Hamar á fullu skriði.

Allt er komið á flúgandi ferð hjá Skátafélaginu Hamri í Grafarvogi.

Aðalfundur félagsins var haldinn 12. mars s.l. í skátaheimilinu við Logafold. Góð mæting var á fundinum, góð blanda af starfandi skátum, eldri félögum og foreldrum skáta. Formaður og aðrir stjórnarmenn Skátasambands Reykjavíkur mættu líka sem gestir. Hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram samkvæmt lögum félagsins og ný stjórn félagsins var kjörin. Hana skipa nú: Hulda Lárusdóttir félagsforingi, Ágúst Arnar Þráinsson aðstoðarfélagsforingi, Guðrún Lárusdóttir ritari, Sigríður Gerða Guðmundsdóttir gjaldkeri og Gunnar Örn Angantýsson meðstjórnandi. Auk þeirra voru kjörnar Kristín Áskelsdóttir og Írena Játvarðsdóttir sem deildarforingjar. Birta Baldursdóttir var kjörin endurskoðandi reikninga. Þessi glæsilegi hópur tekur við af stjórn Skátasambands Reykjavíkur en hún sat sem stjórn Hamars samkvæmt ósk fráfarandi stjórnar félagsins.

Að loknum kosningum tók Hrönn Þormóðsdóttir formaður SSR til máls og sæmdi þær stöllur Kristínu, Birtu og Írenu heiðursmerki Skátasambands Reykjavíkur úr bronsi fyrir óeigingjarnt starf fyrir skátastarf í Hamri. Einnig var Hulda Lárusdóttir nýr félagsforingi sæmd heiðursmerki SSR úr bronsi, til hvatningar í hinu nýja starfi sínu til bjartra tíma í skátastarfinu. Var ánægjulegum aðalfundi þá lokið en fundarstjóri var Júlíus Aðalsteinsson, félagsmálastjóri BÍS.

 

Stjórn SSR þakkar öllum þeim sem komu að skátastarfi í Hamri og undirbúningi þessa fundar fyrir ánægjulegt samstarf og óskar nýrri stjórn Hamars og skátastarfinu öllu velferðar og hlakkar til að eiga gott samstarf við félagið í framtíðinni. Áfram Hamar!

 

Hvetjum skátafélögin í Reykjavík til þess að senda inn upplýsingar frá aðalfundum sínum ásamt mynd og texta til þess að birta á ssr.is

  • Permalink Gallery

    Búið að opna fyrir skráningu í Sumarbúðir á Úlfljótsvatni

Búið að opna fyrir skráningu í Sumarbúðir á Úlfljótsvatni

Þann 15. mars 2015 opnar fyrir skráningu í sumarbúðir skáta. Um leið opnar nýr vefur sumarbúðanna formlega. Veffangið er www.sumarbudir.is  Þar verður hægt að finna allar upplýsingar um sumarbúðirnar og skrá þátttakendur til leiks.

Áhugasömum er bennt á að skrá sem fyrst þar sem að takmarkað pláss er í boði.

Eins og undanfarin ár verður boðið upp á sumarbúðir fyrir 8-10 ára, 10-12 ára og 13-15 ára.

Sjáumst í sumar

Aðalfundarboð SSR

Fundarboð

Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur 2015 verður haldinn í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 , fimmtudaginn 26. mars 2015 kl. 20:00

 

Dagskrá fundarins eru skv. lögum SSR gr: 2.6.

Kosning fundarstjóra og ritara.
Lögð fram skýrsla stjórnar. – Umræður.
Lagðir fram endurskoðaðir reikningar og fjárhagsáætlun til eins árs. – Umræður.
Tillögur um lagabreytingar kynntar. – Umræður.
Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga, skýrslu stjórnar, reikninga og fjárhagsáætlunar.
Kosning stjórnar, sbr ákveði 2.7, og tveggja varamanna. Kosið skal í hvert embætti fyrir sig.
Kosning tveggja skoðunarmanna.
Kosning þriggja manna í laganefnd og þriggja manna í uppstillingarnefnd fyrir næsta aðalfund og skal formaður kosinn sérstaklega. Kjósa skal sérstaklega um hvern mann.
Kosning eins fulltrúa af tveimur í eftirtalin ráð og nefndir: Minjanefnd, Úlfljótsvatnsráð og Hafravatnsráð. Kosningin er til tveggja ára.
Önnur mál.

 

 

Stjórnarkjör aðalfundar er samkv. lögum SSR gr: 2.7.

Stjórn SSR skal skipuð fimm mönnum: Formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Kjörtímabilið er tvö ár. Formaður og varaformaður skulu ekki kjörnir á sama ári. Láti einhver stjórnarmanna af störfum á milli aðalfunda skal stjórnin skipa annan í hans stað.

Til kjörs í stjórn eru eftirfarandi

Formaður,  Hrönn Þormóðsdóttir gefur kost á sér til endurkjörs

Gjaldkeri, Arthúr Pétursson gefur kost á sér til endurkjörs

Meðstjórnandi til Baldur Árnason

Varamaður til tveggja ára, Páll L. Sigurðsson

Varamaður til tveggja ára nýtt embætti

Til kjörs í ráð og nefndir eru eftirfarnandi.

 

Úlfljótsvatnsráð: Sveinbjörn Lárusson gefur kost á sér til endurkjörs

Hafravatnsráð: Guðmundur Þór Pétursson gefur kost á sér til endurkjörs

Á aðalfundi 24.mars 2014 voru eftirtaldir skátar kjörnir í Uppstillingarnefnd og Laganefnd til eins árs:

Í Uppstillingarnefnd: Helgi Jónsson formaður, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Jóhanna Þorleifsdóttir.

Í Laganefnd: Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir formaður, Arnlaugur Guðmundsson og Sigurjón Einarsson.

Lög SSR má finna á http://ssr.is/log-ssr/

Fundargerð síðasta aðalfundar má finna http://ssr.is/gagnasafn/

 

Fundarboð þetta er sent með netpósti á stjórn SSR, félagsforingja skátafélaganna í Reykjavík og fulltrúa SSR í nefndum og ráðum.

 

Tillögur til Uppstillinganefndar og Laganefndar […]

Afmæli Skátafélaga

22.febrúar s.l.fagnaði Skátafélagið Árbúar 38 ára starfsafmæli og Skátafélagið Segull 33 ára starfsafmæli. Stjórn Skátasambands Reykjavíkur óskar félögunum til hamingju með afmælið. En skátar  halda daginn hátíðlega um allan heim ár hvert. Dagurinn er haldinn í tilefni þess að þann dag árið 1857 fæddist Lord Baden Powell, stofnandi skátahreyfingarinnar.

Einnig óskum við Skátafélaginu Hamri til hamingju en félagið er að hefja sitt 13 starfsár. Þann 7.febrúar 2002 sameinuðust Skátafélagið Vogabúar(1988) og Skátafélagið Dalbúar(1969) í Skátafélagið  Hamar.

Efla þjónustu á Úlfljótsvatni

Tjaldbúð á Úlfljótsvatni

Mikill sóknarhugur ríkir hjá stjórnendum Úlfljótsvatns að efla þar ferðaþjónustu og renna með þeim hætti styrkari stoðum undir rekstur staðarins og þjónustu. Auk almennrar uppbyggingar og samvinnu við aðra í ferðaþjónustuaðila á svæðinu verður góð tenging Úlfljótsvatns við skátastarf nýtt til sóknar.

Í ársbyrjun var hrundið af stað markaðsátaki sem miðar að því að fjölga erlendum skátahópum á Úlfljótsvatni. Ákveðið var horfa sérstaklega til bandarískra skáta en þeir eru um 7 milljón talsins.  Átakið er styrkt af Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) enda má búast við að svæðið allt njóti góðs af öflugum alþjóðatengingum skáta.
Náðu strax góðum samböndum
Guðmundur Finnbogason framkvæmdastjóri Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni og Elín Esther Magnúsdóttir dagskrárstjóri fóru fyrir hönd Úlfljótsvatns til Bandaríkjanna um mánaðarmótin janúar og febrúar.  Þau hittu fulltrúa tíu svæðisskrifstofa skáta á Boston og New York svæðinu ásamt því að skoða Alpine skátamiðstöðina sem er í eigu skáta í New York.

„Ferðin tókst frábærlega. Við funduðum með fjölmörgum aðilum bæði frá Boy scouts of America og Girl scouts USA. Allir tóku okkur frábærlega. Fannst verkefnið og tilboðin okkar hljóma mjög spennandi og voru tilbúnir að kynna okkur til sinna félaga,“ segir Guðmundur um ferð hans og Elínar, Hann segir að allir sem þau hittu hafi verið mjög hrifnir af framtaki þeirra og fyrirhöfn og líklega hafi þau orðið eftirminnilegri því voru á ferð þegar mesti stormur í langan tíma geisaði.  „Raunar vissum við ekki alveg við hverju við áttum að búast, hvort að svæðisskrifstofurnar væri rétti staðurinn til að sækja eða hvort að þær væru til í að kynna okkur. Það kom í ljós að við hefðum ekki getað hitt á betri leið til að kynna starfsemi okkar.“

Úlfljótsvatn er á mjög samkeppnishæfu verði
Skrifstofurnar þjóna 10-50 þúsund skátum hver auk sjálfboðaliða. […]

Skarpari sýn á grunngildi skátahreyfingarinnar

Margir þættir í skátaaðferðinni eins og hjálpsemi, samfélagsþátttaka, flokkakerfið, útilíf, leikir og reynslunám, nutu sín þegar Vetrarmót var haldið á Úlfljótsvatni í janúar. Nú reynir á að grípa rétta andann inn í lög BÍS.

Mjög umfangsmiklar breytingar á lögum Bandalags íslenskra skáta (BÍS) verða lagðar til á næsta skátaþingi. Undirbúningur hefur staðið lengi og hafa margir skátar tekið þátt í þeirri vinnu.

Á félagsforingjafundi sem haldinn verður á Úlfljótsvatni  næstkomandi  laugardag, 7. febrúar,  verða tillögur laganefndar kynntar ítarlega og á næstu vikum verða haldnir opnir kynningarfundir.  Neðst í þessari frétt eru öll gögn aðgengileg.
Samfélag, siðferði og aðferð
Grunngildi skátahreyfingarinnar fá mikið vægi í tillögunum og er þeim skipt í samfélagsleg, siðferðileg og aðferðafræðileg gildi. Samfélagslegu gildintengjast hlutverki skátahreyfingarinnar sem alþjóðlegri uppeldis- og friðarhreyfingu sem stuðlar að menntun ungs fólks með sjálfsnámi og er öllum opin. Undir siðferðilegu gildin falla skátaheit og skátalög. Þriðji þátturinn lítur að aðferðinni eða þeim gildum sem felast í skátaaðferðinni, sem byggir á virkni þátttakenda með stigvaxandi sjálfsnámi í takt við aldur og þroska þeirra undir leiðsögn fullorðinna. Til skátaaðferðarinnar heyra auk siðferðilegu gildanna nokkrir lykilþættir svo sem hjálpsemi, samfélagsþátttaka, flokkakerfið, táknræn umgjörð, útilíf, umhverfisvernd, leikir og reynslunám.

Breytingar í takt við þróun starfsins
Tillagan að nýjum lögunum ramma inn þær breytingar sem skátahreyfingin hefur verið að ganga í gegnum.  Íslenskir skátar hafa gert áherslubreytingar á dagskrá sinni.  Þá hafa einnig orðið breytingar á alþjóðavettvangi og horfði laganefnd til þess að gætt væri samræmis við alþjóðasamtökin.  Þar er vísað til  „Constitution“ WOSM og WAGGGS   (World Organization of the Scout Movement og World Association of Girl Guides and Girl Scouts).  Nánar má sjá um þau mál á vefsíðum alþjóðasamtakanna  og einnig var á þriðjudag frétt um þetta efni  hér á Skátamálum: Skoða frétt: Skátafélögin og framtíðarsýn […]

Einstaklega vel heppnað Vetrarmót

Stórglæsilegt vetrarskátamót var haldið að Úlfljótsvatni 16. – 18. janúar.
Um 150 skátar úr öllum skátafélögunum í Reykjavík voru samankomnir fyrir austan og nutu samvista og vetrarríkis. Alltaf kemur betur og betur í ljós, áratugunum saman, hversu mikilvægt Úlfljótsvatn er fyrir skátastarfið. Afar fjölbreytt dagskrá var í boði í aldeilis frábæru, köldu og björtu veðri. -Snjóhúsagerð, hjálp í viðlögum, sleðarennsli, kyndla- og varðeldagerð, klifur og margt fleira. Yngstu krakkarnir hittu nýja skátafélaga úr öðrum skátafélögum og hin eldri sváfu sum úti í tjöldum. Öll voru glöð og kát við heimkomu og að sjálfsögðu örþreytt. Bestur þakkir eru sendar til allra þeirra sem stóðu að undirbúningi að mótinu og einnig þeirra fjölmörgu sem mættu og aðstoðuðu við framkvæmd mótsins.

 

 

Við sem stóðum að mótinu viljum gjarnan fá að heyra hvort eitthvað er sem betur hefði mátt gera og einnig væri gaman að heyra af því sem stóð uppúr í upplifun hjá þátttakendum. Þannig getum við bætt okkur og haldið kúrs í því sem vel er gert.

Við ætlum að hittast í kvöld í Skjöldungaheimilinu og nánari upplýsingar má finna hér

Hér að neðan má svo sjá skemmtilegt myndband þegar er verið að slíta þessu einstaklega skemmtilega Vetrarmóti Reykjavíkurskáta,

 

 

Á vefnum http://skatamal.is/  eru fréttir af mótinu.

Myndir frá mótinu er hægt að nálgast á eftirfarandi stöðum

Myndasíðu mótsins
facebook.com/skatarnir
instagram undir kassamerkinu #vetrarmot
Facebook síðum skátafélganna.

 

Óskilamuni frá mótinu er hægt að nálgast á skrifstofu Skátasambandsins í Hraunbæ 123 milli klukkan 10-16

 

með skátakveðju,

Jón Andri Helgason, verkefnastjóri Skátasambands Reykjavíkur og mótsstjóri Vetrarskátamóts, s. 577 4500

Fjör á Vetrarmóti

Fálkaskátar úr Ægisbúum á leið á sitt fyrsta vetrarskátamót.

Það var handagangur í öskjunni við Skátamiðstöðina í Hraunbæ í kvöld þegar Reykjavíkurskátar flykktust að með sitt hafurtask. Nokkrir rútubílar höfðu komið sér vel fyrir og voru reiðubúnir að innbyrða vel á annað hundrað skáta úr Reykjavík og þeirra föggur og flytja góssið austur á Úlfljótsvatn þar sem Vetrarmót Reykjavíkurskáta fer fram um helgina.
„Þetta er búið að að vera ævintýri líkast síðustu vikurnar og nú er komið að því að gera gott mót“, segir Jón Andri Helgason, verkefnastjóri Skátasambands Reykjavíkur. „Þetta byrjaði sem lítil hugmynd á sameiginlegum fundi skátafélaganna í Reykjavík fyrir stuttu síðan þegar við vorum að ræða saman um hvað skátafélögin í Reykjavík gætu gert til að efla sameiginlegt starf. Þá kom upp þessi klikkaða hugmynd um að halda vetrarskátamót og bjóða skátum frá 10 ára aldri (Fálkaskátum) að vera með. Okkur fannst þetta nægjanlega biluð hugmynd til að tékka betur á þessu“, segir Jón Andri.

Ekkert okkar óraði fyrir því að við stæðum hér í kvöld með sneisafullt planið af rútum, liðlega 200 þátttakendur eru mættir hér við Skátamiðstöðina ásamt fjölskyldum sínum og ekki má gleyma 30-40 manna hópi sjálfboðaliða úr röðum eldri skáta sem eru komnir til að halda utan um pakkann og sá hópur hefur einnig lagt fram mikla vinnu við undirbúninginn“ segir Jón Andri og er að vonum kátur með upphaf mótsins.
Ungir viðburðastjórnendur
Haukur Haraldsson, Landnemi og stjórnarmaður í stjórn Skátasambands Reykjavíkur tók í sama streng: „Það er meðbyr með skátastarfi í borginni eins og reyndar um allt land. Við búum vel að frábæru ungu fólki sem leiðir starfið og viðburði af þessu tagi. Það er auðvitað dýrmætt fyrir okkur eldra liðið að fá að fljóta með, svona til að þykjast vera […]

Allir með skátaklút á Vetrarmótinu.

 Allir með skátaklút á Vetrarmótinu.
Loksins er runninn upp dagurinn sem Vetrarmótið hefjist. Undirbúningurinn er á lokastigi og allt er að smella. Undirbúningshópurinn hittist í gærkvöldi og fór yfir málin og allt í ferli varðandi undirbúningin og allir eru orðnir þvílíkt spenntir.

Við minnum alla skáta um að mæta með skátaklútinn á mótið en hann er okkar helsta sameiningartákn og mun klúturinn nýtast vel um helgina.

Veðurspáin er góð en má búast við að það verði kalt á Úlfljótsvatni og því mikilvægt að mæta vel klæddur.

 

 

 

Hægt er að skoða útbúnaðarlista hér til hliðar sem og dagskrá helgarinnar.

150 Reykjavíkurskátar í Útilegu á Úlfljótsvatn

 

150 Reykjavíkurskátar í Útilegu á Úlfljótsvatn
Þegar aðeins tveir dagar eru til stefnu eru 140 skátar  skráðir á Vetramót Reykjavíkurskáta sem hefst næst  komandi föstudag og stendur yfir alla helgina á  Úlfljótsvatni. Undirbúningur hefur staðið yfir frá lok  september og standa félögin í Reykjavík saman að  undirbúningi. Lagt verður að stað frá  Skátamiðstöðinni í Hraunbæ 123 á föstudagskvöld  klukkan 20:00 og áætluð í Skátamiðstöðina á  sunnudeginum er klukkan 16:00.

Mótsgjaldið er 4000 kr fyrir helgina og innifalið er fullt fæði, dagskrá, ferðir skálagjald og mótsmerki. Mikilvægt er að ganga frá greiðslum til síns skátafélags áður en lagt er af stað frá Reykjavík á föstudaginn.

Allir þeir sem stefna að því að mæta hvort sem það er stutt heimsókn verða að skrá sig á https://secure.skatar.is/felagatal/eventRegistration.aspx.

Aðaláherslan verður á vetrarútivist og skátarnir fái að njóta sín í vetrar náttúrunni og má nefna dagsskrá liði eins og hópeflisleikir, Risa næturleikur, póstaleikur þar sem verður farið í bogfimi, sig í stóra turninum á Úlfljótsvatni og svo í fyrsta skipti verður hægt að prófa hoppukasta um hávetur!!!