Skátasamband Reykjavíkur

Skátasamband Reykjavíkur er samtök átta skátafélaga í Reykjavík. Stjórn SSR er kosin á aðalfundi sem haldin er á vormánðuðum á hverju ári. Fimm aðilar skipa stjórn sem hefur umsjón málefna og rekstri SSR á milli aðalfunda.

IMG_2197

Verkefni skátasambandsins

  • Vera samnefnari félaganna gagnvart borgarstjórn og öðrum aðilum
  • Vera í forsvari félaganna í sameiginlegum málum þeirra gagnvart stjórn Bandalag íslenskra skáta.
  • Sjá um sameiginleg skátamálefni,húsnæðismál,og fjármál, og fylgjast með fjárreiðum félaganna.
  • Styrkja og efla skátastarfið í borginni og koma þeim félögum, sem illa eru á vegi stödd, til hjálpar.
  • Skipta borgarlandinu í starfssvæði milli skátafélaga og annarra starfseininga skáta í Reykjavík
  • Stofna ný skátafélög í samvinnu við stjórn Bandalags íslenskra skáta.

Markmið og stefna

Stefna SSR 2019-2024

Stefnumótun til ársins 2024 fór fram vorið 2019. Fjölmargir skátar komu að mótun stefnunnar sem tekur til eftirfarandi þátta:

  • Gæði í dagskrá
  • Fagmennska fullorðinna
  • Ímynd og nýliðun
  • Aðstaða og búnaður
  • Rekstur og fjármál

Stefna SSR  Náum áttum 2019-2024

Ábyrgt æskulýðsstarf

Skátasamband Reykjavíkur starfar eftir stefnum Æskulýðsvettvangsins í forvarnar- og fræðslumálum

Skátasamband Reykjavíkur starfar eftir Aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar í jafnréttis- og mannréttindamálum

Skátasamband Reykjavíkur starfar eftir stefnum Bandalag íslenskra skáta í forvarnar, jafnréttis, umhverfis, vímuvörnum og perslunverndarmálum. Nánar um stefnur á vef www.skatarnir.is