Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur var haldinn 15.mars 2016 í Skátamiðstöðinni. Fundinn var vel sóttur af fulltrúum frá öllum skátafélögunum í Reykjavík, Árbúum, Garðbúum, Haförnum, Hamri, Landnemum, Segli, Skjöldungum og Ægisbúum.

Formaður SSR, Hrönn Þormóðsdóttir setti fundinn en fundarstjóri var kjörinn Atli Smári Ingvarsson, Landnemum og fundarritari Sonja Kjartansdóttir, Segli. Í upphafi fundar fór fram afhending heiðursmerki SSR og hægt er að skoða hverjir fengu merki á heiðursmerkjasíðunni.

IMG_3337

Hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram samkvæmt lögum sambandsins, ársskýrsla SSR, yfirferð og afgreiðsla reikninga og fjárhagsáætlunar. Þá voru kosningar og var Benedikt Árnason, Árbúum kjörinn nýr í stjórnina en endurkjörin voru Haukur Haraldsson, Landndemum varaformaður. Stjórn SSR setti fram lagabreytingu um að fjölga stjórnarmönnum úr fimm í sjö og var það samþykkt og voru kosinn Páll L. Sigurðsson til tveggja ára og Sif Pétursdóttir til eins árs.

 

 

Eftir aðalfundinn er stjórnin þannig skipuðIMG_3378

Hrönn Þormóðsdóttir formaður

Haukur Haraldsson varaformaður

Arthúr Pétursson gjaldkeri

Benedikt Þorgilsson ritari

Baldur Árnason meðstjórnandi

Páll L. Sigurðsson meðstjórnandi

Sif Pétursdóttir meðstjórnandi

 

 

 

 

Svo tók til starfa glæný uppstillingarnefnd skipuð, Elmari Orra Gunnarsyni Landnemi, Liljar Már Þorbjörnsyni Segli, og Ágústi Arnari Þráinsson Hamri. Aðalfundur skoraði strax á uppstillingarnefnd að hafa í huga aldur og kynjaskiptingu í næstu kosningum. Lög, skýrslu stjórnar og fundargerð aðalfundar má finna á gagnasafninu.

 

Það var síðan boðið uppá góðar veitingar og allir fóru sáttir frá góðum aðalfundi Skátasambands Reykjavíkur. Hér að neðan má sjá skemmtilegar svipmyndir frá fundinum.