gleðitíðindi að búið er að staðfesta Vetrarmót 2017. Mótið verður haldið 27.-29.janúar 2017. Mótið verður haldið líkt og síðustu tvö ár á Úlfljótsvatni og markmið mótsins er að gefa skátum tækifæri á að stunda skemmtilega vetrarútivist og efla samstöðu innan skátafélaganna í Reykjavík. Dagskrá mótsins verður með sama sniði og áður en þó með breyttum dagskráliðum svo að þátttakendur upplifa eitthvað nýtt á mótinu.

Mótsgjaldið hækkar upp í 5000 kr frá því í fyrra en þeir sem skrá sig fyrir 20.janúar greiða 4.000 kr, skráningu lýkur svo 25.janúar.

Skráning fer fram á https://skatar.felog.is en þátttakendur greiða þátttökugjald til síns skátafélags um leið og skráningu er lokið.

Á facebook síðu mótsins https://www.facebook.com/vetrarmot/?fref=ts er hægt að fá skemmtilegan fróðleik í aðdraganda mótsins.

Fjör á aðalfundi SSR

Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur var haldinn 15.mars 2016 í Skátamiðstöðinni. Fundinn var vel sóttur af fulltrúum frá öllum skátafélögunum í Reykjavík, Árbúum, Garðbúum, Haförnum, Hamri, Landnemum, Segli, Skjöldungum og Ægisbúum.

Formaður SSR, Hrönn Þormóðsdóttir setti fundinn en fundarstjóri var kjörinn Atli Smári Ingvarsson, Landnemum og fundarritari Sonja Kjartansdóttir, Segli. Í upphafi fundar fór fram afhending heiðursmerki SSR og hægt er að skoða hverjir fengu merki á heiðursmerkjasíðunni.

Hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram samkvæmt lögum sambandsins, ársskýrsla SSR, yfirferð og afgreiðsla reikninga og fjárhagsáætlunar. Þá voru kosningar og var Benedikt Árnason, Árbúum kjörinn nýr í stjórnina en endurkjörin voru Haukur Haraldsson, Landndemum varaformaður. Stjórn SSR setti fram lagabreytingu um að fjölga stjórnarmönnum úr fimm í sjö og var það samþykkt og voru kosinn Páll L. Sigurðsson til tveggja ára og Sif Pétursdóttir til eins árs.

 

 

Eftir aðalfundinn er stjórnin þannig skipuð

Hrönn Þormóðsdóttir formaður

Haukur Haraldsson varaformaður

Arthúr Pétursson gjaldkeri

Benedikt Þorgilsson ritari

Baldur Árnason meðstjórnandi

Páll L. Sigurðsson meðstjórnandi

Sif Pétursdóttir meðstjórnandi

 

 

 

 

Svo tók til starfa glæný uppstillingarnefnd skipuð, Elmari Orra Gunnarsyni Landnemi, Liljar Már Þorbjörnsyni Segli, og Ágústi Arnari Þráinsson Hamri. Aðalfundur skoraði strax á uppstillingarnefnd að hafa í huga aldur og kynjaskiptingu í næstu kosningum. Lög, skýrslu stjórnar og fundargerð aðalfundar má finna á gagnasafninu.

 

Það var síðan boðið uppá góðar veitingar og allir fóru sáttir frá góðum aðalfundi Skátasambands Reykjavíkur. Hér að neðan má sjá skemmtilegar svipmyndir frá fundinum.

 

Hæ hó og jibbí jeij!

Þjóðhátíðardagur Íslendinga rennur upp á morgun og við skátarnir í Reykjavík munum ekki láta okkar eftir liggja. Prúðbúnir skátar munu standa heiðursvörð við Austurvöll yfir hátíðardagskrá á vegum Alþingis og Forsætisráðuneytisins klukkan 11:10 og þaðan verður gengin skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu.

 
Klukkan 13:00 verða tvær skrúðgöngur leiddar af kátum skátum, önnur frá Hlemmi niður Laugaveg þar sem Götuleikhúsið tekur þátt og Lúðrasveit Reykjavíkur og Kampen Janitsarjorkester spila og í hinni heldur lúðrasveitin Svanur takti fyrir fánaberana frá Hagatorgi yfir í Hljómskálagarð þar sem hátíðardagskráin verður komin á fullt flug.
 

 

Í Hljómskálagarðinum frá 13:00 til 17:00 munu skátarnir bregða á leik og meðal annars bjóða gestum í allskonar hoppukastala, að spreyta sig í klifurturninum og versla vöfflur, candyfloss og gleðilegan þjóðhátíðar varning. Auk þess verður svið með allskyns barna og fjölskyldudagskrá, íþróttasýningum og fjölskyldudansleik.
Við hlökkum til að sjá ykkur hress og kát 17. júní!
 

Skátar fagna sumri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skátar í Reykjavík fagna sumardeginum fyrsta á fimmtudaginn eins og venjan er. Skátasamband Reykjavíkur bíður ásamt Bandalagi íslenskra skáta til sumarfagnaðar í Hallgrímskirkju kl 11.00. Skátakórinn sér um að halda stemningu í kirkjunni með skáta og sumarsöngvum og ræðumaður dagsins verður Eva Björk Valdimarsdóttir . Skátafélögin taka svo þátt í skemmtidagskrá víðsvegar um borgina á sínu starfssvæði.  Allir Hoppukastalar Skátalands verða í útleigu á sumardeginum fyrsta víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og um að gera að skanna svæðið og prófa þá flesta.

Kröftugir Reykjavíkurskátar

Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur var haldinn í gærkvöldi. Fundinn var vel sóttur af fulltrúum frá öllum skátafélögunum í Reykjavík, Árbúum, Garðbúum, Haförnum, Hamri, Landnemum, Segli,Skjöldungum og Ægisbúum.

Formaður SSR, Hrönn Þormóðsdóttir setti fundinn en fundarstjóri var kjörinn Matthías Pétursson, Skjöldungum og  fundarritari Sonja Kjartansdóttir, Segli. Í upphafi fundar fór fram afhending heiðursmerki SSR og að þessu sinni var Jónatani Smára Svavarssyni fráfarandi formanni ÚVR, Fríðu Björk Gunnarsdóttur, Landnemum og Matthías Pétursyni, Skjöldungum afhent Silfurmerki SSR fyrir gott starf og fengu þau jafnframt viðeigandi hróp frá fulltrúum fundarins.

 

Hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram samkvæmt lögum sambandsins, ársskýrsla SSR, yfirferð og afgreiðsla reikninga og fjárhagsáætlunar. Þá voru kosningar og var Baldur Árnason, Segli kjörinn nýr í stjórnina en endurkjörin voru Hrönn Þormóðsdóttir, Landndemum formaður og Arthúr Pétursson, Landnemum gjaldkeri. Einnig var kosið um tvo varamenn og voru Páll L. Sigurðsson, Segli kjörin til tveggja ára og Sif Pétursdóttir, Ægisbúum til eins árs.

Eftir aðalfundinn er stjórnin þannig skipuð

Hrönn Þormóðsdóttir formaður

Haukur Haraldsson varaformaður

Arthúr Pétursson gjaldkeri

Valborg Sigrún Jónsdóttir ritari

Baldur Árnason meðstjórnandi

Varamenn

Páll L. Sigurðsson

Sif Pétursdóttir

Engar breytingar urðu á nefndum og ráðum SSR en hægt er að skoða fulltrúa nefndanna hér.  En ljóst er að Eva María Sigurbjörnsdóttir, Árbuum mun ekki gefa ekki kost á sér áfram í Hafravatnsráð en stjórn SSR mun skipa í stöðuna samkvæmt lögum SSR..

Undir liðnum önnur mál var kynning á stöðu mála og framtíðarvonum á Hafravatnssvæði Skátasambandsins. Þá var einnig samþykkt samhljóða ályktun til Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um kynningu á tómstundastarfi barna og unglinga í skólum borgarinnar. Í lok afar ánægjulegs fundar þakkaði formaður sjálfboðaliðum skátastarfsins vel unnin störf og síðan var Bræðralagssöngurinn sunginn.

 

 

Aðalfundur SSR 26.mars

Fundarboð

Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur 2015 verður haldinn í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 , fimmtudaginn 26. mars 2015 kl. 20:00

Dagskrá fundarins eru skv. lögum SSR gr: 2.6.

Kosning fundarstjóra og ritara.
Lögð fram skýrsla stjórnar. – Umræður.
Lagðir fram endurskoðaðir reikningar og fjárhagsáætlun til eins árs. – Umræður.
Tillögur um lagabreytingar kynntar. – Umræður.
Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga, skýrslu stjórnar, reikninga og fjárhagsáætlunar.
Kosning stjórnar, sbr ákveði 2.7, og tveggja varamanna. Kosið skal í hvert embætti fyrir sig.
Kosning tveggja skoðunarmanna.
Kosning þriggja manna í laganefnd og þriggja manna í uppstillingarnefnd fyrir næsta aðalfund og skal formaður kosinn sérstaklega. Kjósa skal sérstaklega um hvern mann.
Kosning eins fulltrúa af tveimur í eftirtalin ráð og nefndir: Minjanefnd, Úlfljótsvatnsráð og Hafravatnsráð. Kosningin er til tveggja ára.
Önnur mál.

Hér má sjá tillögur Uppstillingarnefndar og Laganefndar fyrir aðalfundinn.

Tillaga uppstillingarnefndar

Lagabreytingartillögur 2015

Ársskýrsla SSR

 

Lög SSR  má finna á http://ssr.is/log-ssr/

 

 

Aðalfundur Landnema

Aðalfundur Landnema 2015…
…var haldinn fimmtudaginn 5. mars s.l. í Háuhlíð 9. Félagsforinginn,Arnlaugur Guðmundsson setti

fundinn og var Haukur Haraldsson kosinn fundarstjóri og Fríða Björk Gunnarsdóttir fundarritari.

Aðalfundarstörfin fóru fram samkvæmt lögum félagsins; skýrsla stjórnar og reikningar afgreiddir en engar lagabreytingar lágu fyrir. Fundurinn var allvel sóttur og þótt hann hafi ekki verið átakamikill er hugur í Landnemum. – Enda bauð félagið fundarmönnum upp á pizzu til í fundarhléi!

 

Stjórn Landnema skipa nú: Arnlaugur Guðmundsson félagsforingi, Kári Brynjarsson aðstoðarfélagsforingi, Elmar Orri Gunnarsson gjaldkeri, Halldóra Hinriksdóttir og Jónas Grétar Sigurðsson meðstjórnendur.

– Kraftur í Landnemum enda hillir í Landnemamótið í Viðey seinnipartinn í júní, en mótsstjórnin hefur hafið störf fyrir all-löngu.

 

 

 

Hvetjum skátafélögin í Reykjavík til þess að senda inn upplýsingar frá aðalfundum sínum ásamt mynd og texta til þess að birta á ssr.is