Styrkumsóknir 2014

Frestur til að sækja um styrk til Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014 er til miðnættis þriðjudaginn 15. apríl. Hægt er að sækja um styrki til verkefna í einu eða fleiri hverfum eða almennt í borginni.
Einstaklingar, hópar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir geta sótt um. Hámaksupphæð hvers styrks er 700.000 krónur.

Ferli umsóknar

Sótt er um á mínum síðum á Rafrænni Reykjavík. Stjórn sjóðsins fer yfir allar umsóknir og tekur ákvörðun um styrkveitingar í samræmi við úthlutunarreglur sjóðsins og styrkjareglur Reykjavíkurborgar. Rafrænt umsóknareyðublað fyrir Hverfissjóð Reykjavíkurborgar.

Tilgangur sjóðsins

Tilgangur Hverfissjóðs Reykjavíkur er að styðja við verkefni sem stuðla að eftirtöldum þáttum í hverfum borgarinnar:

  • Bættu mannlífi og eflingu félagsauðs
  • Fegurri ásýnd borgarhverfa
  • Auknu öryggi í hverfum borgarinnar
  • Samstarfi íbúa, félagasamtaka eða fyrirtækja við borgarstofnanir.

Sjá nánar í úthlutunarreglum sjóðsins.

Um Hverfissjóð

Hverfissjóður Reykjavíkurborgar byggir á samfélagssjóði SPRON sem var færður borginni til varðveislu og úthlutunar. Í stjórn Hverfissjóðs Reykjavíkur. sitja samkvæmt skipun borgarstjóra: Ólöf Örvarsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Jón Halldór Jónasson. Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri stjórnar sjóðsins Þór Steinarsson í síma 411 3023.

Fyrst er veitt úr sjóðnum árið 2013.