Skátasamband Reykjavíkur býður til umræðu og endurmatsfundar á Sumardaginum fyrsta.

 

Formáli:
Sumardagurinn fyrsti, hinn forni íslenski hátíðisdagur hefur verið mikilvægur í skátastarfi í Reykjavík um áratuga skeið, jafnvel frá upphafi þess.
Í elstu manna minnum hefur í Reykjavík verið gengið til skátamessu í aðalkirkjum borgarinnar, fyrst í Dómkirkju, síðan bætist Fríkirkja við, þá kemur Háskólabíó inn og nú hin síðustu ár hefur skátamessa verið í Hallgrímskirkju. Skátamessu er jafnan útvarpað beint á RÚV. Dagurinn hér í Reykjavík hefur undanfarin ár verið haldinn í samvinnu BÍS og SSR.
Til messunnar er jafnan boðið Forseta Íslands, borgarstjóra, alþingismönnum og borgarfulltruum auk gamalla skáta og öðrum gestum.

Með breyttu þjóðfélagi og breyttri samsetningu og stækkun borgarsamfélagsins,  breytast skátafélög og starfsemi þeirra eins og annað. Með tilkomu hverfaráða á vegum borgarinnar og dagskrá þeirra í hverfum Reykjavíkur á sumardaginn fyrsta hefur færst í aukana þátttaka skátafélaga í þeirri dagskrá.
Skátar í skátafélögum Reykjavíkur í dag óska ekki lengur eftir því að fara niður í miðborg Reykjavíkur til að hópast saman í Hallgrímskirkju, heldur vilja þeir mæta deginum á eigin forsendum í heimahverfi sínu, sum fara í skátamessu þar, önnur ekki og kjósa þá aðrar leiðir. Á sumardaginn fyrsta 2014 var svo komið að ekkert skátafélag í Reykjavík sá ástæðu til að taka þátt í skátamessunni í Hallgrímskirkju og er því ljóst að viðburðurinn stendur á krossgötum.
Það er því  tímabært að taka hátíðahöld skáta á sumardaginn fyrsta upp til endurmats og meta hvernig heppilegast er fyrir hreyfinguna að standa að málum þennan dag.

Fimmtudaginn 5. febrúar verður umræðufundur í skátaheimili Árbúa, Hraunbæ 123 klukkan 20:00.  Skráning fer fram á viðburðarskráningu skáta