Eins og undanfarin ár sér Skátasamband Reykjavíkur um umsýrslu á söluleyfum fyrir Reykjavíkurborg í samstarfi við Þjóðhátíðarnefnd. Hægt er að nálgast allar upplýsingar og sækja um á vefsíðu skátalands  www.skataland.is/17juni.

Skilyrði

Skilyrði fyrir því að umsækjandi hafi möguleika á leigu á stæði undir sölutjald(úthlutun) er að um sé að ræða félagasamtök er sinna æskulýðs- íþrótta- og félagsstarfi í Reykjavík. Einstaklingar og fyrirtæki, sem og önnur félagasamtök en þau er uppfylla skilyrði eiga því ekki rétt á úthlutun. Þjóðhátíðarnefnd getur veitt undanþágu frá viðmiðun þessari í tilvikum ar sem félög starfa í Reykjavík þó svo þjónusta félaganna nái einnig út fyrir borgarmörkin. Skilyrði fyrir úthlutun er einnig að notuð verði tjöld sem leigð eru af SSR eða tjöld samþykkt af SSR.