image004

Skátar í Reykjavík fagna sumardeginum fyrsta á fimmtudaginn eins og venjan er. Skátasamband Reykjavíkur bíður ásamt Bandalagi íslenskra skáta til sumarfagnaðar í Hallgrímskirkju kl 11.00. Skátakórinn sér um að halda stemningu í kirkjunni með skáta og sumarsöngvum og ræðumaður dagsins verður Eva Björk Valdimarsdóttir . Skátafélögin taka svo þátt í skemmtidagskrá víðsvegar um borgina á sínu starfssvæði. Að lokinni skemmtidagskrá bíður Skátasamband Reykjavíkur eldri skátum til grillveislu á Klambratúni eins og síðustu tvö ár(nánar auglýst síðar). Allir Hoppukastalar Skátalands verða í útleigu á sumardeginum fyrsta víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og um að gera að skanna svæðið og prófa þá flesta.