Skátasamband Reykjavíkur

Skátasamband Reykjavíkur er samtök átta skátafélaga í Reykjavík. Stjórn SSR er kosin á aðalfundi sem haldin er á vormánðuðum á hverju ári. Sjö aðilar skipa stjórn sem hefur umsjón málefna og rekstri SSR á milli aðalfunda.

IMG_2197

Verkefni skátasambandsins

  • Vera samnefnari félaganna gagnvart borgarstjórn og öðrum aðilum
  • Vera í forsvari félaganna í sameiginlegum málum þeirra gagnvart stjórn Bandalag íslenskra skáta.
  • Sjá um sameiginleg skátamálefni,húsnæðismál,og fjármál, og fylgjast með fjárreiðum félaganna.
  • Styrkja og efla skátastarfið í borginni og koma þeim félögum, sem illa eru á vegi stödd, til hjálpar.
  • Skipta borgarlandinu í starfssvæði milli skátafélaga og annarra starfseininga skáta í Reykjavík
  • Stofna ný skátafélög í samvinnu við stjórn Bandalags íslenskra skáta.

Markmið og stefna

Það er markmið og tilgangur SSR að styrkja starf skátafélaganna, stuðla að stofnun nýrra félaga og efla almenn skátastarf í Reykjavík.

  • Efla kjarnastarfsemi skátafélags á sínu starfssvæði
  • Vinna að því að styrkja fjárhagslegan grunn hvers félags.
  • Hvert skátafélag hafi viðunandi starfsaðstöðu
  • Standa að reglulegu samstarfi foringja og starfsmanna skátafélaganna eftir þörfum þeirra.
  • Hafa frumkvæði að sameiginlegum viðburðum.
  • Hafa ábyrga umsjón með eignum SSR.
  • Styðja við nýsköpun í skátastarfi.

byggt á niðurstöðum ,,Örstefnu um skátastarf í Reykjavík 21.2.2010

Stefna 2019-2024

Stefnumótun til ársins 2024 fór fram vorið 2019. Fjölmargir skátar komu að mótun stefnunnar sem tekur til eftirfarandi þátta:

  • Gæði í dagskrá
  • Fagmennska fullorðinna
  • Ímynd og nýliðun
  • Aðstaða og búnaður
  • Rekstur og fjármál

Skoða drög að drög að stefnu fyrir 2019-2024.