Velunnurum og sjálfboðaliðum skátastarfsins þakkað.

Fimmtudaginn 4. desember s.l. efndi Skátasamband Reykjavíkur til aðventufagnaðar í skátaheimili Árbúa að Hraunbæ 123 í Reykjavík. Var þetta uppdekkað matarboð, fínasta fínt með laxaréttum í forrétt, hangikjöt með góðu meðlæti í aðalrétt og kaffi á eftir. Til veislunnar var boðið stjórnum allra skátafélaganna í Reykjavík, velunnurum skátastarfsins og samstarfsfólki í Skátamiðstöðinni. Samkoman hófst með ávarpi Hrannar Þormóðsdóttur, formanns SSR þar sem hún m.a. þakkaði sjálfboðaliðum dygga aðstoð við skátastarfið. Það má nefnilega með sanni segja að sjálfboðaliðum skátastarfs er sjaldnast þakkað nægilega óeigingjarnt framlag við margskonar verkefni. Var síðan gengið til borðhaldsins og gerður góður rómur að, enda undir forsjá Arthurs Péturssonar, gjaldkera SSR. Eftir að veilsuföngum hafði verið gerð góð skil voru sungnir jólasöngvar undir stjórn veislustjórans sem var Siggi Úlla, Skjöldungur.

Þetta var vel heppnuð og skemmtileg stund í aðdraganda jólanna.

 

Nýjar heimasíður fyrir Skátafélög

Sýnishorn af dæmigerðri heimasíðu skátafélags.

Samhliða vinnu við gerð kynningarvefsins www.skatarnir.is sem opnaði 2013, var unnin vefsíða fyrir skátafélögin og býðst öllum skátafélögum að taka þessa vefsíðu í notkun sér að kostnaðarlausu. Vefsíðan er unnin í vefumsjónarkerfinu WordPress en það er það kerfi sem BÍS hefur valið sér og nýtir bæði í www.skatarnir.is, www.skatamal.is og fleiri verkefni. Vefsíðan er unnin í svokallaðri „responsive“ tækni sem gerir það að verkum að hún er einnig aðgengileg í snjallsímum og á spjaldtölvum.
Skátafélögunum býðst að fá umrædda vefsíðu með öllum gögnum á ZIP-formi og er sú vinna sem lögð hefur verið í þá vefsíðu, ásamt öllum gögnum, í boði BÍS og hverju félagi að kostnaðarlausu. Þau félög sem hafa aðgang að tækniþekkingu geta því einfaldlega fengið þess gögn í tölvupósti og séð sjálf um að setja þau upp á því léni sem þau kjósa og aðlaga síðurnar að eigin þörfum.
Þarf félagið aðstoð?
Ef félagið þarf aðstoð við að setja vefinn upp er hægt að hafa samband við Guðmund Pálsson verkefnastjóra sem veitir allar nánari upplýsingar. Umfang aðstoðar við uppsetningu og frágang getur verið mismikið og fer algjörlega eftir því hvað hvert félag vill og greiðir félagið fyrir þá vinnu sem óskað er eftir. Til að glöggva sig á hugsanlegum kostnaði er best að félagið skoði hvaða þjónustuþætti óskað er eftir, hafi samband við Guðmund í kjölfarið sem gerir kostnaðaráætlun.

Hér að neðan eru nokkur dæmi um verkþætti sem veitt er aðstoð við:

Uppsetning á MySQL gagnagrunni og WordPress vefumsjónarkerfinu á léni (veffangi) félagsins.
Uppsetning á vefsíðu skátafélaga samkvæmt því dæmi sem BÍS hefur látið vinna (Skoða sýnishorn).
Innsetning á ljósmyndum sem félagið óskar eftir að hafa.
Innsetning á merki félagsins í haus og fót vefsíðunnar.
Skilgreining og stofnun undirsíðna eftir óskum félagsins.
Uppsetning og stillingar á viðburðardagatali eins og því sem notað er […]