Velunnurum og sjálfboðaliðum skátastarfsins þakkað.

Fimmtudaginn 4. desember s.l. efndi Skátasamband Reykjavíkur til aðventufagnaðar í skátaheimili Árbúa að Hraunbæ 123 í Reykjavík. Var þetta uppdekkað matarboð, fínasta fínt með laxaréttum í forrétt, hangikjöt með góðu meðlæti í aðalrétt og kaffi á eftir. Til veislunnar var boðið stjórnum allra skátafélaganna í Reykjavík, velunnurum skátastarfsins og samstarfsfólki í Skátamiðstöðinni. Samkoman hófst með ávarpi Hrannar Þormóðsdóttur, formanns SSR þar sem hún m.a. þakkaði sjálfboðaliðum dygga aðstoð við skátastarfið. Það má nefnilega með sanni segja að sjálfboðaliðum skátastarfs er sjaldnast þakkað nægilega óeigingjarnt framlag við margskonar verkefni. Var síðan gengið til borðhaldsins og gerður góður rómur að, enda undir forsjá Arthurs Péturssonar, gjaldkera SSR. Eftir að veilsuföngum hafði verið gerð góð skil voru sungnir jólasöngvar undir stjórn veislustjórans sem var Siggi Úlla, Skjöldungur.

Þetta var vel heppnuð og skemmtileg stund í aðdraganda jólanna.

 

Vetraskátamót Skátafélga í Reykjavík

Á félagsforingjafundi skátafélaga í Reykjavík sem haldin var 25.september var tekin ákvörðun um að haldin verði sameiginleg vetrarútilega Skátafélaganna í Reykjavík á Úlfljótsvatni þann 16.-18. janúar n.k. Hverju skátafélagi sem hyggst taka þátt í mótinu ber að skipa einn fulltrúa í undirbúningsnefnd sem sér um kynningu, dagskrá, og aðra tækilega þætti útilegunnar.

Fyrsti undirbúningsfundur verður haldinn 9. október kl 20:00 í Skátahorni( Rými skátasambandsins á fyrstu hæð skátamiðstöðvarinnar Hraunbæ 123. 

 

Skráning á undirbúningsfundinn er í viðburðarskráningu skáta