Fjör í flokk Hafravatni (1)Hafravatnsráð hefur umsjón með rekstri og uppbyggingu á Hafravatni. Í ráðinu sitja 3 menn, einn tilnefndur af stjórn SSR, tveir kosnir á aðalfundi SSR. Verkefnastjóri SSR situr fundi Hafravatnsráð.

Hafravatnsráð fundar einu sinni í mánuði.

Í ráðinu sitja

Guðmundur Þór Pétursson, Skjöldungum

Ása Jóhannsdóttir, Árbúar

Guðbjörn Gústafsson, Mosverjum

Hafravatn

deiliskipulag

Skátafélagið Væringjar fékk lóðina á leigu 12.október 1938. Kvenskátafélag Reykjavíkur nýtti skála á lóðinni um áratuga skeið.

17. desember 1997 undirritaði stjórn SSR samning við landbúnaðarráðuneyti um leigu á 4,58 hektara landspildu í landi Þormóðsdals. Samningurinn var endurnýjaður árið 20011 og gildir hann í 25 ár. Hafravatnsráð hefur umsjón á uppbyggingu á svæðinu í samráði við stjórn SSR.

Á landinu er bygginarreitir fyrir átta flokkaskálum, grillskýli og  geymslu- og salernisaðshúsnæði.

Markmiðið er að skapa aðstöðu til útivistar og útilegur fyrir skátahópa og Útilífsskóla skáta.

Ýmislegt uppbygging hefur verið á svæðinu undanfarin ár

2009

Gróðursettar voru Aspir meðfram landamörkum við þjóðveg. Grafnir voru staurar til afmörkunar bílastæðis og til lokunnar fyrir umferð inn á svæðið. Fengnir voru símastaurar vegna byggingar á skýli. Kannað var með vatn og rafmagn á svæðið. Flotbrygga var keypt í samstarfi við Mosverja.

2010

1.áfangi, Landbætur . Grafnir skurðir og sett niður drenlagnir til að þurrka upp flatir. Flatir tættar og jafnaðar  og sáð í þær. Skipt um jarðveg á 100 fm innan byggingarreits Skýlis og 50 fm innan byggingarreits salernis og geymslu. Bílaplan var gert að vestanverðu og gróðursett tré í samráði við Fríðu sem teiknaði deiliskipulagið sem var samþykkt af Mosfellsbæ á árinu.

2011

Rotþró og sytrulögn  fyrir fyrirhugað salernishús var sett niður og hreinsað frá vatnslind og settur vatnslindarbrunnur til að kanna hvort nægt vatnsmagn sé í lindinni fyrir svæðið.  Vinnuskúr fékkst gefins og var honum komið fyrir á bílaplani. Skúrinn var málaður og bættur.

2012-2013

Framkvæmdir hafa verið í biðstöðu vegna fjárskorts en tjaldflötum hefur verið haldið við með slætti af sumarstarfsmönnum skátasambandsins. Kveikt var í vinnuskúrnum sem fékkst gefins veturinn 2013 og brann hann til kaldra kola og í kjölfarið var keypt bruna og ábyrgðartrygging á flotbryggjuna.

Nýting á svæðinu.

Eins og staðan hefur verið síðustu ár hefur Útilífsskóli skáta einungis nýtt sér aðstöðuna á svæðinu. Hann kemur tvisvar sinnum á sumrin og gistir í eina nótt í senn. Mikilvægt er að koma upp salernir og geymsuhúsnæði sem allra fyrst til þess að geta aukið nýtingu á svæðinu. Um leið og það hús kemur þá verður hægt að bjóða upp á almennilega aðstöðu fyrir hópa til þess að koma á svæðið og nýta það fyrir alvöru. Skátahópar geta komið og tekið til hendinni á svæðinu við frekari uppbygginu með lámarks aðstöðu fyrir verkfæri og dót.