Í góðri sveiflu á keilumóti
„Keilumótið heppnaðist mjög vel, segir Sædís Ósk Helgadóttir í mótsnefnd um Keilumót Garðbúa sem haldið var í gær.

Mótið var öllum opið og greinilega víða áhugi hjá skátafélögunum, en 22 lið mættu til leiks frá 11 skátafélögum.

Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending

„Stjórn skátasambandsins mætti einnig með sterkt lið og gamlir Garðbúar komu og sýndu ungu skátunum hvernig ætti að keila,“ segir Sædís. „Mikill metnaður var lagður í búninga liðanna og var mikil stemming og skátaandi ríkti í loftinu. Við þökkum öllum sem hjálpuðu okkur að halda mótið kærlega fyrir hjálpina. Þá sem gáfu verðlaun, æskulýðssjóður og SSR“.

keilumót-004