Velunnurum og sjálfboðaliðum skátastarfsins þakkað.

Fimmtudaginn 4. desember s.l. efndi Skátasamband Reykjavíkur til aðventufagnaðar í skátaheimili Árbúa að Hraunbæ 123 í Reykjavík. Var þetta uppdekkað matarboð, fínasta fínt með laxaréttum í forrétt, hangikjöt með góðu meðlæti í aðalrétt og kaffi á eftir. Til veislunnar var boðið stjórnum allra skátafélaganna í Reykjavík, velunnurum skátastarfsins og samstarfsfólki í Skátamiðstöðinni. Samkoman hófst með ávarpi Hrannar Þormóðsdóttur, formanns SSR þar sem hún m.a. þakkaði sjálfboðaliðum dygga aðstoð við skátastarfið. Það má nefnilega með sanni segja að sjálfboðaliðum skátastarfs er sjaldnast þakkað nægilega óeigingjarnt framlag við margskonar verkefni. Var síðan gengið til borðhaldsins og gerður góður rómur að, enda undir forsjá Arthurs Péturssonar, gjaldkera SSR. Eftir að veilsuföngum hafði verið gerð góð skil voru sungnir jólasöngvar undir stjórn veislustjórans sem var Siggi Úlla, Skjöldungur.

Þetta var vel heppnuð og skemmtileg stund í aðdraganda jólanna.

 

Aðventuhátíð og jólahlaðborð á Úlfljótsvatni

Sunnudaginn 30. nóvember bjóðum við til einstakrar ævintýrastundar að Úlfljótsvatni í tilefni þess að hátíð ljóss og friðar er á næsta leiti.

Gamanið hefst kl. 13:00 með piparkökubakstri og föndurstund. Kl. 16:00 verður boðið upp á notalega stund við eldinn; rjúkandi hátíðarkakó og jólasveinapönnukökur, auk þess sem hægt er að smakka á piparkökubakstri dagsins.

Borðhald hefst svo klukkan 18.00, þegar glæsileg jólahlaðborð verður framreitt. Sérstök áhersla er lögð á að allir í fjölskyldunni finni eitthvað við sitt hæfi.

Gáttaþefur mun reka inn trýnið og spjalla við börnin. Hann er öllum hnútum kunnugur á Úlfljótsvatni og mun leiða þá sem vilja upp í hlíðar Úlfljótsvatnsfjalls þar sem hægt verður að höggva jólatré og taka með heim gegn vægu gjaldi.

Auk þess sem hér er upp talið verður meðal annars boðið upp á æsispennandi eplabogfimi þar sem vinningshafinn fær möndlugjöf. Láttu aðventuna hefjast á notalegri samverustund með fjölskyldu og vinum.

MATSEÐILL JÓLAHLAÐBORÐS:
•Síldarréttir og lax með heimabökuðu rúgbrauði
•Sjávarréttapate og villibráðarkæfa
•Nýbakað brauð og sérlöguð krakkasúpa með pastaskrúfum

•Kalt hangikjöt með uppstúf og kartöflum
•Heit kalkúnabringa með sykurgljáðum kartöflum og kalkúnasósu
•Purusteik að hætti Úlfljótsvatns

•Heimalagað rauðkál
•Eplasalat með valhnetum
•Bakað rótargrænmeti
•Kalkúnasósa
•Grænar baunir
•Kaldar sósur
•Brakandi ferskt salat

•Volg súkkulaðiköku
•Ris a´la mande með kirsuberjasósu
•Smákökur

Verð:
0-5 ára: frítt
6-12 ára: 3.400 kr.
13 ára og eldri: 6.900 kr.
Smelltu hér til að bóka

Víkinganámskeið á Úlfljótsvatni

Víkinganámskeið ÚSÚ

október 17 @ 20:00 – október 19 @ 15:00
| 7900kr.

Spennandi víkinganámskeið sem stendur frá föstudegi til sunnudags. Þátttakendur læra undirstöðuatriði Bogfimi, víkingahandverk og spennandi víkingaleiki. Auðvitað verður svo kvöldvaka að víkinga/skátasið.
Námskeiðið er fyrir dróttskáta og eldri(13+).

Innifalin er allur matur allan frá kvöldkaffi á föstudegi fram á hádegi á sunnudagi. Öll kennsla og búnaður sem þarf að nota ásamt rútu
Námskeiðið kostar 7.900.-

Gisting í skálum eða tjöldum á Úlfljótsvatni og rúta til og frá Úlfljótsvatni.

Þátttakendur þurfa að vera vel búnir til útiveru og með svefnpokan með sér. Það er ekki verra ef menn eiga smá víkingafatnað til að skarta.

Æskilegt (en ekki nauðsynlegt) er að hverjum dróttskátahóp fylgi foringi sem hefur náð 18 ára aldri.
Rúta fer frá Hraunbæ 123 (Skátamiðstöðinni) klukkan 20:00 á föstudag og heim klukkan 14:00 á sunnudag.

Smelltu hér til að skrá þig: https://secure.skatar.is/felagatal/eventRegistration.aspx

Rekkaskátakvöld Landnema

Rekkaskátakvöld 12. október
RS Plútó og Skátafélagið Landnemar bjóða öllum Rekkaskátum á Reykjavíkursvæðinu og víðar að á Rekkaskátakvöld í skátaheimili Landnema að Háuhlíð 9, sunnudaginn 12. október. Húsið opnar 20:00 og gert ráð fyrir að því loki aftur um 23:00.

Um er að ræða kaffihúsakvöld þar sem seldar verða vöfflur, uppáhelling og kakó gegn einstaklega vægu gjaldi og fjögurra skáta pubquiz um skátahreyfinguna. Vonumst til að sjá húsið fyllast af Rekkaskátum.

Facebook viðburður

https://m.facebook.com/events/1495722627348843/?context=create&previousaction=create&ref_dashboard_filter=upcoming&source=49&sid_create=2123056315

Viðburðarskráning skáta

https://secure.skatar.is/felagatal/eventRegistration.aspx

Foringjaferð hjá Skjöldungum

Ferðin skilur mikið eftir sig og var góð upplifun. Hér er hópurinn samankominn í Adrenalíngarðinum.

Adrenalíngarðurinn, bogfimi og fræðsla um flokkakerfið var meðal þess sem var á dagskrá hjá foringjahópi skátafélagsins Skjöldunga um síðustu helgi.  Guðmundur Pétursson félagsforingi var ánægður með stemninguna í hópnum en þrír úr stjórn fóru með foringjum og foringjaefnum í þessa hvata- og fræðsluferð.
Byrjað var í Adrenalíngarðinum á föstudag og síðan farið í steik og bogfimi til Guðmundar Finnbogasonar á Úlfljótsvatni þar til laust eftir miðnætti á föstudagskvöld.

Á laugardag fengu Skjöldungar þau Ingu Mosverja og Gísla Vífil til að vera með fræðslu um flokkakerfið og hvernig best er að halda utan um það og láta einstaklingana njóta sín í flokkunum.

„Krakkarnir njóta sín oft best í minni hópum og vinatengslin verða miklu sterkari,“ segir Guðmundur.  „Enda flokkakerfið ekki ein af leiðunum til að stunda skátastarf heldur EINA leiðin eins og Gísli var að vitna í Baden Powell hér rétt áðan.  Við erum að endurvekja flokkakerfið, en það lagðist af fyrir næstum tíu árum og eingöngu keyrt á vikulegum sveitarfundum. Ég hef stefnt að því að endurvekja flokkana frá því ég tók við sem félagsforingi fyrir fjórum árum, og nú sýnist mér að við séum tilbúin í það verkefni.“ segir hann.  „Umræðan um helgina hefur verið mjög góð.“

Atli og Rakel í bogfimi á Úlfljótsvatni.
Frábært hópefli – og gott að vera án krakkaskarans
„Mér fannst foringjaferðin vera frábært hópefli og góð leið til þess að hrista hópinn saman, þrátt fyrir það að við þekkjumst auðvitað vel og höfum lengi verið saman í Skjöldungum. Það er alltaf gott að ná að gera eitthvað með þessum hóp án krakkaskarans,“ segir Orri Úlfarsson einn foringjanna í Skjöldungum og hann er ánægður með áhersluna á skátaflokkana.  „Kynningin á flokkastarfinu […]

Ertu búin að skrá þig á fræðslukvöld?

„Í skátastarfi eru óteljandi möguleikar á skemmtilegu, fræðandi og gefandi alþjóðlegu starfi, sem hægt er að fá styrki til og eru því ódýr kostur fyrir ungt fólk“, segir Jón Þór Gunnarsson, formaður alþjóðaráðs BÍS, en Jón Þór verður með fræðandi og fjárhagslega hagkvæman fyrirlestur á fræðslukvöldi næstkomandi fimmtudag 18. september í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ 123 um styrkjamöguleika í alþjóðastarfi og Erasmus + áætlun Evrópusambandsins – áður þekkt sem sjóðurinn Evrópa unga fólksins. „Mig langar að kynna fyrir ungmennum í skátastarfi, félögum og stjórnum þeirra og bara öllum þeim sem hafa áhuga þær margvíslegu leiðir  sem bjóðast í að fjármagna alþjóðlegt skátastarf“.
Vel fjármagnað alþjóðastarf laðar að ungmenni til starfa í skátafélögum.
Jón Þór segir alþjóðatengingu skáta laða að ungmenni í skátastarf sem styrki félögin verulega og það framboð sem þau geta boðið sínum ungmennum. „Það er mikilvægt að við látum unga fólkið okkar vita af öllum þeim möguleikum sem eru fyrir hendi og líka fullorðna fólkið sem einnig getur sótt sér styrki og fræðslu erlendis í tengslum við vinnu þess í skátafélögunum“.

Það er  því til mikils að vinna að mæta í Skátamiðstöðina næsta fimmtudagskvöld og koma þaðan margs vísari – og kannski ríkari … af hugmyndum og möguleikum til að fá flugmiða á góðu verði í skemmtileg skátaævintýri í útlöndum.

Skráningu á fræðslukvöldið er hægt að gera í gegnum félagatal hér::   eða  á facebook – viðburð fræðslukvöldsins  hér::

Allir 16 ára og eldri , skátar, stjórnir og starfsmenn skátafélaga, bakland og áhugafólk um  skátastarf eru velkomnir á fræðslukvöldin í Skátamiðstöðinni.

Fræðslukvöld eru ókeypis.

Elín Esther ráðin dagskrástjóri á Úlfljótsvatni

Útivistin heillar Elínu og hún er virk í björgunarstarfi.

Elín Esther Magnúsdóttir hefur verið ráðin dagskrárstjóri Útilífsmiðstöðvarinnar á Úlfljótsvatni og er hún þessa dagana að setja sig inn í nýja starfið.  Elín er að vísu flestum hnútum kunnug á Úlfljótsvatni en hún starfaði þrjú sumur í Sumarbúðum skáta og hefur komið að ýmsum viðburðum á Úlfljótsvatni. Stjórn Skátasambandins Býður Elínu Esther velkominn til starfa.

Elín Esther er ánægð með nýja starfið

„Ég á margar góðar minningar frá  Úlfljótsvatni og ber sterkar taugar til staðarins. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með uppbyggingunni þar í gegnum árin en kannski löngu orðið tímabært að stökkva af hliðarlínunni og taka virkan þátt í henni,“ segir Elín Esther um ástæðuna fyrir því hún sótti um starfið.
Vön að vinna mikið og undir álagi
„Það heillar mig hvað starfið er fjölbreytt og ekki síður að það snýst að svo miklu leiti um áhugamál mín – hvort sem það er að skipuleggja ævintýrilegar upplifanir, eins og ég hef gert í mörg ár í skáta- og björgunarsveitarstarfi, útivistina eða að nota starfskunnáttu mína til að kynna Úlfljótsvatn fyrir heiminum,“ segir Elín.  „Ég er vön því úr fjölmiðlunum að vinna mikið og undir álagi, en það verður kærkomin viðbót við þá formúlu að eyða hluta vinnutímans undir beru lofti á einum af mínum uppáhaldsstöðum. Mér finnst ég mjög heppin að hafa fengið þetta tækifæri og ekki skemma vinnufélagarnir fyrir“.

Dagskrárstjóri sér um stefnumótun og þróun dagskrárliða, stýrir dagskrá fyrir skólabúðir og sumarbúðir auk þess að taka á móti hópum, til dæmis í hópeflis- og hvataferðir. Þá kemur dagskrárstjóri meðal annars að markaðssetningu og kynningu á staðnum í samstarfi við framkvæmdastjóra, auk þess sem það falla alltaf til einhver verkefni á lifandi stað eins og Úlfljótsvatni.
Spennandi tækifæri
„Ég mun jöfnum […]

Nýjar heimasíður fyrir Skátafélög

Sýnishorn af dæmigerðri heimasíðu skátafélags.

Samhliða vinnu við gerð kynningarvefsins www.skatarnir.is sem opnaði 2013, var unnin vefsíða fyrir skátafélögin og býðst öllum skátafélögum að taka þessa vefsíðu í notkun sér að kostnaðarlausu. Vefsíðan er unnin í vefumsjónarkerfinu WordPress en það er það kerfi sem BÍS hefur valið sér og nýtir bæði í www.skatarnir.is, www.skatamal.is og fleiri verkefni. Vefsíðan er unnin í svokallaðri „responsive“ tækni sem gerir það að verkum að hún er einnig aðgengileg í snjallsímum og á spjaldtölvum.
Skátafélögunum býðst að fá umrædda vefsíðu með öllum gögnum á ZIP-formi og er sú vinna sem lögð hefur verið í þá vefsíðu, ásamt öllum gögnum, í boði BÍS og hverju félagi að kostnaðarlausu. Þau félög sem hafa aðgang að tækniþekkingu geta því einfaldlega fengið þess gögn í tölvupósti og séð sjálf um að setja þau upp á því léni sem þau kjósa og aðlaga síðurnar að eigin þörfum.
Þarf félagið aðstoð?
Ef félagið þarf aðstoð við að setja vefinn upp er hægt að hafa samband við Guðmund Pálsson verkefnastjóra sem veitir allar nánari upplýsingar. Umfang aðstoðar við uppsetningu og frágang getur verið mismikið og fer algjörlega eftir því hvað hvert félag vill og greiðir félagið fyrir þá vinnu sem óskað er eftir. Til að glöggva sig á hugsanlegum kostnaði er best að félagið skoði hvaða þjónustuþætti óskað er eftir, hafi samband við Guðmund í kjölfarið sem gerir kostnaðaráætlun.

Hér að neðan eru nokkur dæmi um verkþætti sem veitt er aðstoð við:

Uppsetning á MySQL gagnagrunni og WordPress vefumsjónarkerfinu á léni (veffangi) félagsins.
Uppsetning á vefsíðu skátafélaga samkvæmt því dæmi sem BÍS hefur látið vinna (Skoða sýnishorn).
Innsetning á ljósmyndum sem félagið óskar eftir að hafa.
Innsetning á merki félagsins í haus og fót vefsíðunnar.
Skilgreining og stofnun undirsíðna eftir óskum félagsins.
Uppsetning og stillingar á viðburðardagatali eins og því sem notað er […]

Skátastarfið kynnt með myndrænum hætti

Sigurður tók myndir á Landsmótinu í sumar . Hér sýnir hann áhugasömum fyrirsætum árangurinn.

„Það er mikilvægt að við náum til fólks með kynningu á okkar flotta starfi,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson formaður upplýsingaráðs, en hann vill að skátarnir verði sýnilegir næstu vikurnar meðan starfið er að fara í gang. Hann hvetur skátafélögin til að fylgja sínum kynningarmálum vel eftir og nýta vel það sem upplýsingaráð og Skátamiðstöðin leggja af mörkum. „Það verður gaman að fylgja kynningarblaði, plaggötum og myndböndum úr hlaði. Ég vona að þau skapi umræðu og nýtist skátafélögunum vel í sínum kynningum“, segir Gunnlaugur.

Breyttir tímar kalla á nýjar leiðir í kynningastarfi, segir Gunnlaugur Bragi formaður upplýsingaráðs skáta

Áhersla verður lögð á samfélagsmiðlana og vísað verður á vefinnskatarnir.is sem opnaður var fyrir ári síðan og er enn nokkuð frískur. Guðmundur Pálsson vefhönnuður leggur nótt við nýtan dag að yfirfara alla tengla og uppfæra texta.

Nýr kynningarbæklingur er í prentun sem og plaggat með hvatningunni „Komdu í skátana!“  Skátafélögin fá bæklinga og plaköt til dreifingar, enda mikilvægt að það sé gert í samræmi við innritun félaganna og þeirra áherslur. Birgir Ómarsson auglýsingahönnuður setur sálina í útlitið.
Myndbönd að verða tilbúin
Þessa dagana er verið að útbúa vídeó og verður þeim deilt á vefinn mjög fljótlega. Efnið var tekið upp á Landsmótinu í sumar og er að meginuppistöðu viðtöl við skátana, sem segja frá sínu starfi og hvers vegna þau njóta þess. Bjarney Lúðvíksdóttir tók vídeóin og vann þau, en hún hefur meðal annars gert skemmtileg myndskeið fyrir Græna skáta. Kosturinn við myndböndin er að skátafélögin geta deilt þeim á sínar Facebook og aðrar samfélagssíður og vefi, en mikilvægt er að virkja sem flesta félaga til að miðla upplýsingum áfram, enda er kynningarfé af skornum skammti.
Gleðin veidd í linsuna
Á Landsmótinu […]

Skátar gegn hatursorðræðu

Boðskap gegn hatursorðræðu var haldið á lofti á Landsmóti skáta.

Skátarnir taka þátt í verkefninu „Ekkert hatur“, en það snýst um að vinna gegn hatursorðræðu á Íslandi og er sérstaklega beint gegn hatursáróðri og kynþáttafordómum. Verkefnið stendur fyrir jafnrétti, virðingu, mannréttindum og fjölbreytileika. Markmið þess er að stuðla að virtundarvakningu um hatusorðræðu á netinu meðal ungs fólks og styðja þau í verja mannréttindi á netinu og utan þess.
Hópur stofnana og samtaka á Íslandi stendur á bak við átakið og er það hluti af verkefni Evrópuráðsins sem ber heitið „No Hate Speech Movement“. Fyrir hönd Mennta- og menningarmálaráðuneytisins annast eftirtaldir aðilar útfærslu verkefnisins á Íslandi: SAFT, Heimili og skóli – Landssamtök foreldra, SAMFÉS, Landssamband æskulýðsfélaga og Æskulýðsvettvangurinn í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Allir eru hvattir til að hafa í huga að orðum fylgir ábyrgð og hugleiða eftirfarandi:
1. Það sem þú gerir á netinu endurspeglar hver þú ert. Hugsaðu áður en þú setur á netið.

2. Hugsaðu áður en þú deilir. Gjörðir á netinu hafa afleiðingar á raunverulegt fólk.

3. Enginn má birta meiðandi myndir eða ummæli um aðra. Það sem birt er á netinu verður ekki tekið til baka.

4. Hugsaðu áður þú birtir.

5. Það sem þú gerir á netinu getur komið í bakið á þér síðar.

Skátarnir stofnuðu sérstakan vinnuhóp til að fylgja verkefninu eftir innan sinna raða og var Bergþóra Sveinsdóttir formaður hans en auk hennar voru Liljar Már Þorbjörnsson og Hjördís Björnsdóttir úr Skátafélaginu Segli í vinnuhópnum.
Á dagskrá Landsmóti skáta nú í sumar gátu skátarnir tekið þátt í Instagram leik á vegum verkefnisins þar sem þau gátu tekið mynd af sér með ákveðin skilti með setningum á borð við: „Ekki vera pirrípú“, „talaðu með réttum enda“ og hashtaggað #Ekkerthatur og síðan sent myndina inn í keppnina. Þátttaka var […]