Aðalfundur Landnema 2015…

…var haldinn fimmtudaginn 5. mars s.l. í Háuhlíð 9. Félagsforinginn,Arnlaugur Guðmundsson setti

feb,mars,2009 002

Arnlaugur félagsforingi

fundinn og var Haukur Haraldsson kosinn fundarstjóri og Fríða Björk Gunnarsdóttir fundarritari.

Aðalfundarstörfin fóru fram samkvæmt lögum félagsins; skýrsla stjórnar og reikningar afgreiddir en engar lagabreytingar lágu fyrir. Fundurinn var allvel sóttur og þótt hann hafi ekki verið átakamikill er hugur í Landnemum. – Enda bauð félagið fundarmönnum upp á pizzu til í fundarhléi!

 

Stjórn Landnema skipa nú: Arnlaugur Guðmundsson félagsforingi, Kári Brynjarsson aðstoðarfélagsforingi, Elmar Orri Gunnarsson gjaldkeri, Halldóra Hinriksdóttir og Jónas Grétar Sigurðsson meðstjórnendur.

– Kraftur í Landnemum enda hillir í Landnemamótið í Viðey seinnipartinn í júní, en mótsstjórnin hefur hafið störf fyrir all-löngu.

 

100_landnemar

 

 

Hvetjum skátafélögin í Reykjavík til þess að senda inn upplýsingar frá aðalfundum sínum ásamt mynd og texta til þess að birta á ssr.is