„Keilumótið heppnaðist mjög vel, segir Sædís Ósk Helgadóttir í mótsnefnd um Keilumót Garðbúa sem haldið var í gær.
Mótið var öllum opið og greinilega víða áhugi hjá skátafélögunum, en 22 lið mættu til leiks frá 11 skátafélögum.
- Verðlaunaafhending
„Stjórn skátasambandsins mætti einnig með sterkt lið og gamlir Garðbúar komu og sýndu ungu skátunum hvernig ætti að keila,“ segir Sædís. „Mikill metnaður var lagður í búninga liðanna og var mikil stemming og skátaandi ríkti í loftinu. Við þökkum öllum sem hjálpuðu okkur að halda mótið kærlega fyrir hjálpina. Þá sem gáfu verðlaun, æskulýðssjóður og SSR“.