Vetrarmót 2024 – Upplýsingar

Við teljum niður í næsta Vetrarmót Reykjavíkurskáta sem haldið verður á Úlfljótsvatni 26.-28. janúar 2024. Einstaklega spennandi vetrardagskrá verður að venju í boði á mótinu ásamt föstum liðum eins og kvöldvöku, kvöldleikir, víkingaleikar, klifur, útieldun og margt fleira. Elstu skátarnir fá að venju tækifæri á að gista í tjöldum og boðið verður upp á skemmtilegar gönguferðir um svæðið. Skráning hefst 1. nóvember og boðið verður upp á sérstakt tilboðsverð sem gildir út árið 2023. Það er því um að gera að skrá sig tímanlega. Hvaða félag verður fjölmennast í ár?

Helgarverð fyrir drótt- og rekkaskáta er 12.000 kr. (9.000 forskráningargjald)
Dagsverð fyrir fálkaskáta 6.000 kr. (5.000 forskráningargjald)

Þema mótsins að þessu sinni verður stjörnustríð

Útbúnaðarlisti
Aðrar upplýsingar um mótið
Myndir
Skráning
Facebook síða mótsins
Facebook viðburður


Vetrarmót 2023

Gleðin var við völd þegar Vetrarmót Reykjavíkurskáta var haldið í sjöunda sinn á Úlfljótsvatni. 150 skátar úr skátafélögunum í Reykjvík tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Föstudagskvöldið var ljómandi gott veður fyrsta verkefni skátanna var að koma sér fyrir og setti Egle Sipaviciute mótssjóri mótið. Elstu skátarnir fóru í kjölfarið að tjalda tjöldum fyrir nóttina og voru reyst sex tjöld sem um það bil 20 skátar gistu í fyrstu nóttina.

Á laugardagsmorgun var boðið upp á ljúfengan morgunmat og skálaskoðun á íslenski fáninn dregin að húni. Fálkaskátar komu svo fljótlega eftir fánan og var farið í stórleik þar sem skátarnir tókust á við fjölbreytt skemmtileg verkefni. Það rigndi ansi hressilega á okkur á laugardeginum sem gerði upplifun skátanna af deginum ennþá eftirminnilegri. Eftir hádegismat var farið í póstaleik þar sem skátarnir klifruðu í klifurturninum, elduðu hikebrauð og amerískar pönnukökur. Rekkaskátarnir fóru í gönguferð niður í Borgarvík þar sem þau útbjuggu snjóþrúgur úr bambus og elduðu sér hádegismat yfir opnum eldi. Í kaffimat var boðið upp á dýrindis snúða og köku í strýtunni og strax í kjölfarið var haldin kvöldvaka þar sem skemmtileg skemmtiatriði liti dagsins ljós og fjölmargir skátasöngvar voru sungnir. Eftir kvöldvökuna þá héldu Fálkaskátarnir heim á leið eftir fjörugan og blautan dag en restin af skátunum undirbjuggu aðra nótt í tjaldi og borðuðu glæsilegan kvöldverð að hætti Arthúrs, Hauks og Helga. Þegar dimma tók var svo haldin risa næturleikur þar sem enginn ljós voru leyfð á svæðinu og treyst á nætursjónina og tunglsljósið. Eftir næturleikinn var kakó, kex og kaka í boði og eftir það fóru flestir að sofa en nokkrir skátar héltu smá dansiball í strýtunni til þess að klára síðustu orkudropa dagsins.

Á sunnudeginum var búið að snjóa talsvert um nóttina sem setti skemmtilegan svip á svæðið og létti lundina við frágang og Víkingaleikanna þar sem skátarnir fara um svæðið og safna stigum með því að leysa alls konar verkefni og svara skemmtilegum spurningum. Hádegismatur var að venju samkvæmt pylsur utandyra og þá var haldið í capture the flag og var skipt í lið eftir félögum og markmiðið að hertaka fána annara félaga. Eftir leikinn var komið að því að slíta mótinu og halda heim á leið. Að móti loknu fengu skátarnir afhend glæsileg Vetrarmóts merki sem hönnum voru að Hauki Haraldssyni, en hann hefur hannað öll mótsmerkin hingað til og færum við honum miklar þakkir fyrir.
Það eru fjölmargir sjálfboðaliðar sem koma að svona stóru móti og er þeim þakkað kærlega fyrir sitt framtak og starfsmönnum Skátasambands Reykjavíkur einnig. Að auki færum við þakkir til Hjálparsveitar skáta Reykjavíkur fyrir að útvega okkur bilreiðum fyrir öryggisgæslu og Innes og ÍSAM fyrir að útvega kakó og kex fyrir mótið.

Svipmyndir frá mótinu má finna á Facebook síðu Vetrarmótsins


Vetrarmót 2023 – Upplýsingar

Eftir tvö ár af þar sem ekki var hægt að halda Vetrarmót Reykjavíkurskáta er loksins komið að því. Vetrarmót 2023. Mótið verður haldið 27.-29. janúar á Úlfljótsvanti. Vegna breytinga á Úlfljótsvatni þar sem búið er að fækka gistirýmum á svæðinu verður aðeins hægt að bjóða Dróttskátum og eldri að gista en boðið verður upp á dagsferð fyrir Fálkaskáta. Undirbúningur er kominn á fullt og skráningin opnar 7.nóvember. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði þar sem vetrarskátun er aðalatriðið og að sjálfsögðu verða póstaleikir, stórleikir, kvöldleikir, kvöldvaka og frábær matur. Eldri skátum verður gefið tækifæri á að gista í tjöldum á mótinu. Hérna eru nokkrar gagnlegar upplýsingar fyrir mótið fyrir þátttakendur.

Útbúnaðarlisti
Aðrar upplýsingar um mótið
Myndir
Skráning
Facebook síða mótsins
Facebook viðburður


Vetrarmót 2020

Nú fer heldur betur að styttast í Vetrarmót Rekjavíkurskáta sem hefst föstudaginn  31.janúar. Skráning gengur vel og verður stefnir í fjölmennt mót með skátum úr öllum félögum úr Reykjavík. Hérna eru nokkrar gagnlegar upplýsingar fyrir mótið.

Útbúnaðarlisti
Aðrar upplýsingar um mótið
Myndir
Skráning


Vetrarmót 2020

Vetrarmót Rekjavíkurskáta verður haldið í sjötta sinn helgina 31.janúar – 2.febrúar 2020 í útivistarparadísinni á Úlfljótsvatni. Vetrarmótið er fyrir skáta úr skátafélögunum í Reykjavík frá 10 ára aldri.

• Þema mótsins eru Ólympíuleikarnir
• Verð – 6.000 kr (5.000 kr. fyrir þá sem skrá sig fyrir 17.janúar)
• Skráning opnar 1.des. Jan 2019
• Skráningu lokar svo 26.janúar
• Skráning – https://skatar.felog.is/
• Þema mótsins eru Ólympíuleikarnir


Nýtt Vetrarmótslag

Í tilefni að því að mótið verður haldið í fimmta sinn var ákveðið að halda upp á það með nýjum mótsöng. Inga Auðbjörg textahöfundur bjó til flottan texta við lagið Let it go sem sló í gegn í myndinni Frosen og lagið er eftir Kristen Anderson-Lopez og Robert Lopez. Lagið heitir Stormur, stígðu dans og hægt er að hlusta á lagið á Youtube og einnig undir myndbönd hér til hliðar.


Opið fyrir skráningu

Núna þegar skátastarfið hefst aftur eftir jólafrí fara skátafélögin á fullt að undirbúa sig fyrir Vetrarmótið sem verður á Úlfljótsvatni helgina 25.-27.janúar 2019. Að skella sér á Vetrarmót Reykjavíkurskáta er frábær leið til þess að hefja skátaárið enda mótið einstaklega skemmtilegt.

Mótsgjaldið er það sama og undanfarin ár eða 4.000 kr. sé það greitt fyrir 20. janúar. En mótsgjaldið hækkar í 5.000 kr. þann 21.janúar og skráning lokar síðan 24.janúar.

Skráningin fer fram á https://skatar.felog.is/ og greiðist þátttökugjaldið við skráningu.


Vetrarmót 2019

Vetrarmót Reykjavíkurskáta verður haldið í fjórða sinn helgina 25.-27.janúar 2019. Mótið verður að  haldið í undrarlandi skáta á Úlfljótsvatni og dagskráin verður með hefðbundnu skátasniði. Markmið mótsins er fyrst og fremst að gefa skátunum tækifæri á að læra og njóta að vera úti í náttúrunni að vetri til og einnig að skátarnir í Reykjavík kynnist þvert á skátafélög og efla samstarf milli skátafélaganna í Reykjavík. Eins og fyrri mótin verður lagt ofur áherslu á útiveru og gefa skátum tækifæri á að upplifa þau ævintýri sem að veturinn hefur upp á að bjóða. Skráning er hafin á mótið á https://skatar.felog.is. og nánari upplýsingar um mótið má finna hér til hliðar. Megi skátaandinn vera með þér.


Fjölmennasta Vetrarmóti til þessa lokið

Tæplega 160 skátar mættu á Úlfljótsvatn á fjórða Vetrarmót Reykjavíkurskáta. Dagskráin var með hefðbundnu sniði þar sem setning var á föstudagskvöldið og á laugardeginum var dagskrá sem var sérsniðin fyrir hvert aldursbil. Fálkaskátar fóru í póstaleik þar sem viðfangsefnin voru fjölbreytt og skemmtileg, Dróttskátar fóru í gönguferð í kringum Úlfljótsvatnsfjallið og Rekkaskátarnir fóru í gönguferð inn í Reykjadal og böðuðu sig í nátturlauginni. Um kvöldið var svo veislumatur fyrir alla þessa duglegu krakka sem voru úti allan daginn. Um kvöldið var svo skátakvöldvaka ásamt frábærum næturleik sem endaði með flugeldasýningu. Á sunnudaginn var svo frágangur, einn klassískur „capture the flag“ og slit þar sem allir þátttakendur fengu mótsmerki afhent fyrir vel unnin störf um helgina.

Hægt er að skoða myndir frá mótinu á www.facebook.com/vetrarmot 


Undirbúningur í fullum gangi

Núna þegar skátastarfið hefst aftur eftir jólafrí fara skátafélögin á fullt að undirbúa sig fyrir Vetrarmótið sem verður 26.-28.janúar n.k.  Undirbúningur sem snýr að mótinu er í fullum gangi og má með sanni segja að mótið verður mjög glæsilegt. Skráningin er í fullum gangi og ekki seinna vænna að skrá sig. En mótsgjaldið hækkar um 1000 kr eftir 19.janúar svo það er um að gera að vera búinn að skrá sig fyrir þann tíma.

Skráningin fer fram á https://skatar.felog.is/ en þátttakendur greiða síðan þátttökugjaldið til síns skátafélag.


Vetrarmót 2018 (staðfest)

Vetrarmót Reykjavíkurskáta verður haldið í fjórða sinn helgina 26.-28.janúar 2018. Mótið verður að sjálfsögðu haldið í undrarlandi skáta á Úlfljótsvatni og dagskráin verður með hefðbundnu skátasniði. Markmið mótsins er fyrst og fremst að gefa skátunum tækifæri á að læra og njóta að vera úti í náttúrunni að vetri til og einnig að skátarnir í Reykjavík kynnist þvert á skátafélög og efla samstarf milli skátafélaganna í Reykjavík. Eins og fyrri mótin verður lagt ofur áherslu á útiveru og gefa skátum tækifæri á að upplifa þau ævintýri sem að veturinn hefur upp á að bjóða. Skráning er hafin á mótið á https://skatar.felog.is. og nánari upplýsingar um mótið má finna hér til hliðar. Megi skátaandinn vera með þér.


Frábæru Vetrarmóti lokið

Um helgina lauk Vetrarmóti Reykjavíkurskáta sem haldið var á Úlfljótsvatni með glæsibrag. Veðurguðirnir voru okkur svo sannarlega hliðhollir og buðu okkur upp á nýfallinn snjó, heiðskýra daga og nýstings kulda. Svona eins og við viljum hafa það.

Hefðbundin skátadagskrá var um helgina eins og póstaleikir þar sem krakkarnir fóru í klifur, elduðu yfir opnum eldi, renndu sér á þotum, stórskemmtilegi Víkingaleikurinn þar sem krakkarnir eiga að leysa hinar ýmsu þrautir. Kvöldvaka og næturleikur er ómissandi partur af alvöru skátaútilegur og var það einstaklega vel útfært í ár.

Við viljum þakka kærlega öllum þeim sem lögðu hönd á plóg til að gera þetta Vetrarmót einstaklega skemmtilegt og einnig þakka öllum skátunum sem sóttu mótið fyrir frábært hugafar og skemmtilegan skátaanda um helgina. Myndir eru komnar á facebook síðu mótsins https://www.facebook.com/vetrarmot. Garðbúar eru settu inn skemmtilega frásögn frá mótinu á vefsíðu þeirra https://gardbuar.com/2017/02/01/frabaert-vetrarmot.


Vetrarmótsmerki fyrir þátttakendur

Eins og síðust ár fá þátttakendur Vetrarmótsins veglegt mótsmerki í lok til þess að setja á skátabúninginn sinn. Merkið í ár er einstaklega glæsilegt og hannað líkt af Hauki Haraldssyni varaformanni SSR eins og síðust tvö merki. Merkið að þessu sinni er með tveimur snjóhúsum undir stjörnubjörtu tunglsljósi og guli borðinn táknar sólina sem mun geisla á Vetrarmótinu eins og hún hefur gert svo skemmtilega á Vetrarmótunum.

Skráning er í fullum gangi á https://skatar.felog.is/ og gengur mjög vel. Við minnum á að þátttökugjaldið hækkar 20. janúar um 1.000 kr


Vetrarmót Reykjavíkurskáta 2017 (staðfest)

DCIM100GOPROGOPR2131.

Það er mikil gleðitíðindi að búið er að staðfesta Vetrarmót 2017. Mótið verður haldið 27.-29.janúar 2017. Mótið verður haldið líkt og síðustu tvö ár á Úlfljótsvatni og markmið mótsins er að gefa skátum tækifæri á að stunda skemmtilega vetrarútivist og efla samstöðu innan skátafélaganna í Reykjavík. Dagskrá mótsins verður með sama sniði og áður en þó með breyttum dagskráliðum svo að þátttakendur upplifa eitthvað nýtt á mótinu.

Mótsgjaldið hækkar upp í 5000 kr frá því í fyrra en þeir sem skrá sig fyrir 20.janúar greiða 4.000 kr, skráningu lýkur svo 25.janúar.

Skráning fer fram á https://skatar.felog.is en þátttakendur greiða þátttökugjald til síns skátafélags um leið og skráningu er lokið.

Á facebook síðu mótsins https://www.facebook.com/vetrarmot/?fref=ts er hægt að fá skemmtilegan fróðleik í aðdraganda mótsins.


Myndir frá Vetrarmóti 2016

Hægt er að nálgast skemmtilegar svipmyndir frá Vetrarmótinu á facebook síðu mótsins  og á facebook síðum facebook síðum skátafélaganna. Þá sérstaklega Hafarna, Garðbúa. Eins koma myndir inn á þessa síðu von bráðar.

Að lokum komu skemmtilegar myndir og videó á Instagram undir #vetrarmot.

Ef þú átt skemmtilega mynd frá mótinu þá mátt þú vinsamlegast deila henni með okkur í gegnum Instagram, facebook eða senda tölvupóst á ssr@ssr.is


Snilldar Vetrarmóti lokið

Um 150 skátar úr öllum skátafélögunum í Reykjavík voru samankomnir fyrir austan og nutu samvista og vetrarríkis. Alltaf kemur betur og betur í ljós, áratugunum saman, hversu mikilvægt Úlfljótsvatn er fyrir skátastarfið. Afar fjölbreytt dagskrá var í boði í aldeilis frábæru, köldu og björtu veðri. -Snjóhúsagerð, hjálp í viðlögum, sleðarennsli, kyndla- og varðeldagerð, klifur og margt fleira.

Yngstu krakkarnir hittu nýja skátafélaga úr öðrum skátafélögum og hin eldri sváfu sum úti í tjöldum. Öll voru glöð og kát við heimkomu og að sjálfsögðu örþreytt. Bestur þakkir eru sendar til allra þeirra sem stóðu að undirbúningi að mótinu og einnig þeirra fjölmörgu sem mættu og aðstoðuðu við framkvæmd mótsins.


Vetarmótið hefst á morgun!

skatamidstodinÞað er rúmur sólarhringur þangað til að Vetrarmótið hefst og við viljum ítreka að það er mæting í Skátamiðstöðina hraunbæ 123 kl: 19:30 á morgun fyrir þátttakendur og fararstjóra kl 19:00. Það er brottför á slaginu 20:00 og því hollast að mæta tímanlega.

Einnig er mikilvægt að það sé búið að ganga frá greiðslu fyrir mótið og er það gert til það skátafélag  sem skátinn er skráður í.

Síðast en ekki síst þá eiga allir skáta að vera með skátaklútinn sinn um hálsinn þegar þeir mæta á morgun.


 Vetrarmót á Samfélagsmiðlum

Hægt er að skoða fleiri myndir á instagram undir #vetrarmot

Nú fer heldur betur að styttast í Vetrarmótið á Úlfljótsvatni og við sem komum að undirbúningi orðinn mjög spennt. Skráningin gengur vel og stefnir í flott mót. Á þessu Vetrarmóti ætlum við að vera dugleg að senda út efni frá mótinu á samfélagsmiðlana og þá munum við skipuleggjendur þá helst setja efni á www.facebook/vetrarmot og vefsíðu skátasambandsins en einnig erum við að nota kassamerkið #vetrarmot á Instagram, þar verður hægt að sjá myndir beint frá þátttakendum.

Minnum einnig á að skráningur lýkur á sunndaginn 24.janúar.

https://secure.skatar.is/felagatal/eventRegistration.aspx


Vetrarmót 29.-31.janúar 2016

Skráning er hafin fyrir Vetrarmót Reykjavíkurskáta 2016 sem haldið verður á Úlfljótsvatni helgina 29.-31.janúar.

Dagskrá verður með svipuðu sniði og á síðasta móti; Víkingaleikurinn frábæri, hressar gönguferðir, klifur og sig, alvöru skátakvöldvaka, og stórkostlegi næturleikurinn. Svo má ekki gleyma úrvals fæði alla helgina eldað af einum af úrvals kokkum Úlfljótsvatns.

Þátttökugjald er 4.000 kr (allt innifalið: rútur, matur, gisting og dagskrá) og greiða þátttakendur gjaldið til síns skátafélags og best er að hafa samband við starfsmann félagsins til þess að ganga frá greiðslu.

Brottför er úr Skátamiðstöðinni hraunbæ 123 á föstudeginum klukkan 20:00 og er mæting 30 mínútum áður og áætluð heimkoma er 16:00 á sunnudeginum.

Skráning er hafin á https://secure.skatar.is/felagatal/eventRegistration.aspx og henni lýkur þann 24.janúar 2016 eða viku fyrir mótið.


Fréttir og myndir af vetrarmótinu

Kátir skátakrakkar

Á vefnum http://skatamal.is/  eru að finna fréttir frá mótinu.

Myndir frá mótinu er hægt að nálgast á eftirfarandi stöðum


 Óskilamunir

Úlfljótsvatn í allri sinni dýrð

Úlfljótsvatn í allri sinni dýrð

Hægt er að sækja óskilamuni frá Vetrarmótinu á Skrifstofu Skátasambands Reykjavíkur í Hraunbæ 123

milli alla virka daga frá klukkan 10:00-16:00.

Einnig er hægt að hringja í 577-4500


#vetrarmot á instagram

IMG_5064

Hægt er að skoða myndir frá Vetrarmótinu á instagram undir kassamerkinu #vetrarmot. Þar settu foringjar inn fjölbreyttar og skemmtilegar myndir af  viðburðinum.

Við hvetjum alla sem eiga skemmtilegar myndir af mótinu að setja inn á instagram.


Allir með skátaklút á Vetrarmótinu.

keep.calm_

Loksins er runninn upp dagurinn sem Vetrarmótið hefjist. Undirbúningurinn er á lokastigi og allt er að smella. Undirbúningshópurinn hittist í gærkvöldi og fór yfir málin og allt í ferli varðandi undirbúningin og allir eru orðnir þvílíkt spenntir.

Við minnum alla skáta um að mæta með skátaklútinn á mótið en hann er okkar helsta sameiningartákn og mun klúturinn nýtast vel um helgina.

Veðurspáin er góð en má búast við að það verði kalt á Úlfljótsvatni og því mikilvægt að mæta vel klæddur.


1559775_599406533472161_2126461934_n

150 Reykjavíkurskátar í Útilegu á Úlfljótsvatn

Þegar aðeins tveir dagar eru til stefnu eru 140 skátar  skráðir á Vetramót Reykjavíkurskáta sem hefst næst  komandi föstudag og stendur yfir alla helgina á  Úlfljótsvatni. Undirbúningur hefur staðið yfir frá lok  september og standa félögin í Reykjavík saman að  undirbúningi. Lagt verður að stað frá  Skátamiðstöðinni í Hraunbæ 123 á föstudagskvöld  klukkan 20:00 og áætluð í Skátamiðstöðina á  sunnudeginum er klukkan 16:00.

Mótsgjaldið er 4000 kr fyrir helgina og innifalið er fullt fæði, dagskrá, ferðir skálagjald og mótsmerki. Mikilvægt er að ganga frá greiðslum til síns skátafélags áður en lagt er af stað frá Reykjavík á föstudaginn.

Allir þeir sem stefna að því að mæta hvort sem það er stutt heimsókn verða að skrá sig á https://secure.skatar.is/felagatal/eventRegistration.aspx.

Aðaláherslan verður á vetrarútivist og skátarnir fái að njóta sín í vetrar náttúrunni og má nefna dagsskrá liði eins og hópeflisleikir, Risa næturleikur, póstaleikur þar sem verður farið í bogfimi, sig í stóra turninum á Úlfljótsvatni og svo í fyrsta skipti verður hægt að prófa hoppukasta um hávetur!!!