Allir með skátaklút á Vetrarmótinu.
Loksins er runninn upp dagurinn sem Vetrarmótið hefjist. Undirbúningurinn er á lokastigi og allt er að smella. Undirbúningshópurinn hittist í gærkvöldi og fór yfir málin og allt í ferli varðandi undirbúningin og allir eru orðnir þvílíkt spenntir.
Við minnum alla skáta um að mæta með skátaklútinn á mótið en hann er okkar helsta sameiningartákn og mun klúturinn nýtast vel um helgina.
Veðurspáin er góð en má búast við að það verði kalt á Úlfljótsvatni og því mikilvægt að mæta vel klæddur.
Hægt er að skoða útbúnaðarlista hér til hliðar sem og dagskrá helgarinnar.