Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur 2017 verður haldinn í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 , fimmtudaginn 23. mars 2017. Dagskrá hefst kl 19:30 með heiðursmerkja afhendingu og að henni lokinni hefst aðalfundur SSR.
Dagskrá fundarins eru skv. lögum SSR gr: 2.6.
- Kosning fundarstjóra og ritara.
- Lögð fram skýrsla stjórnar. Umræður.
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar og fjárhagsáætlun til eins árs. Umræður.
- Tillögur um lagabreytingar kynntar. Umræður.
- Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga, skýrslu stjórnar, reikninga og fjárhagsáætlunar.
- Kosning stjórnar, sbr. ákvæði 2.7. Kosið skal í hvert embætti fyrir sig.
- Kosning tveggja skoðunarmanna.
- Kosning þriggja manna í laganefnd og þriggja manna í uppstillingarnefnd fyrir næsta aðalfund og skal formaður kosinn sérstaklega. Kjósa skal sérstaklega um hvern mann.
- Kosning eins fulltrúa af tveimur í eftirtalin ráð og nefndir: Minjanefnd, Úlfljótsvatnsráð og Hafravatnsráð. Kosningin er til tveggja ára.
- Önnur mál.
Gögn fyrir aðalfund
Tillögur uppstillingarnefndar 2017
2017-Lagabreytingartillaga grein 3.2
Tillaga vegna Úlfljótsvatns- Baldur, Benedikt & Jón Andri
Lög SSR má finna á http://ssr.is/gagnasafn/