Sunnudaginn 30. nóvember bjóðum við til einstakrar ævintýrastundar að Úlfljótsvatni í tilefni þess að hátíð ljóss og friðar er á næsta leiti.

Gamanið hefst kl. 13:00 með piparkökubakstri og föndurstund. Kl. 16:00 verður boðið upp á notalega stund við eldinn; rjúkandi hátíðarkakó og jólasveinapönnukökur, auk þess sem hægt er að smakka á piparkökubakstri dagsins.

Borðhald hefst svo klukkan 18.00, þegar glæsileg jólahlaðborð verður framreitt. Sérstök áhersla er lögð á að allir í fjölskyldunni finni eitthvað við sitt hæfi.

Gáttaþefur mun reka inn trýnið og spjalla við börnin. Hann er öllum hnútum kunnugur á Úlfljótsvatni og mun leiða þá sem vilja upp í hlíðar Úlfljótsvatnsfjalls þar sem hægt verður að höggva jólatré og taka með heim gegn vægu gjaldi.

Auk þess sem hér er upp talið verður meðal annars boðið upp á æsispennandi eplabogfimi þar sem vinningshafinn fær möndlugjöf. Láttu aðventuna hefjast á notalegri samverustund með fjölskyldu og vinum.

MATSEÐILL JÓLAHLAÐBORÐS:
•Síldarréttir og lax með heimabökuðu rúgbrauði
•Sjávarréttapate og villibráðarkæfa
•Nýbakað brauð og sérlöguð krakkasúpa með pastaskrúfum

•Kalt hangikjöt með uppstúf og kartöflum
•Heit kalkúnabringa með sykurgljáðum kartöflum og kalkúnasósu
•Purusteik að hætti Úlfljótsvatns

•Heimalagað rauðkál
•Eplasalat með valhnetum
•Bakað rótargrænmeti
•Kalkúnasósa
•Grænar baunir
•Kaldar sósur
•Brakandi ferskt salat

•Volg súkkulaðiköku
•Ris a´la mande með kirsuberjasósu
•Smákökur

Verð:
0-5 ára: frítt
6-12 ára: 3.400 kr.
13 ára og eldri: 6.900 kr.

Smelltu hér til að bóka