Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur var haldinn í Skátamiðstöðinni 23. mars s.l.

Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Fundarstjóri var kjörinn Auðna Ágústsdóttir og fundarritari Sonja Kjartansdóttir. Auk afgreiðslu skýrslu stjórnar og reikninga Skátasambandsins fór fram stjórnarkjör. Arthur Pétursson lét að eigin ósk af störfum eftir tólf ára setu sem gjaldkeri SSR og var Páll L. Sigurðsson, Segli kjörinn í hans stað. Einnig var Nanna Guðmundsdóttir, Ægisbúum kjörin meðstjórnandi.

Fundurinn var fjölsóttur og sóttu hann fulltrúar allra skátafélaganna í Reykjavík. Var góður rómur í fundarmönnum og ljóst að mikil tækifæri eru framundan. Var stjórn þökkuð skýrsla starfsins og reikningar samþykktir samhljóða. Sérstaklega var Arthuri Péturssyni þakkað hans langa og farsæla starf í þágu Skátasambandsins. Fundargerð fundarins er hægt að nálgast á http://ssr.is/gagnasafn

Stjórn SSR sæmdi eftirtalda félaga heiðursmerkjum fyrir sérlega vel unnin störf í þágu Reykjavíkurskáta:

IMG_0596

Frá vinstri: Haukur Haraldsson, Sveinbjörn Lárusson, Hrönn Þormóðsdóttir

Gullmerki SSR

Sveinbjörn Lárusson Skjöldungum og Úlfljótsvatnsráð

 

 

 

 

 

IMG_0586

Frá vinstri: Haukur Haraldsson, Hrönn Þormóðsdóttir, Sædís Ósk Helgadóttir, Jón Andri Helgason

Silfurmerki

Jón Andri Helgason Árbúum og SSR

Sædís Ósk Helgadóttir Garðbúum

 

 

 

 

 

IMG_0575

Efri röð frá vinstri: Haukur, Hrönn, Sigríður, Ágúst, Birkir, Þröstur, Ylfa, Jón, Sif. Neðri röð frá vinstri: Benedikt, Jónas, Sunna, Sigurgeir

Bronsmerki

Sigríður Hálfdánardóttir Árbúum, Ágúst Arnar Þráinsson Hamar, Benedikt Þorgilsson Árbúum, Birkir Þór Fossdal Árbúum, Þröstur Ríkharðsson Árbúum, Jónas Grétar Sigurðsson Landnemum, Sigurgeir B. Þórisson Landnenum, Ylfa Garpsdóttir Segli, Sunna Líf Þórarinsdóttir Segli, Sif Pétursdóttir Ægisbúum, Jón Freysteinn Jónsson Ægisbúum

 

 

IMG_0612Á fundinn mætti fyrir hönd stjórnar Bandalags íslenskra skáta, nýkjörinn aðstoðarskátahöfðingi Dagmar Ólafsdóttir og sæmdi eftirtalda skáta heiðursmerkjum BÍS:

Helgi Jónsson – Þórshamrinn úr gulli

Hrönn Þormóðsdóttir, – Þórshamarinn úr gulli

Arthúr Pétursson, – Þórshamarinn úr silfri

Auðna Ágústsdóttir, Þórshamarinn úr silfri

 

IMG_0618

Þjónustumerki BÍS, Silfraða liljan og smárinn,

Jón Freysteinn Jónsson

Stjórn SSR skipa nú: Hrönn Þormóðsdóttir Landnemum, formaður, Haukur Haraldsson Landnemum, varaformaður, Páll L. Sigurðsson Segli gjaldkeri og meðstjórnendur: Baldur Árnason Segli, Sif Pétursdóttir, Benedikt Þorgilsson Garðbúum og Nanna Guðmundsdóttir Ægisbúum.

Verkefnisstjóri SSR er Jón Andri Helggason.