Aðalfundur SSR 2019, 28.mars

Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur verður haldinn í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 ,  fimmtudaginn 28.mars 2019 kl. 19:30

Dagskrá fundarins eru skv. lögum SSR gr: 2.6.

Kosning fundarstjóra og ritara.
Lögð fram skýrsla stjórnar. – Umræður.
Lagðir fram endurskoðaðir reikningar og fjárhagsáætlun til eins árs. – Umræður.
Tillögur um lagabreytingar kynntar. – Umræður.
Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga, skýrslu stjórnar, reikninga og fjárhagsáætlunar.
Kosning stjórnar, sbr ákvæði 2.7. Kosið skal í hvert embætti fyrir sig.
Kosning tveggja skoðunarmanna.
Kosning þriggja manna í laganefnd og þriggja manna í uppstillingarnefnd fyrir næsta aðalfund og skal formaður kosinn sérstaklega. Kjósa skal sérstaklega um hvern mann.
Kosning eins fulltrúa af tveimur í eftirtalin ráð og nefndir: Minjanefnd, Úlfljótsvatnsráð og Hafravatnsráð. Kosningin er til tveggja ára.
Önnur mál.

Laga- og uppstillingarnefnd

Tillögur frá aðilum SSR um menn í stjórn og endurskoðendur, svo og tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist viðkomandi nefndum í síðasta lagi tveim vikum fyrir aðalfund. Á aðalfundi er heimilt að bera upp tillögur um menn í hvert það embætti sem kjósa skal um, en minnst fimm fulltrúar verða að standa að tilnefningunni. Leggja skal fram skriflegt samþykki með tilnefningum þeirra sem ekki eru staddir á fundinum.

Í laganefnd eru:  Sigurjón Einarsson Segli, Þórhallur Helgason og Ylfa Garpsdóttir Segli er formaður nefndarinnar.

Í uppstillingarnefnd eru:, Elmar Orri Gunnarsson Landnemum, Hrönn Þormóðsdóttir Landnemum og  Auðna Ágústsdóttir, Árbúum er formaður nefndarinnar.

Lög SSR er hægt að finna á vefsíðunni undir Gagnasafn

 

Fundargögn

Ársskýrsla SSR 2018_drög

2018 Ársreikningur SSR_drög

2019 lagabreytingatillögur

2019 tillögur uppstillingarnefndar

Opinn fundur ungmennaráðs 26.janúar

Ungmennaráð boðar til fundar varðandi niðurstöður ungmennaþings 2016.
Við viljum kanna hvort að enn sé vilji fyrir því að vinna út þeim niðurstöðum sem komu fram á þinginu í fyrra. t.d. að hækka róver aldurinn úr 23 yfir í 25.
Eftir hefðbundin fundarstörf getum við síðan fengið okkur kaffibolla og rætt mál líðandi stundar. Nánari upplýsingar hér.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
– Ungmennaráð

Tækifæri í alþjóðastarfi skáta

Fimmtudagskvöldið 19. janúar var líf og fjör í Skátamiðstöðinni þegar alþjóðaráð kynnti fyrir fullum sal tækifærin sem felast í alþjóðlegu skátastarfi. Formaður ráðsins, Jón Þór sagði hugljúfa sögu, hvernig hann fylltist skátaandanum við þátttöku á erlendu skátamóti sem dróttskáti og eftir það var ekki aftur snúið. Eftir tugi viðburða, skátamóta og ferða hefur Jón enga eftirsjá nema að hafa einfaldlega ekki náð að taka þátt í fleiri alþjóðlegum viðburðum.

 

Liljar kynnti möguleika á alþjóðastarfi í heimabyggð, meðal þess sem hægt er að gera:

Nýta sér verkefni á dagskrávefnum sem snúa að alþjóðastarfi
Bjóða erlendum hóp í heimsókn í skátafélagið
Framkvæma ungmennaskipti við erlendan hóp og taka á móti þeim á Íslandi
Kynnast frábærum skátum sem koma á Landsmót og halda sambandi eftir mót
Taka þátt í JOTA/JOTI alþjóðlegum viðburði sem fer fram á Internetinu í október

Vakin var athygli á þeim hafsjó komandi skátamóta sem í boði eru næstu ár, en fátt er því til fyrirstöðu fyrir einstaklinga, skátahópa eða skátafélög sem vilja skella sér á erlent mót! Í Evrópu eru til dæmis um tuttugu stór alþjóðleg mót næsta sumar og hægt er að fá nánari upplýsingar um þau öll hér.
Þórey talaði um sína þátttöku í ungmennaskiptum á vegum Erasmus+, bæði heima og erlendis.

Þykir henni þetta frábært tækifæri til að kynnast skátum og öðrum sjálfboðaliðum og læra á sama tíma nýja spennandi hluti þar sem verkefnin snúast oftast um ákveðið málefni sem þátttakendurnir hafa sameiginlegan áhuga á.

Einnig er umsóknarferlið gefandi og kom það henni á óvart hversu auðvelt það væri að nálgast styrk í gegnum Erasmus+ kerfið en er það einn helsti styrktaraðili ungmennaskipta í skátastarfi. Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að sækja um styrki er hægt að finna á www.euf.is

 

 

 

Alþjóðaráð er alltaf reiðubúið að aðstoða […]

19 nýir Gilwell-skátar

Útskriftarhópurinn, janúar 2017, ásamt leiðbeinendum

Síðastliðna helgi fór fram á Úlfljótsvatni 5. skref Gilwell-leiðtogaþjálfunar, Leiðtogi í eigin lífi.

19 skátar luku þar með Gilwell-vegferðinni og útskrifuðust sem Gilwell-skátar við hátíðlega athöfn í Gilwell-skálanum í gær.

Ragnheiður E. Stefánsdóttir kenndi skátunum að vera Leiðtoagar í eigin lífi

Helgin einkenndist af fræðslu og umræðum um hvað einkennir góðan leiðtoga og hvernig leiðtogar þroskast og vaxa. Ragnheiður E. Stefánsdóttir Gilwell-skáti og mannauðsstjóri hélt fyrirlestur um að vera leiðtogi í eigin lífi og Jón Lárusson Gilwell-skáti og markþjálfi kynnti fyrir okkur Markþjálfun og skátastarf.

 

 

 

 

Grunngildi skátahreyfingarinnar og hlutverk sjálfboðaliða voru einnig til umræðu ásamt hæfilegum skammti af

Björgvin stjórnar kvöldvöku

ígrundun og samveru.

Að sjálfsögðu var einnig hátíðarkvöldverður og kvöldvaka sem Björgvin Magnúss DCC stjórnaði eins og honum einum er lagið.

Leiðbeinendur og stjórnendur námskeiðsins voru sammála um að hér var einstaklega skemmtilegur hópur skáta að útskrifast og væntum við þess að sjá mikið af þeim í fjölbreyttum verkefnum fyrir skátahreyfinguna á næstum árum.

 

 

Gilwell-skólinn óskar nemendum innilega til hamingju með áfangann.

 

 

:: Hér má kynna sér meira um Gilwell-leiðtogaþjálfun

Útilífsnámskeið skáta

Ævintýraleg sumarupplifun!

Sumarið er uppáhaldstími margra. Þá hringja skólabjöllurnar út í síðasta skiptið þetta starfsárið og við tekur spennandi tímabil þar sem sólin sest ekki og ævintýrin bíða þín á hverju horni. Sumarið er nauðsynlegur tími í þroskaferli hvers barns, en þá fær það tækifæri til að nema nýjar lendur í hópi jafnaldra sinna, skoða heiminn með forvitni að vopni og upplifa það sem náttúran hefur upp á að bjóða.
Útilífsnámskeið skátanna nýta allt það sem sumarið hefur í för með sér og skiptir þá engu máli hvernig viðrar; það er alltaf eitthvað við að vera! Skátarnir nýta aldarlanga reynslu sína í að starfa með börnum og ungmennum til þess að gefa krökkunum á útilífsnámskeiðunum brot af því besta. Dagskrá er breytileg eftir staðsetningu en hver starfstöð starfar sjálfstætt, er með sinn eigin skólastjóra og foringjahóp. Aðaldagskráratriðin eru þó yfirleitt þau sömu; leikir, útivist og áskoranir. Margar starfstöðvar bjóða upp á námskeið sem enda á einnar-nætur útilegu, þar sem sumir þátttakendur gista í fyrsta skipti annarsstaðar en heima hjá foreldrum sínum, sem er í senn stundum pínulítið ógnvekjandi, en yfirleitt mikill sigur og ótrúleg uppspretta góðra æskuminninga.

Töfraheimur umhverfissins
„Fyrir þann sem hefur augu sem sjá og eyru sem heyra er skógurinn í senn tilraunastofa, félagsheimili og musteri“.Robert Baden-Powell, stofnandi skátahreyfingarinnar
Í hundrað ár hafa íslenskir skátar verið leiðandi í að kynna börn og ungmenni fyrir undraveröld náttúrunnar. Umhverfið og náttúran hafa frá upphafi verið kjörlendi skátastarfs og strax á unga aldri er krökkum innrætt virðing fyrir náttúrunni og lífríki hennar, þar sem þau læra að umgangast náttúruna á þann hátt að það skaði hvorki þau sjálf né náttúruna.
Fjölbreytileg íslensk náttúra er fyrirtaks vettvangur til þess að takast á við áskoranir, læra að meta fegurðina sem falin er í […]

Fjölbreytt skemmtidagskrá á sumardaginn fyrsta

Skátafélögin í Reykjavík halda sumardaginn fyrsta hátíðlegan víðsvegar um Reykjavík með helgistundum í kirkju og skemmtihátíðum í flestum hverfum borgarinnar. Um að gera að skipuleggja sig til þess að ná sem flestum viðburðum á þessum skemmtilega degi.

 

 

Skátafélagið Árbúar

Skrúðganga frá Árbæjarlaug að Árbæjarkirkju kl. 11:00. Skemmtidagskrá við skátaheimilið í Hraunbæ 123 frá 13:00-15:00

Skátafélagið Landnemar

Skemmtidagskrá á Klambratúni frá 14:00-16:00 með leiktækjum frá Skátalandi, Klifurveggurinn og rennibraut

Skátafélagið Hamar

Skrúðganga frá Spönginni að Rimaskóla kl. 11:30. Hátíðarhöld við Rimaskóla eftir skrúðgöngu, kynning á sumarstarfinu og sprell.

Skátafélagið Garðbúar

Skrúðganga frá Grímsbæ að Bústaðakirkju kl. 13:00. Skemmtidagskrá í Víkinni frá 14:00-16:00 með leiktækjum frá Skátalandi, Fótboltavöllur og Ofurþrautabrautin

Skátafélagið Ægisbúar

Skrúðganga kl. 11:00 frá Hagaskóla að Frostaskjóli þar sem sumarhátíð hefst kl. 11:15 með leiktækjum frá Skátalandi, Stóri hopparinn, Risa boxhringur og hopparinn.

Skátafélagið Skjöldungar

Skemmtidagskrá við frístundaheimilið Dalsel í Laugardal kl. 11:00-13:00 með tækjum frá Skátalandi, kassaklifur.

Skátafélagið Segull

Skrúðganga kl. 13:30 frá Þinni verslun Seljabraut að tjörninni hjá Hólmseli. Hátíðardagskrá frá 14:00-16:00.

Önnur dagskrásvæði með leiktækjum frá Skátalandi.

Skátafélagið Mosverjar

Lágafellsskóla fra klukkan 13:30  þar sem fjölskylduskemmtun með leiktækjum, pylsugrilli og vöfflusölu fer fram. Ninja þrautabraut, Dýragarðurinn.

Skátafélagið Vífill

Hofstaðaskóli þar sem fjölskylduskemmtun með leiktækjum, skemmtiatriðum og kaffisölu fer fram frá kl. 14:00, Suðræna rennibrautin, Klifurkastalinn, kamelot.

Skátafélagið Kópar

kl. 13:30 í Fífunni en þar verður skemmtidagskrá frá 14:00-16:00, Svalakastalinn, Risa rennibraut, Stóra þrautabrautin, Pandan, teygjubrautin, Sjávarþorpið, Fussball

 

 

Skátaþing hefst á föstudag

Þingfulltrúar á síðasta skátaþingi

SKÁTAÞING 2015 verður haldið 20.  – 22. mars á Selfossi í Fjölbrautaskóla Suðurlands.  Starfsmenn Skátamiðstöðvar hafa staðið í ströngu undanfarið við að gera allt klárt og hafa öll þinggögn verið sett á vef og fulltrúar skátafélaganna fengið sendar upplýsingar.  Gestgjafar þingsins í ár eru Fossbúar og sjá þeir meðal annars um undirbúning gleðisamkomunnar  á laugardagskvöld.

Skátaþing er opið öllum skátum og má gera ráð fyrir að hátt í 200 skátar heimsæki þingið og taki þátt í dagskrá að hluta eða allan tímann.  Allir starfandi skátar hafa rétt til að sitja Skátaþing með málfrelsi og tillögurétti.  Dagskránni yfir helgina, einkum á laugardag er stillt þannig upp að flestir þátttakendur geti verið virkir í umræðu og flest sjónarmið komi fram.
Kosningar á föstudagskvöld
Þingið verður sett á föstudagskvöld kl. 18.30 og þá um kvöldið eru kosningar til stjórnar Bandalags íslenskra skáta (BÍS).  Samkvæmt lögum er kosið á þessu þingi í fjórar stjórnarstöður. Bergþóra Sveinsdóttir býður sig fram til formanns ungmennaráðs, Ólafur Proppé er í framboði til formanns fræðsluráðs; Jón Þór Gunnarsson er í framboði til formanns alþjóðaráðs.  Þau eru öll sjálfkjörin. Framboðsfrestur í embætti formanns dagskrárráðs var lengdur þar sem sitjandi formaður, Unnur Flygenring,  dró framboð sitt til baka eftir að framboðsfrestur var runninn út. Þrír frambjóðendur eru í  þá stöðu en það eru Benjamín Axel Árnason, Una Guðlaug Sveinsdóttir og Þórhallur Helgason.

Ný lög fyrir Bandalag íslenskra skáta
Laganefnd sem unnið hefur frá síðasta skátaþingi að nýjum lögum leggur fyrir heilsteypta lagabreytingatillögu þessu þingi.  Auk hennar liggja fyrir þinginu tvær breytingartillögur um nýtt skátaheit.

Þar sem lagabreytingarnar eru umfangsmiklar er ráðgert að á föstudagskvöld verði umræðan látin einskorðast við þrjú stór mál. Í fyrsta lagi eru það ákvæði um félagsaðild að BÍS, í öðru lagi að tvískipta lögum […]

Aðalfundur SSR- kosningar

Aðalfundur Skátasambandins verður haldin 19.mars n.k. í Árbúaheimilinu kl 20:00

2.3 Tillögur frá aðilum SSR um menn í stjórn og endurskoðendur, svo og tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist viðkomandi nefndum í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund. Á aðalfundi er heimilt að bera upp tillögur um menn í hvert það embætti sem kjósa skal um, en minnst fimm fulltrúar verða að standa að tilnefningunni. Leggja skal fram skriflegt samþykki með tilnefningum þeirra sem ekki eru staddir á fundinum.

Stjórnarkjör aðalfundar er samkv. lögum SSR gr: 2.7.

Stjórn SSR skal skipuð fimm mönnum: Formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Kjörtímabilið er tvö ár. Formaður og varaformaður skulu ekki kjörnir á sama ári. Láti einhver stjórnarmanna af störfum á milli aðalfunda skal stjórnin skipa annan í hans stað.

Til kjörs í stjórn er nú varaformaður og  meðstjórnandi:

Formaður, Hrönn Þormóðsdóttir

Gjaldkeri, Arthúr Pétursson

Meðstjórnandi,

Varamaður til tveggja ára,

Varamaður til tveggja ára,

Til kjörs í ráð og nefndir eru eftirfarnandi.

Úlfljótsvatnsráð: Sveinbjörn Lárusson

Hafravatnsráð: Guðmundur Þór Pétursson

Á aðalfundi 24.mars 2014 voru eftirtaldir skátar kjörnir í uppstillingarnefnd og laganefnd til eins árs:

Í laganefnd: Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir formaður, Arnlaugur Guðmundsson og Sigurjón Einarsson.

Í minnjanefnd. Björn Jón Bragason

Í uppstillingarnefnd: Helgi Jónsson formaður, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Jóhanna Þorleifsdóttir.

Hægt er að senda tillögur til uppstillingarnefndar á helgi@skatar.is eða ssr@ssr.is

Lög SSR má finna á http://ssr.is/log-ssr/

Fundargerð síðasta aðalfundar má finna http://ssr.is/gagnasafn/

Sumardagurinn fyrsti 2015

Skátasamband Reykjavíkur býður til umræðu og endurmatsfundar á Sumardaginum fyrsta.

 

Formáli:
Sumardagurinn fyrsti, hinn forni íslenski hátíðisdagur hefur verið mikilvægur í skátastarfi í Reykjavík um áratuga skeið, jafnvel frá upphafi þess.
Í elstu manna minnum hefur í Reykjavík verið gengið til skátamessu í aðalkirkjum borgarinnar, fyrst í Dómkirkju, síðan bætist Fríkirkja við, þá kemur Háskólabíó inn og nú hin síðustu ár hefur skátamessa verið í Hallgrímskirkju. Skátamessu er jafnan útvarpað beint á RÚV. Dagurinn hér í Reykjavík hefur undanfarin ár verið haldinn í samvinnu BÍS og SSR.
Til messunnar er jafnan boðið Forseta Íslands, borgarstjóra, alþingismönnum og borgarfulltruum auk gamalla skáta og öðrum gestum.

Með breyttu þjóðfélagi og breyttri samsetningu og stækkun borgarsamfélagsins,  breytast skátafélög og starfsemi þeirra eins og annað. Með tilkomu hverfaráða á vegum borgarinnar og dagskrá þeirra í hverfum Reykjavíkur á sumardaginn fyrsta hefur færst í aukana þátttaka skátafélaga í þeirri dagskrá.
Skátar í skátafélögum Reykjavíkur í dag óska ekki lengur eftir því að fara niður í miðborg Reykjavíkur til að hópast saman í Hallgrímskirkju, heldur vilja þeir mæta deginum á eigin forsendum í heimahverfi sínu, sum fara í skátamessu þar, önnur ekki og kjósa þá aðrar leiðir. Á sumardaginn fyrsta 2014 var svo komið að ekkert skátafélag í Reykjavík sá ástæðu til að taka þátt í skátamessunni í Hallgrímskirkju og er því ljóst að viðburðurinn stendur á krossgötum.
Það er því  tímabært að taka hátíðahöld skáta á sumardaginn fyrsta upp til endurmats og meta hvernig heppilegast er fyrir hreyfinguna að standa að málum þennan dag.

Fimmtudaginn 5. febrúar verður umræðufundur í skátaheimili Árbúa, Hraunbæ 123 klukkan 20:00.  Skráning fer fram á viðburðarskráningu skáta

 

Þingakademía rekka- og róverskáta