Aðalfundur Skátasambandins verður haldin 19.mars n.k. í Árbúaheimilinu kl 20:00

2.3 Tillögur frá aðilum SSR um menn í stjórn og endurskoðendur, svo og tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist viðkomandi nefndum í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund. Á aðalfundi er heimilt að bera upp tillögur um menn í hvert það embætti sem kjósa skal um, en minnst fimm fulltrúar verða að standa að tilnefningunni. Leggja skal fram skriflegt samþykki með tilnefningum þeirra sem ekki eru staddir á fundinum.

Stjórnarkjör aðalfundar er samkv. lögum SSR gr: 2.7.

Stjórn SSR skal skipuð fimm mönnum: Formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Kjörtímabilið er tvö ár. Formaður og varaformaður skulu ekki kjörnir á sama ári. Láti einhver stjórnarmanna af störfum á milli aðalfunda skal stjórnin skipa annan í hans stað.

Til kjörs í stjórn er nú varaformaður og  meðstjórnandi:

Formaður, Hrönn Þormóðsdóttir

Gjaldkeri, Arthúr Pétursson

Meðstjórnandi,

Varamaður til tveggja ára,

Varamaður til tveggja ára,

Til kjörs í ráð og nefndir eru eftirfarnandi.

Úlfljótsvatnsráð: Sveinbjörn Lárusson

Hafravatnsráð: Guðmundur Þór Pétursson

Á aðalfundi 24.mars 2014 voru eftirtaldir skátar kjörnir í uppstillingarnefnd og laganefnd til eins árs:

Í laganefnd: Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir formaður, Arnlaugur Guðmundsson og Sigurjón Einarsson.

Í minnjanefnd. Björn Jón Bragason

Í uppstillingarnefnd: Helgi Jónsson formaður, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Jóhanna Þorleifsdóttir.

Hægt er að senda tillögur til uppstillingarnefndar á helgi@skatar.is eða ssr@ssr.is

Lög SSR má finna á http://ssr.is/log-ssr/

Fundargerð síðasta aðalfundar má finna http://ssr.is/gagnasafn/