• Permalink Gallery

    Búið er að opna fyrir umsóknir fyrir sölutjöld á 17.júní

Búið er að opna fyrir umsóknir fyrir sölutjöld á 17.júní

Eins og undanfarin ár sér Skátasamband Reykjavíkur um umsýrslu á söluleyfum fyrir Reykjavíkurborg í samstarfi við Þjóðhátíðarnefnd. Hægt er að nálgast allar upplýsingar og sækja um á vefsíðu skátalands  www.skataland.is/17juni.

Skátaratleikur á Barnamenningarhátíð

Skátar í Reykjavík bjóða uppá Ratleik í kringum Tjörnina í miðbænum í tengslum við Barnamenningarhátíð. Ratleikurinn er í boði 1. maí frá kl 12:00-18:00. Þátttakendur fá að kynnast skátastarfinu í þessum ratleik þar sem við setjum upp 10 þrautir sem þátttakendur finna og leysa. Ratleikurinn er sérstaklega búinn til þess að fjölskyldur getið tekið þátt saman og skemmt sér .
Hér fyrir neðan má sjá myndir tengdar leiknum en safnað verður saman myndum í gegnum kassamerkið #skatahatid og birt hér fyrir neðan.

 

Skátar fagna sumri

 

Skátar í Reykjavík fagna sumardeginum fyrsta á fimmtudaginn eins og venjan er. Skátasamband Reykjavíkur bíður ásamt Bandalagi íslenskra skáta til sumarfagnaðar í Hallgrímskirkju kl 11.00. Skátakórinn sér um að halda stemningu í kirkjunni með skáta og sumarsöngvum og ræðumaður dagsins verður Eva Björk Valdimarsdóttir . Skátafélögin taka svo þátt í skemmtidagskrá víðsvegar um borgina á sínu starfssvæði. Að lokinni skemmtidagskrá bíður Skátasamband Reykjavíkur eldri skátum til grillveislu á Klambratúni eins og síðustu tvö ár(nánar auglýst síðar). Allir Hoppukastalar Skátalands verða í útleigu á sumardeginum fyrsta víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og um að gera að skanna svæðið og prófa þá flesta.

 

 

Keilumótið Heppnaðist vel

Í góðri sveiflu á keilumóti
„Keilumótið heppnaðist mjög vel, segir Sædís Ósk Helgadóttir í mótsnefnd um Keilumót Garðbúa sem haldið var í gær.
Mótið var öllum opið og greinilega víða áhugi hjá skátafélögunum, en 22 lið mættu til leiks frá 11 skátafélögum.

Verðlaunaafhending„Stjórn skátasambandsins mætti einnig með sterkt lið og gamlir Garðbúar komu og sýndu ungu skátunum hvernig ætti að keila,“ segir Sædís. „Mikill metnaður var lagður í búninga liðanna og var mikil stemming og skátaandi ríkti í loftinu. Við þökkum öllum sem hjálpuðu okkur að halda mótið kærlega fyrir hjálpina. Þá sem gáfu verðlaun, æskulýðssjóður og SSR“.

 

Aðalfundur SSR

Aðalfundur Skátasambandins verður haldin 24. mars 2014

Fundurinn verður haldinn í skátamiðstöðinni kl 20:00

Dagskrá fundar er eftirfarandi samkvæmt lögum SSR

2.6 Dagskrá aðalfundar skal vera:

A. Kosning fundarstjóra og ritara.

B. Lögð fram skýrsla stjórnar. Umræður.

C. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar og fjárhagsáætlun til eins árs. Umræður.

D. Tillögur um lagabreytingar kynntar. Umræður.

E. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga, skýrslu stjórnar, reikninga og fjárhagsáætlunar.

F. Kosning stjórnar (samanber §2.7).

G. Kosning tveggja skoðunarmanna.

H. Kosning þriggja manna í laganefnd og þriggja manna í uppstillingarnefnd fyrir næsta aðalfund og skal formaður kosinn sérstaklega. Kjósa skal sérstaklega um hvern mann.

I. Kosning tveggja manna í Minjanefnd til tveggja ára, einn í senn og tveggja manna í Úlfljótsvatnsráð, til tveggja ára einn í senn.

J. Kosning tveggja fulltrúa í Hafravatnsráð.

K. Önnur mál.

 

 

Fundargögn:

Skýrsla Stjórnar 2014

Tillögur til breytingar á lögum Skátasambands Reykjavíkur

Tillaga uppstillingarnefndar fyrir aðalfund SSR 2014

Tillögur laganefndar 2014

 

Málþing Útilífsskóla

Með hækkandi sólu fer að styttast í enn eitt Útilífsskólasumarið. Útilífsskólinn er mikilvægur hlekkur í starfi skátafélaga og langar okkur að reyna að efla hann enn frekar. SSR bíður til málþings Útilífsskólanna þar sem verður tekin staðan og skoða tækifæri í eflingu Útilífsskólans. Við ætlum að hittast fimmtudagskvöldið 13. febrúar kl 19:00 í skátamiðstöðinni.

 

Félagsforingjafundur

Haldin 10. febrúar í skátamiðstöðinni kl 18:00

Dagskrá fundarins

1. Barnamenningarhátíð

2. Útilífsskólinn

3. Viðhaldsstyrkur

4. Aðalfundur

5. Önnur Mál

Sumardagurinn Fyrsti

Sumardagurinn fyrst er 24. apríl þetta árið

Skátafélögin í Reykjavík verða með hátíðardagskrá á sínu starfssvæði.

 

 

Stjórn Skátasambands Reykjavíkur bíður svo öllu skátum í hamborgaraveislu á Klambratúni um kvöldið.