Skátarnir taka þátt í verkefninu „Ekkert hatur“, en það snýst um að vinna gegn hatursorðræðu á Íslandi og er sérstaklega beint gegn hatursáróðri og kynþáttafordómum. Verkefnið stendur fyrir jafnrétti, virðingu, mannréttindum og fjölbreytileika. Markmið þess er að stuðla að virtundarvakningu um hatusorðræðu á netinu meðal ungs fólks og styðja þau í verja mannréttindi á netinu og utan þess.
Hópur stofnana og samtaka á Íslandi stendur á bak við átakið og er það hluti af verkefni Evrópuráðsins sem ber heitið „No Hate Speech Movement“. Fyrir hönd Mennta- og menningarmálaráðuneytisins annast eftirtaldir aðilar útfærslu verkefnisins á Íslandi: SAFT, Heimili og skóli – Landssamtök foreldra, SAMFÉS, Landssamband æskulýðsfélaga og Æskulýðsvettvangurinn í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Allir eru hvattir til að hafa í huga að orðum fylgir ábyrgð og hugleiða eftirfarandi:
1. Það sem þú gerir á netinu endurspeglar hver þú ert. Hugsaðu áður en þú setur á netið.
2. Hugsaðu áður en þú deilir. Gjörðir á netinu hafa afleiðingar á raunverulegt fólk.
3. Enginn má birta meiðandi myndir eða ummæli um aðra. Það sem birt er á netinu verður ekki tekið til baka.
4. Hugsaðu áður þú birtir.
5. Það sem þú gerir á netinu getur komið í bakið á þér síðar.
Skátarnir stofnuðu sérstakan vinnuhóp til að fylgja verkefninu eftir innan sinna raða og var Bergþóra Sveinsdóttir formaður hans en auk hennar voru Liljar Már Þorbjörnsson og Hjördís Björnsdóttir úr Skátafélaginu Segli í vinnuhópnum.
Á dagskrá Landsmóti skáta nú í sumar gátu skátarnir tekið þátt í Instagram leik á vegum verkefnisins þar sem þau gátu tekið mynd af sér með ákveðin skilti með setningum á borð við: „Ekki vera pirrípú“, „talaðu með réttum enda“ og hashtaggað #Ekkerthatur og síðan sent myndina inn í keppnina. Þátttaka var opin og var dagskráin vel sótt þar sem um 3.000 manns voru á landsmóti. Upplýsingar um vinningshafa á að kynna nú um miðjan ágúst . Sjá nánar á heimsíðu SAFT og Æskulýðsvettvangsins > opna vefsíðu á SAFT um Instagram leik