Þjóðhátíðardagur Íslendinga rennur upp á morgun og við skátarnir í Reykjavík munum ekki láta okkar eftir liggja. Prúðbúnir skátar munu standa heiðursvörð við Austurvöll yfir hátíðardagskrá á vegum Alþingis og Forsætisráðuneytisins klukkan 11:10 og þaðan verður gengin skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu.

567578

 

Klukkan 13:00 verða tvær skrúðgöngur leiddar af kátum skátum, önnur frá Hlemmi niður Laugaveg þar sem Götuleikhúsið tekur þátt og Lúðrasveit Reykjavíkur og Kampen Janitsarjorkester spila og í hinni heldur lúðrasveitin Svanur takti fyrir fánaberana frá Hagatorgi yfir í Hljómskálagarð þar sem hátíðardagskráin verður komin á fullt flug.

 

 

IMG_2616

Í Hljómskálagarðinum frá 13:00 til 17:00 munu skátarnir bregða á leik og meðal annars bjóða gestum í allskonar hoppukastala, að spreyta sig í klifurturninum og versla vöfflur, candyfloss og gleðilegan þjóðhátíðar varning. Auk þess verður svið með allskyns barna og fjölskyldudagskrá, íþróttasýningum og fjölskyldudansleik.

Við hlökkum til að sjá ykkur hress og kát 17. júní!