Vetrarmót Reykjavíkurskáta 2017 (staðfest)

DCIM100GOPROGOPR2131.

Það er mikil gleðitíðindi að búið er að staðfesta Vetrarmót 2017. Mótið verður haldið 27.-29.janúar 2017. Mótið verður haldið líkt og síðustu tvö ár á Úlfljótsvatni og markmið mótsins er að gefa skátum tækifæri á að stunda skemmtilega vetrarútivist og efla samstöðu innan skátafélaganna í Reykjavík. Dagskrá mótsins verður með sama sniði og áður en þó með breyttum dagskráliðum svo að þátttakendur upplifa eitthvað nýtt á mótinu.

Mótsgjaldið hækkar upp í 5000 kr frá því í fyrra en þeir sem skrá sig fyrir 20.janúar greiða 4.000 kr, skráningu lýkur svo 25.janúar.

Skráning fer fram á https://skatar.felog.is en þátttakendur greiða þátttökugjald til síns skátafélags um leið og skráningu er lokið.

Á facebook síðu mótsins https://www.facebook.com/vetrarmot/?fref=ts er hægt að fá skemmtilegan fróðleik í aðdraganda mótsins.