image

Hrönn ávarpar þinggesti

Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur var haldinn í gærkvöldi. Fundinn var vel sóttur af fulltrúum frá öllum skátafélögunum í Reykjavík, Árbúum, Garðbúum, Haförnum, Hamri, Landnemum, Segli,Skjöldungum og Ægisbúum.

Formaður SSR, Hrönn Þormóðsdóttir setti fundinn en fundarstjóri var kjörinn Matthías Pétursson, Skjöldungum og  fundarritari Sonja Kjartansdóttir, Segli. Í upphafi fundar fór fram afhending heiðursmerki SSR og að þessu sinni var Jónatani Smára Svavarssyni fráfarandi formanni ÚVR, Fríðu Björk Gunnarsdóttur, Landnemum og Matthías Pétursyni, Skjöldungum afhent Silfurmerki SSR fyrir gott starf og fengu þau jafnframt viðeigandi hróp frá fulltrúum fundarins.

as

Matti, Fríða og Jónatan ásamt Hrönn

 

Hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram samkvæmt lögum sambandsins, ársskýrsla SSR, yfirferð og afgreiðsla reikninga og fjárhagsáætlunar. Þá voru kosningar og var Baldur Árnason, Segli kjörinn nýr í stjórnina en endurkjörin voru Hrönn Þormóðsdóttir, Landndemum formaður og Arthúr Pétursson, Landnemum gjaldkeri. Einnig var kosið um tvo varamenn og voru Páll L. Sigurðsson, Segli kjörin til tveggja ára og Sif Pétursdóttir, Ægisbúum til eins árs.

Eftir aðalfundinn er stjórnin þannig skipuð

Hrönn Þormóðsdóttir formaður

Haukur Haraldsson varaformaður

Arthúr Pétursson gjaldkeri

Valborg Sigrún Jónsdóttir ritari

Baldur Árnason meðstjórnandi

Varamenn

Páll L. Sigurðsson

Sif Pétursdóttir

Engar breytingar urðu á nefndum og ráðum SSR en hægt er að skoða fulltrúa nefndanna hér.  En ljóst er að Eva María Sigurbjörnsdóttir, Árbuum mun ekki gefa ekki kost á sér áfram í Hafravatnsráð en stjórn SSR mun skipa í stöðuna samkvæmt lögum SSR..

s

Gummi og Liljar fara yfir málin á Hafravatni

Undir liðnum önnur mál var kynning á stöðu mála og framtíðarvonum á Hafravatnssvæði Skátasambandsins. Þá var einnig samþykkt samhljóða ályktun til Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um kynningu á tómstundastarfi barna og unglinga í skólum borgarinnar. Í lok afar ánægjulegs fundar þakkaði formaður sjálfboðaliðum skátastarfsins vel unnin störf og síðan var Bræðralagssöngurinn sunginn.