• Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur verður haldinn í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 ,  fimmtudaginn 14.mars 2020 kl. 19:30

    Mjög takmarkað sætapláss verður í skátamiðstöðinni og ætlast er til að einungis atkvæðisbærir einstaklingar mæti í eigin persónu á fundinn. Fundurinn verður einnig í fjarfundarformi og verður hægt að taka þátt í umræðum á netinu. Slóð á fundinn verður sett inn hér rétt fyrir fund.

    Dagskrá fundarins eru skv. lögum SSR gr: 2.6.

    • Kosning fundarstjóra og ritara.
    • Lögð fram skýrsla stjórnar. - Umræður.
    • Lagðir fram endurskoðaðir reikningar og fjárhagsáætlun til eins árs. - Umræður.
    • Tillögur um lagabreytingar kynntar. - Umræður.
    • Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga, skýrslu stjórnar, reikninga og fjárhagsáætlunar.
    • Kosning stjórnar, sbr ákvæði 2.7. Kosið skal í hvert embætti fyrir sig.
    • Kosning tveggja skoðunarmanna.
    • Kosning þriggja manna í uppstillingarnefnd fyrir næsta aðalfund og skal formaður kosinn sérstaklega. Kjósa skal sérstaklega um hvern mann.
    • Kosning eins fulltrúa af tveimur í eftirtalin ráð og nefndir: Minjanefnd, og Hafravatnsráð. Kosningin er til tveggja ára.
    • Önnur mál.

    Lög SSR er hægt að finna á vefsíðunni undir Gagnasafn

     

  • Permalink Gallery

    Aðalfundur SSR 2020

Aðalfundur SSR 2020

Aðalfundur SSR 2019

Aðalfundur SSR var haldinn 28.mars 2019 í skátamiðstöðinni Hraunbæ 123.  Fundurinn fór fram samkvæmt lögum SSR og var hann vel sóttur af fulltrúm skátafélaganna í Reykjavík. Að venju voru ársskýrsla, ársreikningar og fjárhagsáætlun samþykkt á fundinum og kosið í stjórn, ráð og nefndir SSR. Þeir sem hlutu kjör á aðalfundi 2019 eru eftirfarandi

Stjórn SSR

Formaður stjórnar – Benedikt Þorgilsson, Garðbúum

Gjaldkeri – Baldur Árnason, Segli

Meðstjórnandi – Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Landnemum

Meðstjórnandi – Eðvald Einar Stefánsson, Segli

Uppstilllingarnefnd

Haukur Haraldsson, Landnemum

Daði Björnsson, Árbúum

Þóhallur Helgason, Segli

Minjanefnd

Sigrún Sigurgestsdóttir, Landnemum

Hafravatnsráð

Guðmundur Pétursson, Skjöldungum

Ása Jóhannsdóttir, Árbúum

Á aðalfundinum voru gerðar breytingar á lögum SSR á þann veg að ekki er lengur kosið í Úlfljótsvatnráð og Laganefnd. Þeir sem sátu í þessum embættum sem og öðrum er þakkað fyrir góð störf í þágu skátastarfs í Reykjavík.

 

Eftirtaldir aðilar fengu afhent heiðursmerki SSR á aðalfundinum.

Silfurmerki SSR

Sif Pétursdóttir
Skjöldungar

Sigríður Hálfdánardóttir
Árbúar

Bronsmerki SSR

Jóhanna Guðmundsdóttir
Hamar

Helga Rós Einarsdóttir
Ægisbúar

Helga Þórey Júlíusdóttir
Skjöldungar

 

 

 

 

 

 

 

 

Hægt er að lesa fundargerð fundarins  ásamt skýrslu stjórnar undir Gagnasafn

 

 

 

Aðalfundur SSR 2019, 28.mars

Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur verður haldinn í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 ,  fimmtudaginn 28.mars 2019 kl. 19:30

Dagskrá fundarins eru skv. lögum SSR gr: 2.6.

Kosning fundarstjóra og ritara.
Lögð fram skýrsla stjórnar. – Umræður.
Lagðir fram endurskoðaðir reikningar og fjárhagsáætlun til eins árs. – Umræður.
Tillögur um lagabreytingar kynntar. – Umræður.
Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga, skýrslu stjórnar, reikninga og fjárhagsáætlunar.
Kosning stjórnar, sbr ákvæði 2.7. Kosið skal í hvert embætti fyrir sig.
Kosning tveggja skoðunarmanna.
Kosning þriggja manna í laganefnd og þriggja manna í uppstillingarnefnd fyrir næsta aðalfund og skal formaður kosinn sérstaklega. Kjósa skal sérstaklega um hvern mann.
Kosning eins fulltrúa af tveimur í eftirtalin ráð og nefndir: Minjanefnd, Úlfljótsvatnsráð og Hafravatnsráð. Kosningin er til tveggja ára.
Önnur mál.

Laga- og uppstillingarnefnd

Tillögur frá aðilum SSR um menn í stjórn og endurskoðendur, svo og tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist viðkomandi nefndum í síðasta lagi tveim vikum fyrir aðalfund. Á aðalfundi er heimilt að bera upp tillögur um menn í hvert það embætti sem kjósa skal um, en minnst fimm fulltrúar verða að standa að tilnefningunni. Leggja skal fram skriflegt samþykki með tilnefningum þeirra sem ekki eru staddir á fundinum.

Í laganefnd eru:  Sigurjón Einarsson Segli, Þórhallur Helgason og Ylfa Garpsdóttir Segli er formaður nefndarinnar.

Í uppstillingarnefnd eru:, Elmar Orri Gunnarsson Landnemum, Hrönn Þormóðsdóttir Landnemum og  Auðna Ágústsdóttir, Árbúum er formaður nefndarinnar.

Lög SSR er hægt að finna á vefsíðunni undir Gagnasafn

 

Fundargögn

Ársskýrsla SSR 2018_drög

2018 Ársreikningur SSR_drög

2019 lagabreytingatillögur

2019 tillögur uppstillingarnefndar

Kaupsamningur á Úlfljótsvatni undirritaður

Sunnudaginn 15. júlí síðastliðinn skrifaði Bandalag íslenskra skáta (BÍS) og Skátasamband Reykjavíkur (SSR) undir samning varðandi Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni.
BÍS mun kaupa hlut SSR í ÚSÚ og verður þá BÍS eini eigandi ÚSÚ.
Allir aðilar eru ánægðir með samninginn og mikil gleði ríkir fyrir framtíðinni.

 

Við hvetjum auðvitað alla skáta landsins til þess að nýta svæðið á Úlfljótsvatni í útilegur og dagsferðir.

(frétt af www.skatamal.is)

Aðalfundur SSR 2018

Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur var haldinn 23.mars 2018 í Skátamiðstöðinni. Fundinn var vel sóttur af fulltrúum frá öllum skátafélögunum í Reykjavík, Árbúum, Garðbúum, Haförnum, Hamri, Landnemum, Segli, Skjöldungum og Ægisbúum.

Formaður SSR, Hrönn Þormóðsdóttir setti fundinn en fundarstjóri var kjörinn Auðna Ágústsdóttir, Árbúum og fundarritari Valborg Sigrún Jónsdóttir Árbúum.

Hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram samkvæmt lögum sambandsins, ársskýrsla SSR, yfirferð og afgreiðsla reikninga og fjárhagsáætlunar. Þá voru kosningar og var Benedikt Árnason, Árbúum kjörinn formaður SSR en hann og Páll L. Sigurðsson voru í kjöri til formanns. Tryggvi Bragason var svo kjörinn í sæti meðstjórnanda sem Nanna Guðmundsdóttir sat áður. Ekki tókst að fá framboð í varaformann, gjaldkera og ritara og þurfti því að fresta kjöri stjórnar og einnig var ákveðið að fresta öðrum málum þangað til 4.apríl en þá var ákveðið að halda fundi áfram.

Uppstillingarnefnd fékk því aftur verkefnið að stilla upp fullmannaðir stjórn og það tókst fyrir fundinn 4.apríl og buðu sig fram Brynja Guðjónsdóttir og Jón Ingvar Bragaon til varaformanns og Auður Sesselja Gylfadóttir til ritara og Baldur Árason ákvað að gefa kost á sér til Gjaldkera og þá losnaði staða hans sem meðstjórnandi og Sigurbjörg Sæmundsdóttir gaf kost á sér í það embætti.

Fundur hélt því áfram og byrjað ða kjöri í stjórn og það var Brynja Guðjónsdóttir sem hafði betur í kjöri varaformanns og aðrir voru sjálfkjörnir. Eftir það var farið í önnur mál og ber hæst að nefna að samþykkt var með 7 atkvæðum á móti 6 atkvæðum og 4 auðir tillaga sem fjallaði um að stjórn SSR skuli senda sölutilboð til BÍS í eignir og rekstur Úlfljótsvatns á sömu forsendum og tilboð barst frá stjórn BÍS í okbóber. Einnig var samþykkt að SSR skildi halda upp á 50 ára afmælis sambandsins í þeirri mynd sem […]

Aðalfundur 2018, 22.mars

Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur 2018 verður haldinn í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 , fimmtudaginn 22. mars 2018 klukkan 20:00

Dagskrá fundarins eru skv. lögum SSR gr: 2.6.

Kosning fundarstjóra og ritara.
Lögð fram skýrsla stjórnar. Umræður.
Lagðir fram endurskoðaðir reikningar og fjárhagsáætlun til eins árs. Umræður.
Tillögur um lagabreytingar kynntar. Umræður.
Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga, skýrslu stjórnar, reikninga og fjárhagsáætlunar.
Kosning stjórnar, sbr. ákvæði 2.7. Kosið skal í hvert embætti fyrir sig.
Kosning tveggja skoðunarmanna.
Kosning þriggja manna í laganefnd og þriggja manna í uppstillingarnefnd fyrir næsta aðalfund og skal formaður kosinn sérstaklega. Kjósa skal sérstaklega um hvern mann.
Kosning eins fulltrúa af tveimur í eftirtalin ráð og nefndir: Minjanefnd, Úlfljótsvatnsráð og Hafravatnsráð. Kosningin er til tveggja ára.
Önnur mál.

Laga- og uppstillingarnefnd

Tillögur frá aðilum SSR um menn í stjórn og endurskoðendur, svo og tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist viðkomandi nefndum í síðasta lagi tveim vikum fyrir aðalfund. Á aðalfundi er heimilt að bera upp tillögur um menn í hvert það embætti sem kjósa skal um, en minnst fimm fulltrúar verða að standa að tilnefningunni. Leggja skal fram skriflegt samþykki með tilnefningum þeirra sem ekki eru staddir á fundinum.

Í laganefnd eru: Eva Indriðadóttir Hamri,  Sigurjón Einarsson Segli, og Ylfa Garpsdóttir Segli er formaður nefndarinnar.

Í uppstillingarnefnd eru: Auðna Ágústsdóttir, Árbúum, Elmar Orri Gunnarsson Landnemum og Ágúst Arnar Þráinsson Hamri er formaður nefndarinnar.

Lagabreytingartillögur 2018

Tillögur uppstillingarnefndar 2018

Ársskýrsla SSR 2017

SSR ársreikningur 2017

Tillaga um sölu á útilifsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni (1)

 

 

Fjölmennasta Vetrarmótið hingað til lokið

Vetrarmót Reykjavíkur var haldið í fjórða sinn um síðustu helgi í skátaparadísinni á Úlfljótsvatni. Rúmlega 150 skátar úr öllum átta skátafélögunum í Reykjavík tóku þátt og má með sanni segja að sannur skátaandi hafi ríkt á mótinu. Skátarnir tókust á við fjölbreytt verkefni við hæfi aldurstigsins;  Fálkaskátarnir fóru meðal annars í klifurturninn, lærðu skyndihjálp og renndu sér á því sem hendi var næst niður brekkurnar. Dróttskátarnir fóru í krefjandi gönguferð um svæðið þar sem þau fengu að læra á snjóflóðaýli ásamt því að rata um í náttúrunni. Rekkaskátarnir fóru í Gönguferð inn í Reykjadal þar sem skellt var sér í lækinn sem þau voru alveg rosalega ánægð með og foringjarnir stóðu sig frábærlega við að keyra skemmtilega dagskrá fyrir skemmtilegu skátanna.

Að venju þá gistu Róverskátarnir úti í tjaldi sem er útbúið kamínu sem hélt góðum hita þegar mannskapurinn fór í háttinn en í morgunsárið fór kuldinn að segja til sín þegar glóðin í eldinum voru búin og þá kom sér vel að kíkja inn í skála og vekja yngri skátanna.

Pulsupartý í snjónum!

Helstu markmiðin með þessum viðburði er að efla vetrarútivist skáta í Reykjavík, auka samstarf milli skátafélaganna í Reykjavík sem og setja upp skemmtileg og krefjandi verkefni fyrir skátanna. Við slitin afhenti mótstjórinn skátunum mótsmerki fyrir vel unnin störf um helgina og voru skátarnir sammála um að vel hafi tekist. Að lokum er vert að þakka öllum þeim sem tóku þátt í undirbúningi og framkvæmd mótsins og þá sérstaklega foringjum og einnig sjálboðaliðunum félaganna. Að þessu sinni kom skátaflokkurinn Hrefnunar og aðstoðaði okkur í eldhúsinu en í flokknum eru konur sem voru virkir skátar á árum áður. Það er mikilsvirði að eiga að fá svona hóp til aðstoðar á svona móti. Við fengum einnig […]

Skráning í Útilífsskólann hefst 20.apríl

Skráning fyrir ein skemmtilegustu sumarnámskeiðin hefst á morgun 20.apríl. Skátafélög í Reykjavík bjóða uppá fjöbreytileg og skemmtileg námskeið fyrir 8-12 ára krakka.
Sex starfsstöðvar verða í Reykjavík Breiðholti, Árbæ, Grafarvogi, Bústaðahverfi, Sólheimum og Hlíðum. Hægt er að nálgast upplýsingar um námskeiðin og verð á www.utilifsskoli.is

Hér má sjá svipmyndir frá fyrri árum í Útilífsskólanum

 

 

 

Skátar fagna sumri útum alla Reykjavík

Sumardagurinn fyrsti, fimmtudagurinn 20. apríl, verður haldinn hátíðlegur í öllum hverfum borgarinnar með lúðrablæstri, skrúðgöngum og hoppukastölum. Dagskrá verður á vegum skátafélaganna í Reykjavík ásamt frístundamiðstöðvum og íþróttafélaga. Við hlökkum til að taka á móti ykkur með bros á vör.

  • Permalink Gallery

    Nítján skátar fengu afhent heiðursmerki á aðlfundi SSR

Nítján skátar fengu afhent heiðursmerki á aðlfundi SSR

Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur var haldinn í Skátamiðstöðinni 23. mars s.l.

Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Fundarstjóri var kjörinn Auðna Ágústsdóttir og fundarritari Sonja Kjartansdóttir. Auk afgreiðslu skýrslu stjórnar og reikninga Skátasambandsins fór fram stjórnarkjör. Arthur Pétursson lét að eigin ósk af störfum eftir tólf ára setu sem gjaldkeri SSR og var Páll L. Sigurðsson, Segli kjörinn í hans stað. Einnig var Nanna Guðmundsdóttir, Ægisbúum kjörin meðstjórnandi.

Fundurinn var fjölsóttur og sóttu hann fulltrúar allra skátafélaganna í Reykjavík. Var góður rómur í fundarmönnum og ljóst að mikil tækifæri eru framundan. Var stjórn þökkuð skýrsla starfsins og reikningar samþykktir samhljóða. Sérstaklega var Arthuri Péturssyni þakkað hans langa og farsæla starf í þágu Skátasambandsins. Fundargerð fundarins er hægt að nálgast á http://ssr.is/gagnasafn

Stjórn SSR sæmdi eftirtalda félaga heiðursmerkjum fyrir sérlega vel unnin störf í þágu Reykjavíkurskáta:

Gullmerki SSR

Sveinbjörn Lárusson Skjöldungum og Úlfljótsvatnsráð

 

 

 

 

 

Silfurmerki

Jón Andri Helgason Árbúum og SSR

Sædís Ósk Helgadóttir Garðbúum

 

 

 

 

 

Bronsmerki

Sigríður Hálfdánardóttir Árbúum, Ágúst Arnar Þráinsson Hamar, Benedikt Þorgilsson Árbúum, Birkir Þór Fossdal Árbúum, Þröstur Ríkharðsson Árbúum, Jónas Grétar Sigurðsson Landnemum, Sigurgeir B. Þórisson Landnenum, Ylfa Garpsdóttir Segli, Sunna Líf Þórarinsdóttir Segli, Sif Pétursdóttir Ægisbúum, Jón Freysteinn Jónsson Ægisbúum

 

 

Á fundinn mætti fyrir hönd stjórnar Bandalags íslenskra skáta, nýkjörinn aðstoðarskátahöfðingi Dagmar Ólafsdóttir og sæmdi eftirtalda skáta heiðursmerkjum BÍS:

Helgi Jónsson – Þórshamrinn úr gulli

Hrönn Þormóðsdóttir, – Þórshamarinn úr gulli

Arthúr Pétursson, – Þórshamarinn úr silfri

Auðna Ágústsdóttir, Þórshamarinn úr silfri

 

Þjónustumerki BÍS, Silfraða liljan og smárinn,

Jón Freysteinn Jónsson

Stjórn SSR skipa nú: Hrönn Þormóðsdóttir Landnemum, formaður, Haukur Haraldsson Landnemum, varaformaður, Páll L. Sigurðsson Segli gjaldkeri og meðstjórnendur: Baldur Árnason Segli, Sif Pétursdóttir, Benedikt Þorgilsson Garðbúum og Nanna Guðmundsdóttir Ægisbúum.

Verkefnisstjóri SSR er Jón Andri Helggason.