Mot_62_0315

MINJANEFNDMinjanefnd er samstarfsnefnd, Skátasambands Reykjavíkur, Bandalags íslenskra skáta og Landsgildis St. Georgs-gildanna á Íslandi um varðveislu og skráningu skátaminja.  Nefndina skipa tveir fulltrúar hvers aðila. Fulltrúi Skátasambandsins er Björn Jón Bragason sagnfræðingur var hann kosinn fyrst á aðalfundi SSR 2018 og Sigrún Sigurgestsdóttir var kosinn á aðalfundi SSR 2017.

Helstu verkefni nefndarinnar er að safna og halda til haga munum, sögu og upplýsingum um skátastarf. Nefndin hefur þá m.a. tekið viðtöl við eldri skáta til þess að safna lýsingum um skátastarf fyrri ára.

Minjanefnd hefur sérstakan áhuga á að fá til vörslu gamla skátamuni s.s. skátabúninga, skátamerki, skátablöð, skátabækur, gestabækur, fundargerðabækur, viðurkenningar, myndir, muni sem tengjast útilífi og námskeiðum skáta, starfi skátaflokka, skátasveita, skátafélaga og skátasambanda. Þægilegast er að hafa samband við skrifstofu BÍS og koma  munum þangað, í Skátamiðstöðina, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík. Sími: 550-9800 á skrifstofutíma. Eða netfang : skatar@skatar.is