Kæri þátttakandi eða forráðamaður
Vetrarmót Reykjavíkurskáta 2023 hefst á föstudaginn 27.janúar. Hér koma helstu upplýsingar varðandi mótið.
- Verð fyrir Dróttskáta og eldri 9.000 kr (Forskráningarverð 6.000 kr til 2. janúar)
- Verð fyrir Fálkaskáta í dagsferð 4.000 kr (Forskráningarverð 3.000 kr til 2.janúar)
- Mæting kl. 19:30 við skátaheimili Landnema háuhlíð 9 sem er hjá Menntaskólann í Hamrahlíð
- Fararstjórar hvers skátafélags taka á móti sínum þátttakendum og merkja við að þeir séu komnir.
- Mikilvægt að allir séu með skátaklút um hálsinn og tilbúin í útivist strax við komu á Úlfljótsvatn
- Áætluð heimkoma á 15:00 á sunnudaginn
- Ljósmyndari frá skátunum verður á mótstað og mun taka myndir af þátttakendum.
- Helstu upplýsingar um mótið eins og útbúnaðarlista, dagskrá, myndir og fleira er hægt að finna á ssr.is/vetrarmot
- Það verður hægt að fylgjast með gangi mála á mótinu á facebook síðu mótins facebook.com/vetrarmot
- Skráning í gegnum sportabler fyrir þátttakendur og sjálfboðaliða
Vetrarmót 2023 snýst allt um að fara „Út fyrir endimörkin“ hvort sem það er út fyrir endimörk alheimsins, þægindarammans eða Úlfljótsvatns. Í ár var áherslan sett á að móta dagsskrá og upplifun fyrir Dróttskáta og eldri með áherslu á krefjandi dagsskrá á ýmsum áhugasviðum og getustigum þátttakenda. Það verður því nóg í boði fyrir alla skáta hvort sem þeim brennur fyrir ævintýralegri útivistarupplifun eða að njóta Úlfljótsvatns í flokkastarfi að vetri til. Fálkaskátar eru að sjálfsögðu velkomnir í dagsferð á Laugardeginum og munu þeir koma inn í dagsskrá mótsins í Stórleiknum og ljúka því með kvöldvöku í kvöldrökkrinu. Skipulagið er þannig að skátar á öllum aldri geti uppllifað það að fara út fyrir endimörkin hver sem þau endimörk gætu verið fyrir hvern og einn. Blanda af krefjandi nýjungum og öðruvísi áherslum en áður mun gera Vetrarskátamót 2023 að ógleymanlegri upplifun fyrir alla þáttakendur. Ert þú tilbúin að koma í leiðangur út fyrir endimörkin?
Dagsskrá lýsingar:
Mótssetning – Mótið verður sett af mótsstjórn með fléttu af klassískum formlegheitum ásamt næturleik sem kemur dagskrá helgarinnar af stað. Mikilvægt er þess að þátttakendur mæti í rútur mvel undirbúinn til að vera úti í dagskrá starx við koma á úlfljótsvatn.
Göngudagsskrá – Rekkaskátar leggja af stað út fyrir endimörk Úlfljótsvatns í krefjandi göngudagsskrá með pökkuðum hádegismat og leiðsögn þar sem verkefni verða leyst á leiðinni og fræðst verður um útvist að vetri til á Íslandi. Þessi dagsskráliður verður einnig í boði fyrir þá Dróttskáta sem treysta sér í að fara með og verður forskráning í boði fyrir Dróttskátana þegar nær dregur. Áætlaður tími er um 4 klst. en gæti verið lengri eða styttri eftir veðri og færi.
Mission in spaceable – Út fyrir endimörk alheimsins! Stórleikurinn að þessu sinni mun bjóða flokkum uppá að fara á geimskipunum sínum milli pláneta þar sem þau þurfa að leysa ýmis verkefni til að tryggja sér að ferðin til jarðar gangi upp því hugsa þarf um matarbyrgðir, eldsneyti og annað sem þarf í slíkri ferð um alheiminn. Mikilvægast af öllu er að ná að klára samsetningu af undrahlut sem jarðarbúar hafa óskað eftir að fá frá geimförunum sem lögðu af stað í Mission in spaceable.
Póstaleikur – Þennan þekkjum við öll en nú er tími komin til að fara út fyrir endimörk þægindarammans. Með blöndu af klassískum póstum og einhverju alveg nýju að þá ættu allir þáttakendur að geta notið útiverunnar (og inniverunnar) í dagsskrálið sem er ómissandi á hverju vetrarskátamóti.
Myrkraleikar – Út fyrir endimörk óvissunar er tekið á allt annað stig í næturleiknum þar sem að undarleg skilaboð hafa borist til skipuleggjanda mótsins og óljóst er hvaðan eða frá hverjum þau skilaboð koma. Þar sem erfitt er að leysa úr því sem hefur verið skrifað þá verða allir þáttakendur, foringjar, farastjórar og skipuleggjendur að sjá hvað mun gerast þegar að því kemur. Eitt sem er víst er að það er eitthvað sem við þekkjum ekki í þessum heimi…
Víkingaleikar – Hvar væri mót á Úlfljótsvatni án Víkingaleika hvað þá geimvíkinga? Þið þekkið þetta, þið kunnið þetta og nú er tími til að reyma á sig skónna, klæða sig í vettlingana og vinna sjálfstætt að því að leysa eins mörg verkefni og þið komist í til að gera við móðurskipið og komast aftur heim!