22.febrúar s.l.fagnaði Skátafélagið Árbúar 38 ára starfsafmæli og Skátafélagið Segull 33 ára starfsafmæli. Stjórn Skátasambands Reykjavíkur óskar félögunum til hamingju með afmælið. En skátar halda daginn hátíðlega um allan heim ár hvert. Dagurinn er haldinn í tilefni þess að þann dag árið 1857 fæddist Lord Baden Powell, stofnandi skátahreyfingarinnar.
Einnig óskum við Skátafélaginu Hamri til hamingju en félagið er að hefja sitt 13 starfsár. Þann 7.febrúar 2002 sameinuðust Skátafélagið Vogabúar(1988) og Skátafélagið Dalbúar(1969) í Skátafélagið Hamar.