
Síðustu helgi ræddi Sigurgeir málin ofanjarðar. Nú vill hann fara á dýptina og býður til hellisumræðu með Ragnarökum.
Róversveitin Ragnarök byrjar nýja árið á hellaferð í Raufarhólshelli næsta sunnudag og þau bjóða öllum róverskátum, 19 – 22 ára, að slást í för.
Þeir sem ætla að koma með er bent á að taka með sér hjálm, höfuðljós, vatnsbrúsa og vera vel skóaðir. Einnig mega skátarnir grípa með sér smá aur til að greiða bílstjórum fyrir bensínið, segir í tilkynningu á skátadagatalinu. Eftir hellaferðina verður síðan haldið á einhvern matsölustað og hópurinn snæðir saman.
Mæting er í Skátamiðstöð í Hraunbæ 123 klukkan 17:30 en þar verður sameinað í bíla og keyrt í hellin. Áætlað er að gangan inn í hellinum taki um 2 klst.
Sigurgeir B. Þórisson í Ragnarökum segir að ofan í hellinum verði rætt örstutt um starfsemi sveitarinnar á komandi önn.
Tengt efni: