Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur 2017 verður haldinn í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 , fimmtudaginn 23. mars 2017. Dagskrá hefst kl 19:30 með heiðursmerkja afhendingu og að henni lokinni hefst aðalfundur SSR.

Dagskrá fundarins eru skv. lögum SSR gr: 2.6.

  1. Kosning fundarstjóra og ritara.
  2. Lögð fram skýrsla stjórnar. Umræður.
  3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar og fjárhagsáætlun til eins árs. Umræður.
  4. Tillögur um lagabreytingar kynntar. Umræður.
  5. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga, skýrslu stjórnar, reikninga og fjárhagsáætlunar.
  6. Kosning stjórnar, sbr. ákvæði 2.7. Kosið skal í hvert embætti fyrir sig.
  7. Kosning tveggja skoðunarmanna.
  8. Kosning þriggja manna í laganefnd og þriggja manna í uppstillingarnefnd fyrir næsta aðalfund og skal formaður kosinn sérstaklega. Kjósa skal sérstaklega um hvern mann.
  9. Kosning eins fulltrúa af tveimur í eftirtalin ráð og nefndir: Minjanefnd, Úlfljótsvatnsráð og Hafravatnsráð. Kosningin er til tveggja ára.
  10. Önnur mál.

 

Gögn fyrir aðalfund

Tillögur uppstillingarnefndar 2017

2017-Lagabreytingartillaga grein 3.2

Tillaga vegna Úlfljótsvatns- Baldur, Benedikt & Jón Andri

Lög SSR  má finna á http://ssr.is/gagnasafn/