Fundarboð

Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur 2015 verður haldinn í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 , fimmtudaginn 26. mars 2015 kl. 20:00

 

Dagskrá fundarins eru skv. lögum SSR gr: 2.6.

  1. Kosning fundarstjóra og ritara.
  2. Lögð fram skýrsla stjórnar. – Umræður.
  3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar og fjárhagsáætlun til eins árs. – Umræður.
  4. Tillögur um lagabreytingar kynntar. – Umræður.
  5. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga, skýrslu stjórnar, reikninga og fjárhagsáætlunar.
  6. Kosning stjórnar, sbr ákveði 2.7, og tveggja varamanna. Kosið skal í hvert embætti fyrir sig.
  7. Kosning tveggja skoðunarmanna.
  8. Kosning þriggja manna í laganefnd og þriggja manna í uppstillingarnefnd fyrir næsta aðalfund og skal formaður kosinn sérstaklega. Kjósa skal sérstaklega um hvern mann.
  9. Kosning eins fulltrúa af tveimur í eftirtalin ráð og nefndir: Minjanefnd, Úlfljótsvatnsráð og Hafravatnsráð. Kosningin er til tveggja ára.
  10. Önnur mál.

 

 

Stjórnarkjör aðalfundar er samkv. lögum SSR gr: 2.7.

Stjórn SSR skal skipuð fimm mönnum: Formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Kjörtímabilið er tvö ár. Formaður og varaformaður skulu ekki kjörnir á sama ári. Láti einhver stjórnarmanna af störfum á milli aðalfunda skal stjórnin skipa annan í hans stað.

Til kjörs í stjórn eru eftirfarandi

Formaður,  Hrönn Þormóðsdóttir gefur kost á sér til endurkjörs

Gjaldkeri, Arthúr Pétursson gefur kost á sér til endurkjörs

Meðstjórnandi til Baldur Árnason

Varamaður til tveggja ára, Páll L. Sigurðsson

Varamaður til tveggja ára nýtt embætti

Til kjörs í ráð og nefndir eru eftirfarnandi.

 

Úlfljótsvatnsráð: Sveinbjörn Lárusson gefur kost á sér til endurkjörs

Hafravatnsráð: Guðmundur Þór Pétursson gefur kost á sér til endurkjörs

Á aðalfundi 24.mars 2014 voru eftirtaldir skátar kjörnir í Uppstillingarnefnd og Laganefnd til eins árs:

Í Uppstillingarnefnd: Helgi Jónsson formaður, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Jóhanna Þorleifsdóttir.

Í Laganefnd: Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir formaður, Arnlaugur Guðmundsson og Sigurjón Einarsson.

Lög SSR má finna á http://ssr.is/log-ssr/

Fundargerð síðasta aðalfundar má finna http://ssr.is/gagnasafn/

 

Fundarboð þetta er sent með netpósti á stjórn SSR, félagsforingja skátafélaganna í Reykjavík og fulltrúa SSR í nefndum og ráðum.

 

Tillögur til Uppstillinganefndar og Laganefndar þurfa berist formönnum nefndanna eig síðar en 12.mars

 

Með skátakveðju,

Stjórn  SSR