Stórglæsilegt vetrarskátamót var haldið að Úlfljótsvatni 16. – 18. janúar.

Um 150 skátar úr öllum skátafélögunum í Reykjavík voru samankomnir fyrir austan og nutu samvista og vetrarríkis. Alltaf kemur betur og betur í ljós, áratugunum saman, hversu mikilvægt Úlfljótsvatn er fyrir skátastarfið. Afar fjölbreytt dagskrá var í boði í aldeilis frábæru, köldu og björtu veðri. -Snjóhúsagerð, hjálp í viðlögum, sleðarennsli, kyndla- og varðeldagerð, klifur og margt fleira. Yngstu krakkarnir hittu nýja skátafélaga úr öðrum skátafélögum og hin eldri sváfu sum úti í tjöldum. Öll voru glöð og kát við heimkomu og að sjálfsögðu örþreytt. Bestur þakkir eru sendar til allra þeirra sem stóðu að undirbúningi að mótinu og einnig þeirra fjölmörgu sem mættu og aðstoðuðu við framkvæmd mótsins.

 

Kátir foringjar

Kátir foringjar

 

Við sem stóðum að mótinu viljum gjarnan fá að heyra hvort eitthvað er sem betur hefði mátt gera og einnig væri gaman að heyra af því sem stóð uppúr í upplifun hjá þátttakendum. Þannig getum við bætt okkur og haldið kúrs í því sem vel er gert.

Við ætlum að hittast í kvöld í Skjöldungaheimilinu og nánari upplýsingar má finna hér

Hér að neðan má svo sjá skemmtilegt myndband þegar er verið að slíta þessu einstaklega skemmtilega Vetrarmóti Reykjavíkurskáta,

 

 

Á vefnum http://skatamal.is/  eru fréttir af mótinu.

Myndir frá mótinu er hægt að nálgast á eftirfarandi stöðum

 

Óskilamuni frá mótinu er hægt að nálgast á skrifstofu Skátasambandsins í Hraunbæ 123 milli klukkan 10-16

 

með skátakveðju,

Jón Andri Helgason, verkefnastjóri Skátasambands Reykjavíkur og mótsstjóri Vetrarskátamóts, s. 577 4500