Hverfissjóður Reykjavíkur

Styrkumsóknir 2014
Frestur til að sækja um styrk til Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014 er til miðnættis þriðjudaginn 15. apríl. Hægt er að sækja um styrki til verkefna í einu eða fleiri hverfum eða almennt í borginni.

Einstaklingar, hópar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir geta sótt um. Hámaksupphæð hvers styrks er 700.000 krónur.

Ferli umsóknar

Sótt er um á mínum síðum á Rafrænni Reykjavík. Stjórn sjóðsins fer yfir allar umsóknir og tekur ákvörðun um styrkveitingar í samræmi við úthlutunarreglur sjóðsins og styrkjareglur Reykjavíkurborgar. Rafrænt umsóknareyðublað fyrir Hverfissjóð Reykjavíkurborgar.

Tilgangur sjóðsins

Tilgangur Hverfissjóðs Reykjavíkur er að styðja við verkefni sem stuðla að eftirtöldum þáttum í hverfum borgarinnar:

Bættu mannlífi og eflingu félagsauðs
Fegurri ásýnd borgarhverfa
Auknu öryggi í hverfum borgarinnar
Samstarfi íbúa, félagasamtaka eða fyrirtækja við borgarstofnanir.

Sjá nánar í úthlutunarreglum sjóðsins.

Um Hverfissjóð

Hverfissjóður Reykjavíkurborgar byggir á samfélagssjóði SPRON sem var færður borginni til varðveislu og úthlutunar. Í stjórn Hverfissjóðs Reykjavíkur. sitja samkvæmt skipun borgarstjóra: Ólöf Örvarsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Jón Halldór Jónasson. Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri stjórnar sjóðsins Þór Steinarsson í síma 411 3023.

Fyrst er veitt úr sjóðnum árið 2013.

Barnamenningarhátíð

Tækifæri til kynningar fyrir Skátafélög

Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 29. apríl til 4. maí 2014. Þar verður að finna fjölda viðburða sem börn og fullorðnir, í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu út um alla borg!

Dagskrá Barnamenningarhátíðar inniheldur viðburði frá menningar- og listastofnunum, listhópum, listamönnum, félagasamtökum, listaskólum, grunnskólum, leikskólum og frístundaheimilum.

Dæmi um dagskrá.

 

Þetta er kjörið tækifæri fyrir skátafélög í Reykjavík til þess að sýna sig og sanna.

Hægt er að vera með kvöldvökur eða ratleik í skólum í hverfinu.

 

Skátaland

Mælum með að skátafélögin fari að huga að skipulagningu á sumardeginum fyrsta.

Bókanir á hoppuköstulum eru þegar hafnar og ef félög eru að halda viðburði þá endilega drífa sig að panta þann búnað sem félagið vill hafa á viðburðinum

Keilumót Garðbúa

23. mars í Keiluhöllinn Öskjuhlíð

4 saman í lið og 1000 þátttökutjald pr mann í forskráningu.

Veitt verðlaun  í liðakeppni fálka, drótt, rekka, róver, 23+.

Einnig í hæðsta stigaskor einstaklings og búningakeppni.

Vegleg verðlaun frá: Gokart.is, klifurhúsinu, skemmtigarðinum Grafarvogi, Skf. Garðbúum, Rakarastofan Herramenn, Skátalandi og fleirum.

Upplýsinga- og vinnufundur landsmóts 2014

Allir foringjar skátafélagsins eru hvattir til að mæta á opin upplýsinga- og vinnufund landsmótsstjórnar 2014.  Fundurinn hefst kl. 14 og verður í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123. Á fundinum mun mótsstjórn kynna stöðu mála og óska eftir hugmyndum og innleggi frá fundarmönnum við ýmsa liði er snúa að dagskrá, tjaldbúð, tæknimálum og kynningarmálum. Markmið fundarins er að gefa felstum skátum færi á að koma með hugmyndir og leiðir til að gera Landsmót skáta að frábæru móti sem allir skátar að sjálfsögðu fjölmenna á.

Erlendir gestir í heimsókn í næstu viku

Um næstu helgi fáum við vinasveit frá Kaupmannahöfn í heimsókn og ætla þau að dvelja í skátaheimilinu okkar í 4 nætur.  Þessi frétt er látin birtast á forsíðunni ásamt öðrum fréttum til að draga fram það sem er helst á döfinni hjá skátafélaginu. Einfalt er að stilla hvernig þetta birtist og getum við valið um að hafa eina stóra frétt fyrst og svo smærri í dálkum fyrir neðan, láta fréttirnar birtast í tveimur eða fleiri dálkum eða í rauninni nánast eins og hentar hverjum og einum, hverju sinni. Ekki þarf að hafa neina forritunarþekkingu – þetta er afar aðgengilegt fyrir alla að nota.

Frábær aðsókn á Gilwell nú sem endra nær

Aðsókn félagsmanna úr skátafélaginu mínu á næsta Gilwell-námskeið hefur farið fram úr öllum væntingum. Þessi frétt er látin birtast á forsíðunni ásamt öðrum fréttum til að draga fram það sem er helst á döfinni hjá skátafélaginu. Einfalt er að stilla hvernig þetta birtist og getum við valið um að hafa eina stóra frétt fyrst og svo smærri í dálkum fyrir neðan, láta fréttirnar birtast í tveimur eða fleiri dálkum eða í rauninni nánast eins og hentar hverjum og einum, hverju sinni. Ekki þarf að hafa neina forritunarþekkingu – þetta er afar aðgengilegt fyrir alla að nota.