Kæri þátttakandi eða forráðamaður

Vetrarmót Reykjavíkurskáta 2024 hefst á föstudaginn 26. janúar. Hér koma helstu upplýsingar varðandi mótið.

  • Verð fyrir Dróttskáta og eldri 12.000 kr (Forskráningarverð 9.000 kr til 31.desember)
  • Verð fyrir Fálkaskáta í dagsferð 6.000 kr (Forskráningarverð 5.000 kr til 31.desember)
  • Mæting kl. 19:30 við skátaheimili Landnema háuhlíð 9 sem er hjá Menntaskólann í Hamrahlíð
  • Fararstjórar hvers skátafélags taka á móti sínum þátttakendum og merkja við að þeir séu komnir.
  • Mikilvægt að allir séu með skátaklút um hálsinn og tilbúin í útivist strax við komu á Úlfljótsvatn
  • Áætluð heimkoma er klukkan 15:00 á sunnudaginn
  • Fálkaskátar í dagsferð mæta 08:30 við skátaheimili Landnema háuhlíð 9 við MH
  • Áætluð heimkoma er klukkan 18:00 á sama stað
  • Ljósmyndari frá skátunum verður á mótstað og mun taka myndir af þátttakendum.
  • Helstu upplýsingar um mótið eins og útbúnaðarlista, dagskrá, myndir og fleira er hægt að finna á ssr.is/vetrarmot
  • Það verður hægt að fylgjast með gangi mála á mótinu á facebook síðu mótins facebook.com/vetrarmot
  • Skráning í gegnum sportabler fyrir þátttakendur og sjálfboðaliða

Dagsskrá lýsingar:

Mótssetning – Mótið verður sett af mótsstjórn með fléttu af klassískum formlegheitum ásamt næturleik sem kemur dagskrá helgarinnar af stað. Mikilvægt er þess að þátttakendur mæti í rútur mvel undirbúinn til að vera úti í dagskrá starx við koma á úlfljótsvatn.

Víkingaleikar – Hvar væri mót á Úlfljótsvatni án Víkingaleika hvað þá geimvíkinga? Þið þekkið þetta, þið kunnið þetta og nú er tími til að reyma á sig skónna, klæða sig í vettlingana og vinna sjálfstætt að því að leysa eins mörg verkefni og þið komist í til að gera við móðurskipið og komast aftur heim!

Póstaleikur –  Þennan þekkjum við öll en nú er tími komin til að fara út fyrir endimörk þægindarammans. Með blöndu af klassískum póstum og einhverju alveg nýju að þá ættu allir þáttakendur að geta notið útiverunnar í dagsskrálið sem er ómissandi á hverju vetrarskátamóti.

Kvöldvaka –  Fastur liður á flestum skátamótum þar sem sungið verður dátt öll skemmtilegustu skátalögin og fjörug skemmtiatriði líta dagsins ljós.