Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur var haldinn 23.mars 2018 í Skátamiðstöðinni. Fundinn var vel sóttur af fulltrúum frá öllum skátafélögunum í Reykjavík, Árbúum, Garðbúum, Haförnum, Hamri, Landnemum, Segli, Skjöldungum og Ægisbúum.
Formaður SSR, Hrönn Þormóðsdóttir setti fundinn en fundarstjóri var kjörinn Auðna Ágústsdóttir, Árbúum og fundarritari Valborg Sigrún Jónsdóttir Árbúum.
Hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram samkvæmt lögum sambandsins, ársskýrsla SSR, yfirferð og afgreiðsla reikninga og fjárhagsáætlunar. Þá voru kosningar og var Benedikt Árnason, Árbúum kjörinn formaður SSR en hann og Páll L. Sigurðsson voru í kjöri til formanns. Tryggvi Bragason var svo kjörinn í sæti meðstjórnanda sem Nanna Guðmundsdóttir sat áður. Ekki tókst að fá framboð í varaformann, gjaldkera og ritara og þurfti því að fresta kjöri stjórnar og einnig var ákveðið að fresta öðrum málum þangað til 4.apríl en þá var ákveðið að halda fundi áfram.
Uppstillingarnefnd fékk því aftur verkefnið að stilla upp fullmannaðir stjórn og það tókst fyrir fundinn 4.apríl og buðu sig fram Brynja Guðjónsdóttir og Jón Ingvar Bragaon til varaformanns og Auður Sesselja Gylfadóttir til ritara og Baldur Árason ákvað að gefa kost á sér til Gjaldkera og þá losnaði staða hans sem meðstjórnandi og Sigurbjörg Sæmundsdóttir gaf kost á sér í það embætti.
Fundur hélt því áfram og byrjað ða kjöri í stjórn og það var Brynja Guðjónsdóttir sem hafði betur í kjöri varaformanns og aðrir voru sjálfkjörnir. Eftir það var farið í önnur mál og ber hæst að nefna að samþykkt var með 7 atkvæðum á móti 6 atkvæðum og 4 auðir tillaga sem fjallaði um að stjórn SSR skuli senda sölutilboð til BÍS í eignir og rekstur Úlfljótsvatns á sömu forsendum og tilboð barst frá stjórn BÍS í okbóber. Einnig var samþykkt að SSR skildi halda upp á 50 ára afmælis sambandsins í þeirri mynd sem það er í dag með afmælismóti á Úlfljótsvatni í júlí 2019.
Hrönn og Haukur fengu afhent heiðursmerki BÍS fyrir þjónustu sína í stjórn SSR ásamt bókargjöf frá SSR fyrri vel unnin störf í þágu Reykjavíkurskáta.
Eftir aðalfundinn er stjórnin þannig skipuð
Benedikt Þorgilsson formaður
Brynja Guðjónsdóttir varaformaður
Baldur Árnason gjaldkeri
Auður Sesselja Gylfadóttr ritari
Sigurbjörg Sæmundsdóttir meðstjórnandi
Tryggvi Bragason meðstjórnandi
Sif Pétursdóttir meðstjórnandi
Önnur kjör í ráð, nefndir og annað má finna í fundargerð á gagnasafni SSR ásamt skýrslu stjórnar
Hér að neðan má sjá skemmtilegar svipmyndir frá fundinum