Skátafélögin í Reykjavík halda sumardaginn fyrsta hátíðlegan víðsvegar um Reykjavík með helgistundum í kirkju og skemmtihátíðum í flestum hverfum borgarinnar. Um að gera að skipuleggja sig til þess að ná sem flestum viðburðum á þessum skemmtilega degi.

boðskort

 

 

Skátafélagið Árbúar

Skrúðganga frá Árbæjarlaug að Árbæjarkirkju kl. 11:00. Skemmtidagskrá við skátaheimilið í Hraunbæ 123 frá 13:00-15:00

Skátafélagið Landnemar

Skemmtidagskrá á Klambratúni frá 14:00-16:00 með leiktækjum frá Skátalandi, Klifurveggurinn og rennibraut

Skátafélagið Hamar

Skrúðganga frá Spönginni að Rimaskóla kl. 11:30. Hátíðarhöld við Rimaskóla eftir skrúðgöngu, kynning á sumarstarfinu og sprell.

Skátafélagið Garðbúar

Skrúðganga frá Grímsbæ að Bústaðakirkju kl. 13:00. Skemmtidagskrá í Víkinni frá 14:00-16:00 með leiktækjum frá Skátalandi, Fótboltavöllur og Ofurþrautabrautin

Skátafélagið Ægisbúar

Skrúðganga kl. 11:00 frá Hagaskóla að Frostaskjóli þar sem sumarhátíð hefst kl. 11:15 með leiktækjum frá Skátalandi, Stóri hopparinn, Risa boxhringur og hopparinn.

Skátafélagið Skjöldungar

Skemmtidagskrá við frístundaheimilið Dalsel í Laugardal kl. 11:00-13:00 með tækjum frá Skátalandi, kassaklifur.

Skátafélagið Segull

Skrúðganga kl. 13:30 frá Þinni verslun Seljabraut að tjörninni hjá Hólmseli. Hátíðardagskrá frá 14:00-16:00.

Önnur dagskrásvæði með leiktækjum frá Skátalandi.

Skátafélagið Mosverjar

Lágafellsskóla fra klukkan 13:30  þar sem fjölskylduskemmtun með leiktækjum, pylsugrilli og vöfflusölu fer fram. Ninja þrautabraut, Dýragarðurinn.

Skátafélagið Vífill

Hofstaðaskóli þar sem fjölskylduskemmtun með leiktækjum, skemmtiatriðum og kaffisölu fer fram frá kl. 14:00, Suðræna rennibrautin, Klifurkastalinn, kamelot.

Skátafélagið Kópar

kl. 13:30 í Fífunni en þar verður skemmtidagskrá frá 14:00-16:00, Svalakastalinn, Risa rennibraut, Stóra þrautabrautin, Pandan, teygjubrautin, Sjávarþorpið, Fussball